GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2025 10:01 Pavel Ermolinskij bíður spenntur eftir því að sjá Álftanes og Tindastól í kvöld, í fyrsta leik eftir landsleikjahléið. Stöð 2 Sport Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon segja ljóst að blóðug barátta taki nú við á öllum vígstöðvum í Bónus-deild karla í körfubolta, í síðustu umferðunum fram að sjálfri úrslitakeppninni. Þeir lýsa leik Álftaness og Tindastóls í kvöld. Leikurinn á Álftanesi, í fyrstu umferð eftir landsleikjahléið, verður hinn svokallaði GAZ-leikur kvöldsins og verður hann sýndur á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-bræðra má sjá hér að neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Álftanes - Tindastóll „Fyrir þessa pásu þá áttu Álftnesingar virkilega góðan mánuð. Þetta var langbesti mánuðurinn þeirra í vetur og eini raunverulega góði mánuðurinn þeirra, þar sem þeir spiluðu af fullri getu,“ segir Pavel og bætir við: „Maður býst við að þeir komi eins út núna, eða betri, en það væri synd og leiðinlegt að sjá ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta, og komi út úr þessari pásu með eitthvað þannig sjálfstraust. Manni líður eins og það sé einhver vinna eftir þarna.“ „Ég held að þeir átti sig á því en það voru rosaleg batamerki á liðinu þennan mánuð, samanborið við þegar þeir spiluðu við sömu lið fyrr á tímabilinu. Þeir unnu líka þá en það voru allt tæpir leikir á meðan að núna var þetta mjög sannfærandi. Svo spiluðu þeir við Grindavík án síns sterkasta manns í vetur, Justin James sem hefur leitt þennan breytingarfasa hjá liðinu, en þeir náðu samt að harka út sigur. En þeir hljóta að átta sig á því að það vantar ekkert svakalega mikið upp á til að þeir geri sig gildandi sem eitthvað vesen fyrir stóru liðin í þessari deild,“ segir Helgi. Allt annað dæmi ef Tindastóll á heimaleikjarétt Núna bíður Álftaness hins vegar risastórt próf gegn efsta liði deildarinnar. „Þeir eru búnir að vera besta lið deildarinnar í vetur en það eru fjórir leikir eftir og þeir eru með Stjörnuna við hliðina á sér. Það verður að vera alveg skýrt hversu ótrúlega mikilvægur deildarmeistaratitill er fyrir Tindastóll. Það er gulls ígildi fyrir þá að tryggja sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina,“ segir Pavel og bætir við: „Þeir eiga eftir krefjandi leiki og hafa engan tíma til að koma sér aftur af stað. Þetta þarf að byrja strax.“ „Hjá Stjörnunni snýst þetta um að Tindastóll fái ekki heimavallarrétt. Þetta er allt annar leikur ef að Stólarnir eru með heimavallarréttinn út úrslitakeppnina,“ segir Helgi en Tindastóll hangir fyrir ofan Stjörnuna vegna innbyrðis úrslita, þó að bæði lið hafi safnað 28 stigum. Álftanes er í 5. sæti með 18 stig en þó aðeins tveimur stigum frá 10. sæti deildarinnar, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Allir leikir kvöldsins verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD. Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Leikurinn á Álftanesi, í fyrstu umferð eftir landsleikjahléið, verður hinn svokallaði GAZ-leikur kvöldsins og verður hann sýndur á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-bræðra má sjá hér að neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Álftanes - Tindastóll „Fyrir þessa pásu þá áttu Álftnesingar virkilega góðan mánuð. Þetta var langbesti mánuðurinn þeirra í vetur og eini raunverulega góði mánuðurinn þeirra, þar sem þeir spiluðu af fullri getu,“ segir Pavel og bætir við: „Maður býst við að þeir komi eins út núna, eða betri, en það væri synd og leiðinlegt að sjá ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta, og komi út úr þessari pásu með eitthvað þannig sjálfstraust. Manni líður eins og það sé einhver vinna eftir þarna.“ „Ég held að þeir átti sig á því en það voru rosaleg batamerki á liðinu þennan mánuð, samanborið við þegar þeir spiluðu við sömu lið fyrr á tímabilinu. Þeir unnu líka þá en það voru allt tæpir leikir á meðan að núna var þetta mjög sannfærandi. Svo spiluðu þeir við Grindavík án síns sterkasta manns í vetur, Justin James sem hefur leitt þennan breytingarfasa hjá liðinu, en þeir náðu samt að harka út sigur. En þeir hljóta að átta sig á því að það vantar ekkert svakalega mikið upp á til að þeir geri sig gildandi sem eitthvað vesen fyrir stóru liðin í þessari deild,“ segir Helgi. Allt annað dæmi ef Tindastóll á heimaleikjarétt Núna bíður Álftaness hins vegar risastórt próf gegn efsta liði deildarinnar. „Þeir eru búnir að vera besta lið deildarinnar í vetur en það eru fjórir leikir eftir og þeir eru með Stjörnuna við hliðina á sér. Það verður að vera alveg skýrt hversu ótrúlega mikilvægur deildarmeistaratitill er fyrir Tindastóll. Það er gulls ígildi fyrir þá að tryggja sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina,“ segir Pavel og bætir við: „Þeir eiga eftir krefjandi leiki og hafa engan tíma til að koma sér aftur af stað. Þetta þarf að byrja strax.“ „Hjá Stjörnunni snýst þetta um að Tindastóll fái ekki heimavallarrétt. Þetta er allt annar leikur ef að Stólarnir eru með heimavallarréttinn út úrslitakeppnina,“ segir Helgi en Tindastóll hangir fyrir ofan Stjörnuna vegna innbyrðis úrslita, þó að bæði lið hafi safnað 28 stigum. Álftanes er í 5. sæti með 18 stig en þó aðeins tveimur stigum frá 10. sæti deildarinnar, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Allir leikir kvöldsins verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira