Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2025 09:30 Willum Þór Þórsson þurfti tíma til að jafna sig á niðurstöðu Alþingiskosninga vetrarins. Það högg veitti þó tækifæri til að eyða dýrmætum tíma með fjölskyldunni, sem og íhuga næstu skref. Vísir/Vilhelm Það tók Willum Þór Þórsson, fyrrum heilbrigðisráðherra, töluverðan tíma að jafna sig á niðurstöðu Alþingiskosninga vetrarins. Hann gat þó gefið sér meiri tíma með fjölskyldunni og gat, í fyrsta skipti á ævinni, ígrundað næstu skref. Willum Þór féll út af þingi í Alþingiskosningunum í desember þar sem hann leiddi Framsóknarflokk í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn átti ekki góðu gengi að fagna. Hann segir niðurstöðuna hafa reynst sér þungbær. „Auðvitað hefur maður mikinn metnað og mér fannst þetta skemmtilegt, ég naut þess, þetta var mjög krefjandi. Þessi þrjú ár flugu í gegn, ég veit ekki hvað varð af þeim. Mér fannst alveg sérlega skemmtilegt að fá tækifæri til að vera heilbrigðisráðherra og hefði alveg verið til í að vera það áfram,“ Klippa: Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig „Þjóðin ræður þessu, eins og lýðræðið á að snúast um. En svo er ég svolítið tapsár. Þetta var alveg þungt, það tók alveg tíma að jafna mig á því,“ segir Willum sem sat á þingi frá 2013 til 2016 og 2017 til 2024. Þá var hann heilbrigðisráðherra frá 2021 fram til kosninganna í lok síðasta árs. Gat hugsað hvað hann eigi að gera þegar hann verður stór Nýlega tilkynnti Willum um framboð til forseta ÍSÍ. Hann gerði það að vel ígrunduðu máli og hefur nýtt vikurnar frá kosningum með fjölskyldunni, auk þess að íhuga næstu skref sín í lífinu. Hann hefur til að mynda eytt töluverðum tíma í bæði Birmingham á Englandi og Groningen í Hollandi, hvar synir hans leika sem atvinnumenn í fótbolta. „Nú hef ég verið að endurheimta samveru með fjölskyldu. Aðeins að gefa mér meiri tíma, með fjölskyldunni og börnum. Ég á auðvitað fimm börn og þrjú þeirra eru í útlöndum. Ég hef verið að heimsækja þau og tvö heima sem hafa nóg að sýsla. Ég gef meira tækifæri bæði til að styðja þau í námi og íþróttum. „Ég nýt þess og hef líka gefið mér tíma hvað ég eigi að gera þegar ég verð stór,“ segir Willum. Ekki hafi gefist mikill tími til slíks, enda haft nóg fyrir stafni ýmist sem kennari, fótboltaþjálfari og þingmaður, auk föðurhlutverksins. „Þegar maður er á kafi í íþróttum. Þá einhvern veginn snýst allt um það og lífið kemur svolítið til þín og út frá því. Svo ég ákvað það núna að gefa mér tíma,“ „Að vera Alþingismaður er 24/7 og kannski heilbrigðisráðherra enn frekar, sem hluti af bæði löggjafar og framkvæmdavaldi. Þá er sólarhringurinn undir,“ segir Willum. Brot úr viðtali við Willum má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn ÍSÍ Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Willum Þór féll út af þingi í Alþingiskosningunum í desember þar sem hann leiddi Framsóknarflokk í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn átti ekki góðu gengi að fagna. Hann segir niðurstöðuna hafa reynst sér þungbær. „Auðvitað hefur maður mikinn metnað og mér fannst þetta skemmtilegt, ég naut þess, þetta var mjög krefjandi. Þessi þrjú ár flugu í gegn, ég veit ekki hvað varð af þeim. Mér fannst alveg sérlega skemmtilegt að fá tækifæri til að vera heilbrigðisráðherra og hefði alveg verið til í að vera það áfram,“ Klippa: Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig „Þjóðin ræður þessu, eins og lýðræðið á að snúast um. En svo er ég svolítið tapsár. Þetta var alveg þungt, það tók alveg tíma að jafna mig á því,“ segir Willum sem sat á þingi frá 2013 til 2016 og 2017 til 2024. Þá var hann heilbrigðisráðherra frá 2021 fram til kosninganna í lok síðasta árs. Gat hugsað hvað hann eigi að gera þegar hann verður stór Nýlega tilkynnti Willum um framboð til forseta ÍSÍ. Hann gerði það að vel ígrunduðu máli og hefur nýtt vikurnar frá kosningum með fjölskyldunni, auk þess að íhuga næstu skref sín í lífinu. Hann hefur til að mynda eytt töluverðum tíma í bæði Birmingham á Englandi og Groningen í Hollandi, hvar synir hans leika sem atvinnumenn í fótbolta. „Nú hef ég verið að endurheimta samveru með fjölskyldu. Aðeins að gefa mér meiri tíma, með fjölskyldunni og börnum. Ég á auðvitað fimm börn og þrjú þeirra eru í útlöndum. Ég hef verið að heimsækja þau og tvö heima sem hafa nóg að sýsla. Ég gef meira tækifæri bæði til að styðja þau í námi og íþróttum. „Ég nýt þess og hef líka gefið mér tíma hvað ég eigi að gera þegar ég verð stór,“ segir Willum. Ekki hafi gefist mikill tími til slíks, enda haft nóg fyrir stafni ýmist sem kennari, fótboltaþjálfari og þingmaður, auk föðurhlutverksins. „Þegar maður er á kafi í íþróttum. Þá einhvern veginn snýst allt um það og lífið kemur svolítið til þín og út frá því. Svo ég ákvað það núna að gefa mér tíma,“ „Að vera Alþingismaður er 24/7 og kannski heilbrigðisráðherra enn frekar, sem hluti af bæði löggjafar og framkvæmdavaldi. Þá er sólarhringurinn undir,“ segir Willum. Brot úr viðtali við Willum má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn ÍSÍ Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira