Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar 14. mars 2025 18:02 Fyrir okkur sem nærumst á góðum vísindaskáldsögum eru atburðir á alþjóðlega sviðinu í takt við áhugaverða, en ógnvænlega, distópíu. Stjórnvöld vestanhafs blása í allskonar stríðslúðra sem eru að valda miklum skaða fyrir aðrar þjóðir en ekki síst fyrir innviði, vísindastofnanir, fyrirtæki og almenning í Bandaríkjunum sjálfum. Þótt það sé strax sýnilegt að sárin verða djúp og lengi að gróa, þá er mikilvægt að muna að samfélög manna hafa tekið allskonar snúninga á fasisma, rasisma og öðrum ömurlegum „ismum“ í gegnum söguna og ég veit að við sem alþjóðlegt samfélag munum finna leiðina til baka á ný. Besta aðferðin til að finna leiðina er að vernda ljósið sem lýsir hana upp. Það ljós er upplýst samfélag þar sem vísindaleg þekking, mannúð og menning eru meginviðmið. Samfélag þar sem virðing er borin fyrir mennsku og vísindum og flestir eru meðvitaðir um að þekking þarf að byggja á staðreyndum og aðgerðir eiga ekki að byggja á fordómum og fáfræði. Ísland og ljósið Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi ljós. Ég finn mikinn vilja í okkar upplýsta samfélagi til að vernda það með öllum tiltækum ráðum. Við fullorðna fólkið og börnin á heimilinu hlustum reglulega á hið fallega lokalag krakkaskaupsins 2024, Skínum skært. Börnin vita sínu viti. Er það mín heitasta ósk að þau sem nú eru börn fái að alast upp í samfélagi sem er mótað af virðingu fyrir fólki og vistkerfum, vísindalegri hugsun og upplýstum ákvörðunum. Vopnin Við hvað erum við að berjast og hvernig eigum við að verjast? Ég hef ekki fullkomið svar við þessari spurningu en það má kannski benda á hið augljósa. Í öllum löndum eru öfl sem vinna markvisst að því að skapa ótta og óvissu sem hægt er að nýta til að stýra samfélögum. Það er nánast fáránlegt hvað þetta er að virka vel í Bandaríkjunum. Samfélagsmiðlar og sumir fjölmiðlar sem byggja tilvist sína á æsifréttamennsku eru byssan. Byssukúlurnar eru upplýsingaóreiðan og lygarnar. Skotið er fast að góðum gildum og í viðkvæman jarðveginn er sáð fræjum ótta, óvissu og haturs svo hægt sé að stýra fólki, oft í átt að eigin eyðileggingu. Því miður er það svo að sannleikur og staðreyndir hafa orðið sífellt bitlausari í baráttu við upplýsingaóreiðu, skautun og æsifréttamenningu. Við þurfum að brýna baráttu okkar gegn þessari þróun með því að vera vel upplýst og tryggja góða menntun og gagnrýna hugsun. Við þurfum að vernda góð samfélagsleg gildi, vísindalega nálgun og tryggja að ekki sé grafið markvisst undan trausti á kerfum og stofnunum líkt og raungerst hefur í Bandaríkjunum. Við þurfum hugrekki til að vera leiðandi ljós. Sérstök hvatning til fjölmiðlafólks Fjölmiðar hafa veigamikið hlutverk við að draga úr upplýsingaóreiðu en þeir geta líka átt í hættu á að auka hana. Í nútímasamkeppni um athygli fólks er beitt ýmsum ráðum á borð við smellibeitur, krassandi fyrirsagnir sem segja oft lítið um innihald fréttarinnar. Má merkja minnkandi áherslur á sannleiksgildi frétta til að auka líkur á að einstaklingar gefi fréttinni gaum, jafnvel smellir við „líkar við“. Þótt fjölmiðlar eigi að veita öllum aðhald, ekki síst stjórnvöldum og stofnunum, er nauðsynlegt að umfjöllun sé bæði rétt og sanngjörn. Það er afar auðvelt fyrir fjölmiðla að ýta undir upplýsingaóreiðu og auka vantraust fólks á okkar samfélagslegu kerfi og stofnanir sem eru með það hlutverk að standa vörð um okkar samfélag. Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir fjórða valdið því þessum völdum fylgir mikil ábyrgð. Ég vil því senda sérstök hvatningarorð til fólks sem sinnir mikilvægum störfum við ólíka fjölmiðla. Ég vil hvetja ykkur sem starfið í fjölmiðlum til dáða í baráttu gegn upplýsingaóreiðu. Ég vil hvetja ykkur til öflugrar blaðamennsku og réttmætrar gagnrýni en forðast að beita hálfsannleik með það að markmiði að veiða athygli lesenda, oft á kostnað réttra upplýsinga. Ég vil hvetja ykkur til að halda í (eða næla í) góða vísindablaðamenn sem ég hef lært að meta mikils. Þið getið haft afgerandi áhrif til að halda ljósinu lifandi og lýsa okkur fram á veginn. Og, þótt fjölmiðlar hafi veigamikið hlutverk þá er ábyrgðin okkar allra og saman getum við gert Ísland að leiðandi ljósi í nútímaheimi. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem nærumst á góðum vísindaskáldsögum eru atburðir á alþjóðlega sviðinu í takt við áhugaverða, en ógnvænlega, distópíu. Stjórnvöld vestanhafs blása í allskonar stríðslúðra sem eru að valda miklum skaða fyrir aðrar þjóðir en ekki síst fyrir innviði, vísindastofnanir, fyrirtæki og almenning í Bandaríkjunum sjálfum. Þótt það sé strax sýnilegt að sárin verða djúp og lengi að gróa, þá er mikilvægt að muna að samfélög manna hafa tekið allskonar snúninga á fasisma, rasisma og öðrum ömurlegum „ismum“ í gegnum söguna og ég veit að við sem alþjóðlegt samfélag munum finna leiðina til baka á ný. Besta aðferðin til að finna leiðina er að vernda ljósið sem lýsir hana upp. Það ljós er upplýst samfélag þar sem vísindaleg þekking, mannúð og menning eru meginviðmið. Samfélag þar sem virðing er borin fyrir mennsku og vísindum og flestir eru meðvitaðir um að þekking þarf að byggja á staðreyndum og aðgerðir eiga ekki að byggja á fordómum og fáfræði. Ísland og ljósið Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi ljós. Ég finn mikinn vilja í okkar upplýsta samfélagi til að vernda það með öllum tiltækum ráðum. Við fullorðna fólkið og börnin á heimilinu hlustum reglulega á hið fallega lokalag krakkaskaupsins 2024, Skínum skært. Börnin vita sínu viti. Er það mín heitasta ósk að þau sem nú eru börn fái að alast upp í samfélagi sem er mótað af virðingu fyrir fólki og vistkerfum, vísindalegri hugsun og upplýstum ákvörðunum. Vopnin Við hvað erum við að berjast og hvernig eigum við að verjast? Ég hef ekki fullkomið svar við þessari spurningu en það má kannski benda á hið augljósa. Í öllum löndum eru öfl sem vinna markvisst að því að skapa ótta og óvissu sem hægt er að nýta til að stýra samfélögum. Það er nánast fáránlegt hvað þetta er að virka vel í Bandaríkjunum. Samfélagsmiðlar og sumir fjölmiðlar sem byggja tilvist sína á æsifréttamennsku eru byssan. Byssukúlurnar eru upplýsingaóreiðan og lygarnar. Skotið er fast að góðum gildum og í viðkvæman jarðveginn er sáð fræjum ótta, óvissu og haturs svo hægt sé að stýra fólki, oft í átt að eigin eyðileggingu. Því miður er það svo að sannleikur og staðreyndir hafa orðið sífellt bitlausari í baráttu við upplýsingaóreiðu, skautun og æsifréttamenningu. Við þurfum að brýna baráttu okkar gegn þessari þróun með því að vera vel upplýst og tryggja góða menntun og gagnrýna hugsun. Við þurfum að vernda góð samfélagsleg gildi, vísindalega nálgun og tryggja að ekki sé grafið markvisst undan trausti á kerfum og stofnunum líkt og raungerst hefur í Bandaríkjunum. Við þurfum hugrekki til að vera leiðandi ljós. Sérstök hvatning til fjölmiðlafólks Fjölmiðar hafa veigamikið hlutverk við að draga úr upplýsingaóreiðu en þeir geta líka átt í hættu á að auka hana. Í nútímasamkeppni um athygli fólks er beitt ýmsum ráðum á borð við smellibeitur, krassandi fyrirsagnir sem segja oft lítið um innihald fréttarinnar. Má merkja minnkandi áherslur á sannleiksgildi frétta til að auka líkur á að einstaklingar gefi fréttinni gaum, jafnvel smellir við „líkar við“. Þótt fjölmiðlar eigi að veita öllum aðhald, ekki síst stjórnvöldum og stofnunum, er nauðsynlegt að umfjöllun sé bæði rétt og sanngjörn. Það er afar auðvelt fyrir fjölmiðla að ýta undir upplýsingaóreiðu og auka vantraust fólks á okkar samfélagslegu kerfi og stofnanir sem eru með það hlutverk að standa vörð um okkar samfélag. Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir fjórða valdið því þessum völdum fylgir mikil ábyrgð. Ég vil því senda sérstök hvatningarorð til fólks sem sinnir mikilvægum störfum við ólíka fjölmiðla. Ég vil hvetja ykkur sem starfið í fjölmiðlum til dáða í baráttu gegn upplýsingaóreiðu. Ég vil hvetja ykkur til öflugrar blaðamennsku og réttmætrar gagnrýni en forðast að beita hálfsannleik með það að markmiði að veiða athygli lesenda, oft á kostnað réttra upplýsinga. Ég vil hvetja ykkur til að halda í (eða næla í) góða vísindablaðamenn sem ég hef lært að meta mikils. Þið getið haft afgerandi áhrif til að halda ljósinu lifandi og lýsa okkur fram á veginn. Og, þótt fjölmiðlar hafi veigamikið hlutverk þá er ábyrgðin okkar allra og saman getum við gert Ísland að leiðandi ljósi í nútímaheimi. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun