Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar 4. mars 2025 13:02 Mikill áhugi en óvissa meðal norrænna sérfræðinga Um 63% félagsmanna Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) nota gervigreindina í störfum sínum og þá helst til að fá nýjar hugmyndir, við efnis- og textagerð og í skapandi vinnuferli. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar sem gerð var á meðal norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga og varpar ljósi á notkun, þróun og áskoranir sem gervigreindinni fylgja. Hlutfall þátttakenda í könnuninni var hæst meðal félagsmanna VFÍ sem endurspeglar mikinn áhuga á málefninu hér á landi. Niðurstöðurnar sýna að gervigreind er orðin hluti af vinnuumhverfi margra verkfræðinga og tæknifræðinga, en nokkur óvissa ríkir um áhrif og framtíðarmöguleika sem henni tengjast. Helstu niðurstöður norrænu könnunarinnar: 59% nota gervigreind í starfi. Helstu notkunarsviðin eru aðstoð við að fá nýjar hugmyndir, efnis- og textagerð og skapandi vinnuferli. 35% telja að gervigreind hafi aukið afkastagetu þeirra, en 45% eru óviss um hver áhrifin séu. Aðeins 6% telja að gervigreind hafi dregið úr starfsöryggi. Einungis 23% segja að vinnuveitandi þeirra hafi sett skýra stefnu og reglur um notkun gervigreindar. Það er því ljóst að marga skortir leiðbeiningar um ábyrga notkun. Einungis 8% telja sig hafa nægilega þjálfun og hæfni í notkun gervigreindar, sem undirstrikar þörfina fyrir frekari fræðslu. 36% hafa áhyggjur af hlutdrægni og mismunun í tengslum við gervigreind og 39% telja öryggi persónuupplýsinga ótryggt þegar gervigreind er notuð. Sérstaða Íslands Það er einungis í örfáum atriðum sem félagsmenn VFÍ skilja sig frá félögum sínum á Norðurlöndunum. Hlutfall félagsmanna VFÍ sem notar gervigreind í störfum sínum er sem fyrr segir 63% og því yfir fyrrnefndu meðaltali á Norðurlöndunum. Þá hafa 46% félagsmanna VFÍ áhyggjur af hlutdrægni og mismunum í gervigreindinni sem er það hæsta á Norðurlöndunum. Annars staðar mælist það á bilinu 22-36%. Skortur á þjálfun og stefnumótun er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar taka verkfræðingar og tæknifræðingar á Íslandi lítinn þátt í þróun gervigreindarverkfæra, þrátt fyrir að nota þau mikið. Spyrjum gervigreindina Hverjar eru þá helstu niðurstöður könnunarinnar, ef við spyrjum ChatGPT? Eins og gefur að skilja stóð ekki á svari: „Ísland stendur vel hvað varðar innleiðingu AI í verkfræðistörf en skortur á stefnumótun og þjálfun gæti hamlað þróuninni. Sérstaklega vekur athygli að áhyggjur af hlutdrægni í AI eru meiri hér en annars staðar á Norðurlöndum, sem gæti kallað á aukna umræðu og úrbætur.” Þörf á stefnumótun, fræðslu og ábyrgri innleiðingu Niðurstöður könnunarinnar sýna að gervigreind gegnir æ mikilvægara hlutverki í vinnuumhverfi tæknimenntaðra, en einnig að mikil þörf er fyrir stefnumótun, fræðslu og ábyrga innleiðingu til að tryggja sem best notagildi hennar. VFÍ hefur brugðist við vaxandi áhuga með því að bjóða upp á námskeið í ChatGPT. Greinilegt er að þörfin er mikil því fullt hefur verið á öll námskeiðin. Félagsmenn hafa ekki einungis áhuga á að nútímavæða vinnubrögð sín heldur einnig að skilja tæknina betur og nota hana á gagnrýninn og ábyrgan hátt. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Mikill áhugi en óvissa meðal norrænna sérfræðinga Um 63% félagsmanna Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) nota gervigreindina í störfum sínum og þá helst til að fá nýjar hugmyndir, við efnis- og textagerð og í skapandi vinnuferli. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar sem gerð var á meðal norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga og varpar ljósi á notkun, þróun og áskoranir sem gervigreindinni fylgja. Hlutfall þátttakenda í könnuninni var hæst meðal félagsmanna VFÍ sem endurspeglar mikinn áhuga á málefninu hér á landi. Niðurstöðurnar sýna að gervigreind er orðin hluti af vinnuumhverfi margra verkfræðinga og tæknifræðinga, en nokkur óvissa ríkir um áhrif og framtíðarmöguleika sem henni tengjast. Helstu niðurstöður norrænu könnunarinnar: 59% nota gervigreind í starfi. Helstu notkunarsviðin eru aðstoð við að fá nýjar hugmyndir, efnis- og textagerð og skapandi vinnuferli. 35% telja að gervigreind hafi aukið afkastagetu þeirra, en 45% eru óviss um hver áhrifin séu. Aðeins 6% telja að gervigreind hafi dregið úr starfsöryggi. Einungis 23% segja að vinnuveitandi þeirra hafi sett skýra stefnu og reglur um notkun gervigreindar. Það er því ljóst að marga skortir leiðbeiningar um ábyrga notkun. Einungis 8% telja sig hafa nægilega þjálfun og hæfni í notkun gervigreindar, sem undirstrikar þörfina fyrir frekari fræðslu. 36% hafa áhyggjur af hlutdrægni og mismunun í tengslum við gervigreind og 39% telja öryggi persónuupplýsinga ótryggt þegar gervigreind er notuð. Sérstaða Íslands Það er einungis í örfáum atriðum sem félagsmenn VFÍ skilja sig frá félögum sínum á Norðurlöndunum. Hlutfall félagsmanna VFÍ sem notar gervigreind í störfum sínum er sem fyrr segir 63% og því yfir fyrrnefndu meðaltali á Norðurlöndunum. Þá hafa 46% félagsmanna VFÍ áhyggjur af hlutdrægni og mismunum í gervigreindinni sem er það hæsta á Norðurlöndunum. Annars staðar mælist það á bilinu 22-36%. Skortur á þjálfun og stefnumótun er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar taka verkfræðingar og tæknifræðingar á Íslandi lítinn þátt í þróun gervigreindarverkfæra, þrátt fyrir að nota þau mikið. Spyrjum gervigreindina Hverjar eru þá helstu niðurstöður könnunarinnar, ef við spyrjum ChatGPT? Eins og gefur að skilja stóð ekki á svari: „Ísland stendur vel hvað varðar innleiðingu AI í verkfræðistörf en skortur á stefnumótun og þjálfun gæti hamlað þróuninni. Sérstaklega vekur athygli að áhyggjur af hlutdrægni í AI eru meiri hér en annars staðar á Norðurlöndum, sem gæti kallað á aukna umræðu og úrbætur.” Þörf á stefnumótun, fræðslu og ábyrgri innleiðingu Niðurstöður könnunarinnar sýna að gervigreind gegnir æ mikilvægara hlutverki í vinnuumhverfi tæknimenntaðra, en einnig að mikil þörf er fyrir stefnumótun, fræðslu og ábyrga innleiðingu til að tryggja sem best notagildi hennar. VFÍ hefur brugðist við vaxandi áhuga með því að bjóða upp á námskeið í ChatGPT. Greinilegt er að þörfin er mikil því fullt hefur verið á öll námskeiðin. Félagsmenn hafa ekki einungis áhuga á að nútímavæða vinnubrögð sín heldur einnig að skilja tæknina betur og nota hana á gagnrýninn og ábyrgan hátt. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun