Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar 4. mars 2025 13:02 Mikill áhugi en óvissa meðal norrænna sérfræðinga Um 63% félagsmanna Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) nota gervigreindina í störfum sínum og þá helst til að fá nýjar hugmyndir, við efnis- og textagerð og í skapandi vinnuferli. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar sem gerð var á meðal norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga og varpar ljósi á notkun, þróun og áskoranir sem gervigreindinni fylgja. Hlutfall þátttakenda í könnuninni var hæst meðal félagsmanna VFÍ sem endurspeglar mikinn áhuga á málefninu hér á landi. Niðurstöðurnar sýna að gervigreind er orðin hluti af vinnuumhverfi margra verkfræðinga og tæknifræðinga, en nokkur óvissa ríkir um áhrif og framtíðarmöguleika sem henni tengjast. Helstu niðurstöður norrænu könnunarinnar: 59% nota gervigreind í starfi. Helstu notkunarsviðin eru aðstoð við að fá nýjar hugmyndir, efnis- og textagerð og skapandi vinnuferli. 35% telja að gervigreind hafi aukið afkastagetu þeirra, en 45% eru óviss um hver áhrifin séu. Aðeins 6% telja að gervigreind hafi dregið úr starfsöryggi. Einungis 23% segja að vinnuveitandi þeirra hafi sett skýra stefnu og reglur um notkun gervigreindar. Það er því ljóst að marga skortir leiðbeiningar um ábyrga notkun. Einungis 8% telja sig hafa nægilega þjálfun og hæfni í notkun gervigreindar, sem undirstrikar þörfina fyrir frekari fræðslu. 36% hafa áhyggjur af hlutdrægni og mismunun í tengslum við gervigreind og 39% telja öryggi persónuupplýsinga ótryggt þegar gervigreind er notuð. Sérstaða Íslands Það er einungis í örfáum atriðum sem félagsmenn VFÍ skilja sig frá félögum sínum á Norðurlöndunum. Hlutfall félagsmanna VFÍ sem notar gervigreind í störfum sínum er sem fyrr segir 63% og því yfir fyrrnefndu meðaltali á Norðurlöndunum. Þá hafa 46% félagsmanna VFÍ áhyggjur af hlutdrægni og mismunum í gervigreindinni sem er það hæsta á Norðurlöndunum. Annars staðar mælist það á bilinu 22-36%. Skortur á þjálfun og stefnumótun er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar taka verkfræðingar og tæknifræðingar á Íslandi lítinn þátt í þróun gervigreindarverkfæra, þrátt fyrir að nota þau mikið. Spyrjum gervigreindina Hverjar eru þá helstu niðurstöður könnunarinnar, ef við spyrjum ChatGPT? Eins og gefur að skilja stóð ekki á svari: „Ísland stendur vel hvað varðar innleiðingu AI í verkfræðistörf en skortur á stefnumótun og þjálfun gæti hamlað þróuninni. Sérstaklega vekur athygli að áhyggjur af hlutdrægni í AI eru meiri hér en annars staðar á Norðurlöndum, sem gæti kallað á aukna umræðu og úrbætur.” Þörf á stefnumótun, fræðslu og ábyrgri innleiðingu Niðurstöður könnunarinnar sýna að gervigreind gegnir æ mikilvægara hlutverki í vinnuumhverfi tæknimenntaðra, en einnig að mikil þörf er fyrir stefnumótun, fræðslu og ábyrga innleiðingu til að tryggja sem best notagildi hennar. VFÍ hefur brugðist við vaxandi áhuga með því að bjóða upp á námskeið í ChatGPT. Greinilegt er að þörfin er mikil því fullt hefur verið á öll námskeiðin. Félagsmenn hafa ekki einungis áhuga á að nútímavæða vinnubrögð sín heldur einnig að skilja tæknina betur og nota hana á gagnrýninn og ábyrgan hátt. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Mikill áhugi en óvissa meðal norrænna sérfræðinga Um 63% félagsmanna Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) nota gervigreindina í störfum sínum og þá helst til að fá nýjar hugmyndir, við efnis- og textagerð og í skapandi vinnuferli. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar sem gerð var á meðal norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga og varpar ljósi á notkun, þróun og áskoranir sem gervigreindinni fylgja. Hlutfall þátttakenda í könnuninni var hæst meðal félagsmanna VFÍ sem endurspeglar mikinn áhuga á málefninu hér á landi. Niðurstöðurnar sýna að gervigreind er orðin hluti af vinnuumhverfi margra verkfræðinga og tæknifræðinga, en nokkur óvissa ríkir um áhrif og framtíðarmöguleika sem henni tengjast. Helstu niðurstöður norrænu könnunarinnar: 59% nota gervigreind í starfi. Helstu notkunarsviðin eru aðstoð við að fá nýjar hugmyndir, efnis- og textagerð og skapandi vinnuferli. 35% telja að gervigreind hafi aukið afkastagetu þeirra, en 45% eru óviss um hver áhrifin séu. Aðeins 6% telja að gervigreind hafi dregið úr starfsöryggi. Einungis 23% segja að vinnuveitandi þeirra hafi sett skýra stefnu og reglur um notkun gervigreindar. Það er því ljóst að marga skortir leiðbeiningar um ábyrga notkun. Einungis 8% telja sig hafa nægilega þjálfun og hæfni í notkun gervigreindar, sem undirstrikar þörfina fyrir frekari fræðslu. 36% hafa áhyggjur af hlutdrægni og mismunun í tengslum við gervigreind og 39% telja öryggi persónuupplýsinga ótryggt þegar gervigreind er notuð. Sérstaða Íslands Það er einungis í örfáum atriðum sem félagsmenn VFÍ skilja sig frá félögum sínum á Norðurlöndunum. Hlutfall félagsmanna VFÍ sem notar gervigreind í störfum sínum er sem fyrr segir 63% og því yfir fyrrnefndu meðaltali á Norðurlöndunum. Þá hafa 46% félagsmanna VFÍ áhyggjur af hlutdrægni og mismunum í gervigreindinni sem er það hæsta á Norðurlöndunum. Annars staðar mælist það á bilinu 22-36%. Skortur á þjálfun og stefnumótun er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar taka verkfræðingar og tæknifræðingar á Íslandi lítinn þátt í þróun gervigreindarverkfæra, þrátt fyrir að nota þau mikið. Spyrjum gervigreindina Hverjar eru þá helstu niðurstöður könnunarinnar, ef við spyrjum ChatGPT? Eins og gefur að skilja stóð ekki á svari: „Ísland stendur vel hvað varðar innleiðingu AI í verkfræðistörf en skortur á stefnumótun og þjálfun gæti hamlað þróuninni. Sérstaklega vekur athygli að áhyggjur af hlutdrægni í AI eru meiri hér en annars staðar á Norðurlöndum, sem gæti kallað á aukna umræðu og úrbætur.” Þörf á stefnumótun, fræðslu og ábyrgri innleiðingu Niðurstöður könnunarinnar sýna að gervigreind gegnir æ mikilvægara hlutverki í vinnuumhverfi tæknimenntaðra, en einnig að mikil þörf er fyrir stefnumótun, fræðslu og ábyrga innleiðingu til að tryggja sem best notagildi hennar. VFÍ hefur brugðist við vaxandi áhuga með því að bjóða upp á námskeið í ChatGPT. Greinilegt er að þörfin er mikil því fullt hefur verið á öll námskeiðin. Félagsmenn hafa ekki einungis áhuga á að nútímavæða vinnubrögð sín heldur einnig að skilja tæknina betur og nota hana á gagnrýninn og ábyrgan hátt. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun