„Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2025 14:30 Finnur Freyr vonast eftir öðrum bikarmeistaratitlinum með Val, og þeim fjórða í heildina. Vísir / Diego „Það er bara spenna. Það er gaman að fá að taka þátt í svona leikjum. Ég er spenntur fyrir, vonandi, góðum degi,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sem mæta KR í bikarúrslitum karla í körfubolta í Smáranum klukkan 16:30. Það er ekki á hverjum degi sem Reykjavíkurstórveldin mætast með allt undir. Síðast mættust þau í bikarúrslitum 1984 og varð uppselt á leik dagsins á mettíma. Klippa: Finnur spenntur en stressaður „Þetta er skemmtileg viðureign í ljósi sögu félaganna, aldir til baka. Það er auka skemmtilegt krydd, út á hvaða lið þetta eru,“ segir Finnur Freyr. Finnur þjálfaði KR lengi og vann til fjölmargra titla hjá liðinu. Hann segist þó vera orðinn nokkur vanur því að mæta liðinu eftir fimm ár á Hlíðarenda. „Það eru komnir nokkrir leikir. Fyrir okkur sem erum í þessu þá snýst þetta bara um andstæðing, að cruncha andstæðingana og finna út hvernig við getum unnið, frekar en hvaða búningum menn eru í. Fyrir hinn almenna áhugamann er þetta auðvitað extra skemmtilegt,“ segir Finnur. En er þetta ekkert sérstakt fyrir þig vegna sögu þinnar hjá KR? „Jú, auðvitað. En einhvern veginn þegar allt fer af stað og þegar bikar er undir er það orðið algjört aukaatriði,“ segir Finnur. Um leikinn sjálfan segir hann: „Það er margt sem þarf að ganga upp. Fyrir mér þetta 50/50 leikur milli góðra liða. KR-liðið er með gríðarlega sterkt byrjunarlið og margslungna leikmenn. Við þurfum svolíti að leggja áherslu á okkar identity og að spila okkar leik og reyna svo að hægja á þeirra helstu vopnum.“ KR hefur ekki komist í úrslitaleikinn í bikarnum í sjö ár, en Finnur stýrði liðinu síðast þegar það steig það svið. Valsmenn hafa aftur á móti farið langt í úrslitakeppninni síðustu tímabil og unnið tvo Íslandsmeistaratitla á síðustu þremur árum, auk bikartitils 2023. Mun sú reynsla af stórum leikjum veita Valsmönnum forskot hvað spennustig varðar? „Menn tala oft um spennustig en oft snýst þetta bara um dagsform. Það fallega við íþróttaleiki er að það er ekkert gefið fyrirfram og það getur allt gerst. Hvað gerðist fyrir ári síðan eða tveimur dögum síðan skiptir engu máli þegar komið er á hólminn,“ segir Finnur og bætir við: „Svo eru sveiflurnar í körfuboltaleik svo svakalega miklar að þetta er fljótt að breytast. Maður reynir að ýta í burtu öllum öðrum hugsunum og pælingum. Maður reynir frekar að einbeita sér að leiknum sjálfum og smáatriðunum. Okkur finnst þegar við leggjum okkur fram, skilum okkar hlutum vel erum við alltaf í góðri stöðu til að vinna. Það er fókusinn okkar.“ Ertu bjartsýnn? „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður,“ segir Finnur að lokum. Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem Reykjavíkurstórveldin mætast með allt undir. Síðast mættust þau í bikarúrslitum 1984 og varð uppselt á leik dagsins á mettíma. Klippa: Finnur spenntur en stressaður „Þetta er skemmtileg viðureign í ljósi sögu félaganna, aldir til baka. Það er auka skemmtilegt krydd, út á hvaða lið þetta eru,“ segir Finnur Freyr. Finnur þjálfaði KR lengi og vann til fjölmargra titla hjá liðinu. Hann segist þó vera orðinn nokkur vanur því að mæta liðinu eftir fimm ár á Hlíðarenda. „Það eru komnir nokkrir leikir. Fyrir okkur sem erum í þessu þá snýst þetta bara um andstæðing, að cruncha andstæðingana og finna út hvernig við getum unnið, frekar en hvaða búningum menn eru í. Fyrir hinn almenna áhugamann er þetta auðvitað extra skemmtilegt,“ segir Finnur. En er þetta ekkert sérstakt fyrir þig vegna sögu þinnar hjá KR? „Jú, auðvitað. En einhvern veginn þegar allt fer af stað og þegar bikar er undir er það orðið algjört aukaatriði,“ segir Finnur. Um leikinn sjálfan segir hann: „Það er margt sem þarf að ganga upp. Fyrir mér þetta 50/50 leikur milli góðra liða. KR-liðið er með gríðarlega sterkt byrjunarlið og margslungna leikmenn. Við þurfum svolíti að leggja áherslu á okkar identity og að spila okkar leik og reyna svo að hægja á þeirra helstu vopnum.“ KR hefur ekki komist í úrslitaleikinn í bikarnum í sjö ár, en Finnur stýrði liðinu síðast þegar það steig það svið. Valsmenn hafa aftur á móti farið langt í úrslitakeppninni síðustu tímabil og unnið tvo Íslandsmeistaratitla á síðustu þremur árum, auk bikartitils 2023. Mun sú reynsla af stórum leikjum veita Valsmönnum forskot hvað spennustig varðar? „Menn tala oft um spennustig en oft snýst þetta bara um dagsform. Það fallega við íþróttaleiki er að það er ekkert gefið fyrirfram og það getur allt gerst. Hvað gerðist fyrir ári síðan eða tveimur dögum síðan skiptir engu máli þegar komið er á hólminn,“ segir Finnur og bætir við: „Svo eru sveiflurnar í körfuboltaleik svo svakalega miklar að þetta er fljótt að breytast. Maður reynir að ýta í burtu öllum öðrum hugsunum og pælingum. Maður reynir frekar að einbeita sér að leiknum sjálfum og smáatriðunum. Okkur finnst þegar við leggjum okkur fram, skilum okkar hlutum vel erum við alltaf í góðri stöðu til að vinna. Það er fókusinn okkar.“ Ertu bjartsýnn? „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður,“ segir Finnur að lokum.
Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti