GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2025 10:01 Pavel Ermolinskij bíður spenntur eftir því að sjá Álftanes og Tindastól í kvöld, í fyrsta leik eftir landsleikjahléið. Stöð 2 Sport Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon segja ljóst að blóðug barátta taki nú við á öllum vígstöðvum í Bónus-deild karla í körfubolta, í síðustu umferðunum fram að sjálfri úrslitakeppninni. Þeir lýsa leik Álftaness og Tindastóls í kvöld. Leikurinn á Álftanesi, í fyrstu umferð eftir landsleikjahléið, verður hinn svokallaði GAZ-leikur kvöldsins og verður hann sýndur á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-bræðra má sjá hér að neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Álftanes - Tindastóll „Fyrir þessa pásu þá áttu Álftnesingar virkilega góðan mánuð. Þetta var langbesti mánuðurinn þeirra í vetur og eini raunverulega góði mánuðurinn þeirra, þar sem þeir spiluðu af fullri getu,“ segir Pavel og bætir við: „Maður býst við að þeir komi eins út núna, eða betri, en það væri synd og leiðinlegt að sjá ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta, og komi út úr þessari pásu með eitthvað þannig sjálfstraust. Manni líður eins og það sé einhver vinna eftir þarna.“ „Ég held að þeir átti sig á því en það voru rosaleg batamerki á liðinu þennan mánuð, samanborið við þegar þeir spiluðu við sömu lið fyrr á tímabilinu. Þeir unnu líka þá en það voru allt tæpir leikir á meðan að núna var þetta mjög sannfærandi. Svo spiluðu þeir við Grindavík án síns sterkasta manns í vetur, Justin James sem hefur leitt þennan breytingarfasa hjá liðinu, en þeir náðu samt að harka út sigur. En þeir hljóta að átta sig á því að það vantar ekkert svakalega mikið upp á til að þeir geri sig gildandi sem eitthvað vesen fyrir stóru liðin í þessari deild,“ segir Helgi. Allt annað dæmi ef Tindastóll á heimaleikjarétt Núna bíður Álftaness hins vegar risastórt próf gegn efsta liði deildarinnar. „Þeir eru búnir að vera besta lið deildarinnar í vetur en það eru fjórir leikir eftir og þeir eru með Stjörnuna við hliðina á sér. Það verður að vera alveg skýrt hversu ótrúlega mikilvægur deildarmeistaratitill er fyrir Tindastóll. Það er gulls ígildi fyrir þá að tryggja sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina,“ segir Pavel og bætir við: „Þeir eiga eftir krefjandi leiki og hafa engan tíma til að koma sér aftur af stað. Þetta þarf að byrja strax.“ „Hjá Stjörnunni snýst þetta um að Tindastóll fái ekki heimavallarrétt. Þetta er allt annar leikur ef að Stólarnir eru með heimavallarréttinn út úrslitakeppnina,“ segir Helgi en Tindastóll hangir fyrir ofan Stjörnuna vegna innbyrðis úrslita, þó að bæði lið hafi safnað 28 stigum. Álftanes er í 5. sæti með 18 stig en þó aðeins tveimur stigum frá 10. sæti deildarinnar, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Allir leikir kvöldsins verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD. Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Leikurinn á Álftanesi, í fyrstu umferð eftir landsleikjahléið, verður hinn svokallaði GAZ-leikur kvöldsins og verður hann sýndur á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-bræðra má sjá hér að neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Álftanes - Tindastóll „Fyrir þessa pásu þá áttu Álftnesingar virkilega góðan mánuð. Þetta var langbesti mánuðurinn þeirra í vetur og eini raunverulega góði mánuðurinn þeirra, þar sem þeir spiluðu af fullri getu,“ segir Pavel og bætir við: „Maður býst við að þeir komi eins út núna, eða betri, en það væri synd og leiðinlegt að sjá ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta, og komi út úr þessari pásu með eitthvað þannig sjálfstraust. Manni líður eins og það sé einhver vinna eftir þarna.“ „Ég held að þeir átti sig á því en það voru rosaleg batamerki á liðinu þennan mánuð, samanborið við þegar þeir spiluðu við sömu lið fyrr á tímabilinu. Þeir unnu líka þá en það voru allt tæpir leikir á meðan að núna var þetta mjög sannfærandi. Svo spiluðu þeir við Grindavík án síns sterkasta manns í vetur, Justin James sem hefur leitt þennan breytingarfasa hjá liðinu, en þeir náðu samt að harka út sigur. En þeir hljóta að átta sig á því að það vantar ekkert svakalega mikið upp á til að þeir geri sig gildandi sem eitthvað vesen fyrir stóru liðin í þessari deild,“ segir Helgi. Allt annað dæmi ef Tindastóll á heimaleikjarétt Núna bíður Álftaness hins vegar risastórt próf gegn efsta liði deildarinnar. „Þeir eru búnir að vera besta lið deildarinnar í vetur en það eru fjórir leikir eftir og þeir eru með Stjörnuna við hliðina á sér. Það verður að vera alveg skýrt hversu ótrúlega mikilvægur deildarmeistaratitill er fyrir Tindastóll. Það er gulls ígildi fyrir þá að tryggja sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina,“ segir Pavel og bætir við: „Þeir eiga eftir krefjandi leiki og hafa engan tíma til að koma sér aftur af stað. Þetta þarf að byrja strax.“ „Hjá Stjörnunni snýst þetta um að Tindastóll fái ekki heimavallarrétt. Þetta er allt annar leikur ef að Stólarnir eru með heimavallarréttinn út úrslitakeppnina,“ segir Helgi en Tindastóll hangir fyrir ofan Stjörnuna vegna innbyrðis úrslita, þó að bæði lið hafi safnað 28 stigum. Álftanes er í 5. sæti með 18 stig en þó aðeins tveimur stigum frá 10. sæti deildarinnar, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Allir leikir kvöldsins verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira