Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar 20. mars 2025 07:01 Þýzka fyrirtækið Heinemann mun taka við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor, eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði sem opinbera hlutafélagið Isavia stóð fyrir. Í fréttatilkynningu, sem gefin var út eftir að gengið var frá samningi Isavia og Heinemann, var honum fagnað af hálfu framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta var allt gert til að tryggja ávinning umfram núverandi fyrirkomulag. Þessi breyting mun skila ávinningi fyrir farþega, flugvöllinn og samfélagið í heild. Við erum að auka tekjur flugvallarins verulega,“ var haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni. Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli er einn mikilvægasti – og oft mikilvægasti – útsölustaður margra minni og meðalstórra framleiðslufyrirtækja á Íslandi, til dæmis snyrtivöru-, sælgætis- og áfengisframleiðenda. Íslenzkar vörur voru 30% af veltu Fríhafnarinnar árið 2023 og margar af söluhæstu vörum Fríhafnarinnar koma frá minni og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi. Fallegt tal um samfélagsábyrgð Samkvæmt útboðsgögnum, sem Isavia hefur afhent Félagi atvinnurekenda, var skýrt í útboðsferlinu að áfram ætti að gera vörum af þessu tagi hátt undir höfði í Fríhöfninni þótt skipt yrði um rekstraraðila. Þannig kemur fram í útboðslýsingunni að það sé afar mikilvægt að mati Isavia að vöruframboð Fríhafnarinnar ýti undir „tilfinningu fyrir staðnum“. Á Íslandi sé rík hefð fyrir skapandi framleiðslu og tækifæri til að halda á lofti vönduðum vörum frá framleiðendum um allt land í Fríhöfninni, enda sé hún „búðargluggi“ fyrir þessa framleiðendur. Það sé mikilvægt, jafnt fyrir þarfir íslenzkra og erlendra viðskiptavina, að stilla fram íslenzkum vörum og styrkja „staðartilfinninguna“. Í útboðsgögnunum segir, í íslenzkri þýðingu: „Við höfum sérstakan áhuga á hvernig samstarfsaðilar okkar munu vinna með innlendum framleiðendum og birgjum og sýna samfélagslega ábyrgð með því að styðja minni fyrirtæki. Ennfremur erum við opin fyrir því að skoða undanþágur fyrir vaxandi innlend vörumerki sem þið kjósið að halda á lofti og innleiða á flugvellinum á samningstímanum.“ Slíkar undantekningar eru sagðar vera t.d. lækkun veltutengdrar leigu sem Heinemann greiðir Isavia. Veruleikinn: Kröfur um að birgjar lækki verð Isavia hefur ekki viljað afhenda FA tilboð Heinemann, þannig að við vitum ekki hvernig fyrirtækið útlistaði hvernig það hygðist styðja við minni framleiðendur. Við vitum hins vegar hvernig samskipti Heinemann við minni birgja hafa verið á undanförnum vikum, eftir að tilkynnt var í lok janúar að það fengi samninginn um rekstur Fríhafnarinnar. Heinemann hefur lagt fram stífar kröfur um gífurlega háa framlegð af vörum, allt að 70%, sem eru kjör sem ekkert verzlunarfyrirtæki í eðlilegri samkeppni myndi bjóða. Ekki stendur til að hækka verð til farþega, þannig að framlegðarkrafan þýðir að litlu framleiðendurnir verða að lækka verð sitt um tugi prósenta ef þeir vilja áfram hafa aðgang að „búðarglugganum“. Óvíst er að rekstur sumra þessara fyrirtækja þoli slíka verðlækkun. Við þetta bætast kröfur um 90 daga greiðslufrest og að fyrirtækin taki þátt í starfsmannakostnaði, ef þau vilja að starfsfólk Fríhafnarinnar hafi einhverja þekkingu á vörum þeirra. Heinemann misbeitir ráðandi stöðu Það er ekki eins og fyrirtækin, sem í hlut eiga, geti snúið sér til annarra verzlana á Keflavíkurflugvelli og samið við þær um að selja vörur sínar með hagstæðari kjörum. Samningar Isavia leyfa ekki hverjum sem er að selja t.d. snyrtivörur eða áfengi á flugvellinum. Heinemann er í raun að nýta þá ráðandi stöðu, sem íslenzka ríkið hefur afhent félaginu með því að ríkisfyrirtækið Isavia semji við það um rekstur Fríhafnarinnar og þar með einkarétt á sölu sumra vara. Framleiðendur stórra, alþjóðlegra vörumerkja eru í allt annarri stöðu gagnvart Fríhöfninni – sala þeirra á Keflavíkurflugvelli er brotabrot af heildarveltunni. Í tilviki lítilla og meðalstórra íslenzkra fyrirtækja er Fríhöfnin oft stærsti útsölustaðurinn og jafnvel kemur meirihluti veltunnar þaðan í sumum tilvikum. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað skilgreint fríhafnarverzlun á Keflavíkurflugvelli sem sérstakan markað. Heinemann er augljóslega ráðandi á þeim markaði. Enginn gerir neina kröfu til þess að íslenzkir framleiðendur fái einhverja sérmeðferð hjá Fríhöfninni, en það er hægt að gera þá kröfu að Heinemann misbeiti ekki markaðsráðandi stöðu sinni. Samkeppnisyfirvöld ættu að hafa augun á því sem fram fer þessa dagana í samskiptum fyrirtækisins og birgja Fríhafnarinnar og grípa inn í ef þörf krefur. Ábyrgð stjórnvalda Íslenzka ríkið ber líka ábyrgð á því hvernig kaupin gerast á eyrinni á Keflavíkurflugvelli. Fyrir rúmum þremur árum beindi Samkeppniseftirlitið tilmælum til stjórnvalda um starfsumhverfi Isavia og samkeppnisaðstæður tengdar Keflavíkurflugvelli. Þar var meðal annars mælzt til þess að settar yrðu reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem vörðuðu úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn, og þar yrðu samkeppnissjónarmið höfð að leiðarljósi. Skemmst er frá því að segja að fjármála- og efnahagsráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, sem málið snýr að, hafa ekkert aðhafzt og engar reglur hafa litið dagsins ljós. Ný ríkisstjórn segist vera hlynnt samkeppni og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja og ætti að taka þetta mál upp af krafti. Auknar tekjur úr vösum birgja Fríhafnarinnar Í útboðsgögnum Isavia er lögð rík áherzla á að Fríhöfnin bjóði farþegum, sem fara um Keflavíkurflugvöll, áfram samkeppnisfært verð. Það er vel. En í ljósi ofangreinds blasir við að hinar „verulega auknu tekjur“ Isavia af samningnum við Heinemann koma þá úr vösum birgja Fríhafnarinnar, þar á meðal lítilla og meðalstórra innlendra framleiðenda – með viðkomu í hagnaði þýzka stórfyrirtækisins. Ávinningur þessa hluta íslenzks samfélags virðist ætla að verða neikvæður og enn sem komið er fer mjög lítið fyrir hinni „samfélagslegu ábyrgð“ sem Heinemann er ætlað að sýna gagnvart minni fyrirtækjum. Vonandi endar það ekki þannig að litlu fyrirtækin leggi upp laupana og „staðartilfinningin“ verði eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Isavia Verslun Keflavíkurflugvöllur Ólafur Stephensen Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þýzka fyrirtækið Heinemann mun taka við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor, eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði sem opinbera hlutafélagið Isavia stóð fyrir. Í fréttatilkynningu, sem gefin var út eftir að gengið var frá samningi Isavia og Heinemann, var honum fagnað af hálfu framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta var allt gert til að tryggja ávinning umfram núverandi fyrirkomulag. Þessi breyting mun skila ávinningi fyrir farþega, flugvöllinn og samfélagið í heild. Við erum að auka tekjur flugvallarins verulega,“ var haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni. Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli er einn mikilvægasti – og oft mikilvægasti – útsölustaður margra minni og meðalstórra framleiðslufyrirtækja á Íslandi, til dæmis snyrtivöru-, sælgætis- og áfengisframleiðenda. Íslenzkar vörur voru 30% af veltu Fríhafnarinnar árið 2023 og margar af söluhæstu vörum Fríhafnarinnar koma frá minni og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi. Fallegt tal um samfélagsábyrgð Samkvæmt útboðsgögnum, sem Isavia hefur afhent Félagi atvinnurekenda, var skýrt í útboðsferlinu að áfram ætti að gera vörum af þessu tagi hátt undir höfði í Fríhöfninni þótt skipt yrði um rekstraraðila. Þannig kemur fram í útboðslýsingunni að það sé afar mikilvægt að mati Isavia að vöruframboð Fríhafnarinnar ýti undir „tilfinningu fyrir staðnum“. Á Íslandi sé rík hefð fyrir skapandi framleiðslu og tækifæri til að halda á lofti vönduðum vörum frá framleiðendum um allt land í Fríhöfninni, enda sé hún „búðargluggi“ fyrir þessa framleiðendur. Það sé mikilvægt, jafnt fyrir þarfir íslenzkra og erlendra viðskiptavina, að stilla fram íslenzkum vörum og styrkja „staðartilfinninguna“. Í útboðsgögnunum segir, í íslenzkri þýðingu: „Við höfum sérstakan áhuga á hvernig samstarfsaðilar okkar munu vinna með innlendum framleiðendum og birgjum og sýna samfélagslega ábyrgð með því að styðja minni fyrirtæki. Ennfremur erum við opin fyrir því að skoða undanþágur fyrir vaxandi innlend vörumerki sem þið kjósið að halda á lofti og innleiða á flugvellinum á samningstímanum.“ Slíkar undantekningar eru sagðar vera t.d. lækkun veltutengdrar leigu sem Heinemann greiðir Isavia. Veruleikinn: Kröfur um að birgjar lækki verð Isavia hefur ekki viljað afhenda FA tilboð Heinemann, þannig að við vitum ekki hvernig fyrirtækið útlistaði hvernig það hygðist styðja við minni framleiðendur. Við vitum hins vegar hvernig samskipti Heinemann við minni birgja hafa verið á undanförnum vikum, eftir að tilkynnt var í lok janúar að það fengi samninginn um rekstur Fríhafnarinnar. Heinemann hefur lagt fram stífar kröfur um gífurlega háa framlegð af vörum, allt að 70%, sem eru kjör sem ekkert verzlunarfyrirtæki í eðlilegri samkeppni myndi bjóða. Ekki stendur til að hækka verð til farþega, þannig að framlegðarkrafan þýðir að litlu framleiðendurnir verða að lækka verð sitt um tugi prósenta ef þeir vilja áfram hafa aðgang að „búðarglugganum“. Óvíst er að rekstur sumra þessara fyrirtækja þoli slíka verðlækkun. Við þetta bætast kröfur um 90 daga greiðslufrest og að fyrirtækin taki þátt í starfsmannakostnaði, ef þau vilja að starfsfólk Fríhafnarinnar hafi einhverja þekkingu á vörum þeirra. Heinemann misbeitir ráðandi stöðu Það er ekki eins og fyrirtækin, sem í hlut eiga, geti snúið sér til annarra verzlana á Keflavíkurflugvelli og samið við þær um að selja vörur sínar með hagstæðari kjörum. Samningar Isavia leyfa ekki hverjum sem er að selja t.d. snyrtivörur eða áfengi á flugvellinum. Heinemann er í raun að nýta þá ráðandi stöðu, sem íslenzka ríkið hefur afhent félaginu með því að ríkisfyrirtækið Isavia semji við það um rekstur Fríhafnarinnar og þar með einkarétt á sölu sumra vara. Framleiðendur stórra, alþjóðlegra vörumerkja eru í allt annarri stöðu gagnvart Fríhöfninni – sala þeirra á Keflavíkurflugvelli er brotabrot af heildarveltunni. Í tilviki lítilla og meðalstórra íslenzkra fyrirtækja er Fríhöfnin oft stærsti útsölustaðurinn og jafnvel kemur meirihluti veltunnar þaðan í sumum tilvikum. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað skilgreint fríhafnarverzlun á Keflavíkurflugvelli sem sérstakan markað. Heinemann er augljóslega ráðandi á þeim markaði. Enginn gerir neina kröfu til þess að íslenzkir framleiðendur fái einhverja sérmeðferð hjá Fríhöfninni, en það er hægt að gera þá kröfu að Heinemann misbeiti ekki markaðsráðandi stöðu sinni. Samkeppnisyfirvöld ættu að hafa augun á því sem fram fer þessa dagana í samskiptum fyrirtækisins og birgja Fríhafnarinnar og grípa inn í ef þörf krefur. Ábyrgð stjórnvalda Íslenzka ríkið ber líka ábyrgð á því hvernig kaupin gerast á eyrinni á Keflavíkurflugvelli. Fyrir rúmum þremur árum beindi Samkeppniseftirlitið tilmælum til stjórnvalda um starfsumhverfi Isavia og samkeppnisaðstæður tengdar Keflavíkurflugvelli. Þar var meðal annars mælzt til þess að settar yrðu reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem vörðuðu úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn, og þar yrðu samkeppnissjónarmið höfð að leiðarljósi. Skemmst er frá því að segja að fjármála- og efnahagsráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, sem málið snýr að, hafa ekkert aðhafzt og engar reglur hafa litið dagsins ljós. Ný ríkisstjórn segist vera hlynnt samkeppni og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja og ætti að taka þetta mál upp af krafti. Auknar tekjur úr vösum birgja Fríhafnarinnar Í útboðsgögnum Isavia er lögð rík áherzla á að Fríhöfnin bjóði farþegum, sem fara um Keflavíkurflugvöll, áfram samkeppnisfært verð. Það er vel. En í ljósi ofangreinds blasir við að hinar „verulega auknu tekjur“ Isavia af samningnum við Heinemann koma þá úr vösum birgja Fríhafnarinnar, þar á meðal lítilla og meðalstórra innlendra framleiðenda – með viðkomu í hagnaði þýzka stórfyrirtækisins. Ávinningur þessa hluta íslenzks samfélags virðist ætla að verða neikvæður og enn sem komið er fer mjög lítið fyrir hinni „samfélagslegu ábyrgð“ sem Heinemann er ætlað að sýna gagnvart minni fyrirtækjum. Vonandi endar það ekki þannig að litlu fyrirtækin leggi upp laupana og „staðartilfinningin“ verði eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun