Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir og Bragi Reynir Sæmundsson skrifa 23. febrúar 2025 16:01 Ég tel mig alltaf hafa borið virðingu fyrir kennurum og er þakklát öllum þeim kennurum sem hafa mótað mig og mitt líf en ég gerði mér þó ekki fullkomlega grein fyrir virði kennara fyrr en ég varð foreldri barna í leik- og grunnskóla. Þá fyrst áttaði ég mig á því hversu ómetanlegt það er að vita af börnum mínum í höndum frábærra kennara. Takk Aðalþing Ég man að rétt fyrir jólin þegar ég var að keyra frá leikskóla dóttur minnar, Aðalþingi, hugsaði ég „takk Aðalþing“. Ég keyrði frá leikskólanum uppfull þakklætis yfir því hversu góður staður þetta væri sem dóttir okkar fengi að verja dögum sínum á. Staður sem ætti stóran hlut í því að móta litlu dömuna okkar í þann magnaða einstakling sem hún er og verður. Þegar við mætum er oft dempuð birta, hlýleg ljós, klassísk tónlist, rólegheit og faglegt starfsfólk sem eru sérfræðingar í uppeldisfræðum og kennslu. Starfsfólk sem brennur fyrir starfi sínu og skilar því aldeilis til litlu konunnar okkar. Alla daga, allt árið. Öruggt umhverfi sem er úthugsað með alls kyns aðferðum til að laða fram þroska, áhuga, forvitni, sköpun og öfluga einstaklinga. Þegar dóttir okkar var í aðlögun fundum við foreldrar barnanna þetta strax og vorum sammála að þarna liði okkur þannig að við gætum næstum því farið á fyrsta degi og treyst starfsfólkinu fyrir því allra verðmætasta í lífinu og það hefur svo sannarlega staðist. Takk Sigga, Oddný, Hörður, Brynja og þið öll á Aðalþingi! Takk Vatnsendaskóli Ég man líka þegar ein af umsjónarkennurum sonarins hringdi í mig fyrir jólin þar sem sonur minn var ekki kominn inn í bekkinn sem er ólíkt honum. Sem betur fer hafði ekkert gerst, drengurinn einungis byrjað daginn á öðrum stað í skólanum fyrir smá misskilning. Ég man hvað við vorum þakklát fyrir að finna hversu vakandi þær væru fyrir að allir ungarnir þeirra væru mættir, brygðust strax við og hversu mikilvægt er að bregðast við ef eitthvað hefði gerst því þá geta mínútur skipt máli. Við upplifðum hversu vel öryggi sonar okkar væri sinnt í Vatnsendaskóla og ég hugsaði „takk Elsa“. Þetta var aðeins eitt af mörgum símtölum og samskiptum sem við foreldrarnir höfum átt við umsjónarkennara sonarins þar sem þær eru að upplýsa um eitthvað, ræða málin og allt með því sjónarmiði að tryggja sem allra best hans þroska og velferð í skólanum. Umhyggjan og sönn væntumþykja fyrir syni okkar er augljós. Að sama skapi höfum við alltaf upplifað að sérþörfum hans sé mætt mjög faglega og eins vel og mögulegt er. Aldrei hikað við að leggja aukalega á sig, hugsa út frá þörfum hans og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja sem best að litli maðurinn okkar vaxi og dafni sem sá magnaði einstaklingur sem hann er og verður. Mikið lagt á sig til að laða fram styrkleika hans og smám saman byggja upp þar sem veikleikar hans liggja. Við myndum helst vilja að þær gætu kennt honum upp í háskóla. Takk Elsa, Íris, Svandís, Magga og þið öll í Vatnsendaskóla! Að lokum, áskorun til foreldra og stjórnvalda Af hverju að skrifa þennan pistil? Jú vegna þess að aðbúnaður barnanna hefur verið framúrskarandi. Þau eru í frábærum skólum með frábæra kennara. Það verður seint metið til fjár það sem faglegir og góðir kennarar skilja eftir gagnvart því langverðmætasta sem hvert og eitt okkar á sem eru börnin okkar. Á sama tíma er í okkar huga ekkert starf sem skapar eins mikil verðmæti og starf kennara því þeir, ásamt okkur foreldrum, eiga yfirleitt mestan þátt í því að byggja upp framtíðina. Allt veltur á því að þar séu byggðir upp einstaklingar sem hafa fengið að vaxa, dafna og þrífast í að verða besta útgáfan af sér. Það er stoð alls annars í okkar samfélagslega heilbrigði og arðsemin af því stjarnfræðileg. Þess vegna viljum við okkar allra besta fólk inn í skólana. Fagfólk sem brennur fyrir því að kenna, fólk sem eru frábærar fyrirmyndir og öruggir klettar fyrir börnin okkar. Nú er tími til kominn að standa með kennurum, sýna störfum þeirra virðingu í verki og lyfta starfi þeirra aftur upp á það plan sem það svo sannarlega hefur verið á í mannskynssögunni. Tími til kominn að endurhugsa það hvernig virði starfa í okkar samfélagi er út frá þeim verðmætum sem hvert starf skapar. Stokkum upp spilin! Gæti verið að slík breyting á verðmætamati myndi mögulega leysa fleiri vandamál eins og það að vel metin kennarastörf myndu gera fólki sem brennur fyrir skólunum og kennslu kleift að starfa við sína hugsjón og vilja vera í því starfi til frambúðar. Þannig þyrfti til dæmis ekki að fara í vanhugsaðar aðgerðir eins og að ráða tímabundið foreldra sem vinna við allt annað inn í leikskóla til að tryggja barni sínu pláss eða vera með ómannaða skóla. Takk kennarar, við styðjum ykkur og hvetjum fleiri foreldra til að láta sömuleiðis í sér heyra. Höfundar eru sálfræðingar og foreldrar barna á leikskólanum Aðalþingi og Vatnsendaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Leikskólar Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Skoðun Skoðun 1.maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég tel mig alltaf hafa borið virðingu fyrir kennurum og er þakklát öllum þeim kennurum sem hafa mótað mig og mitt líf en ég gerði mér þó ekki fullkomlega grein fyrir virði kennara fyrr en ég varð foreldri barna í leik- og grunnskóla. Þá fyrst áttaði ég mig á því hversu ómetanlegt það er að vita af börnum mínum í höndum frábærra kennara. Takk Aðalþing Ég man að rétt fyrir jólin þegar ég var að keyra frá leikskóla dóttur minnar, Aðalþingi, hugsaði ég „takk Aðalþing“. Ég keyrði frá leikskólanum uppfull þakklætis yfir því hversu góður staður þetta væri sem dóttir okkar fengi að verja dögum sínum á. Staður sem ætti stóran hlut í því að móta litlu dömuna okkar í þann magnaða einstakling sem hún er og verður. Þegar við mætum er oft dempuð birta, hlýleg ljós, klassísk tónlist, rólegheit og faglegt starfsfólk sem eru sérfræðingar í uppeldisfræðum og kennslu. Starfsfólk sem brennur fyrir starfi sínu og skilar því aldeilis til litlu konunnar okkar. Alla daga, allt árið. Öruggt umhverfi sem er úthugsað með alls kyns aðferðum til að laða fram þroska, áhuga, forvitni, sköpun og öfluga einstaklinga. Þegar dóttir okkar var í aðlögun fundum við foreldrar barnanna þetta strax og vorum sammála að þarna liði okkur þannig að við gætum næstum því farið á fyrsta degi og treyst starfsfólkinu fyrir því allra verðmætasta í lífinu og það hefur svo sannarlega staðist. Takk Sigga, Oddný, Hörður, Brynja og þið öll á Aðalþingi! Takk Vatnsendaskóli Ég man líka þegar ein af umsjónarkennurum sonarins hringdi í mig fyrir jólin þar sem sonur minn var ekki kominn inn í bekkinn sem er ólíkt honum. Sem betur fer hafði ekkert gerst, drengurinn einungis byrjað daginn á öðrum stað í skólanum fyrir smá misskilning. Ég man hvað við vorum þakklát fyrir að finna hversu vakandi þær væru fyrir að allir ungarnir þeirra væru mættir, brygðust strax við og hversu mikilvægt er að bregðast við ef eitthvað hefði gerst því þá geta mínútur skipt máli. Við upplifðum hversu vel öryggi sonar okkar væri sinnt í Vatnsendaskóla og ég hugsaði „takk Elsa“. Þetta var aðeins eitt af mörgum símtölum og samskiptum sem við foreldrarnir höfum átt við umsjónarkennara sonarins þar sem þær eru að upplýsa um eitthvað, ræða málin og allt með því sjónarmiði að tryggja sem allra best hans þroska og velferð í skólanum. Umhyggjan og sönn væntumþykja fyrir syni okkar er augljós. Að sama skapi höfum við alltaf upplifað að sérþörfum hans sé mætt mjög faglega og eins vel og mögulegt er. Aldrei hikað við að leggja aukalega á sig, hugsa út frá þörfum hans og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja sem best að litli maðurinn okkar vaxi og dafni sem sá magnaði einstaklingur sem hann er og verður. Mikið lagt á sig til að laða fram styrkleika hans og smám saman byggja upp þar sem veikleikar hans liggja. Við myndum helst vilja að þær gætu kennt honum upp í háskóla. Takk Elsa, Íris, Svandís, Magga og þið öll í Vatnsendaskóla! Að lokum, áskorun til foreldra og stjórnvalda Af hverju að skrifa þennan pistil? Jú vegna þess að aðbúnaður barnanna hefur verið framúrskarandi. Þau eru í frábærum skólum með frábæra kennara. Það verður seint metið til fjár það sem faglegir og góðir kennarar skilja eftir gagnvart því langverðmætasta sem hvert og eitt okkar á sem eru börnin okkar. Á sama tíma er í okkar huga ekkert starf sem skapar eins mikil verðmæti og starf kennara því þeir, ásamt okkur foreldrum, eiga yfirleitt mestan þátt í því að byggja upp framtíðina. Allt veltur á því að þar séu byggðir upp einstaklingar sem hafa fengið að vaxa, dafna og þrífast í að verða besta útgáfan af sér. Það er stoð alls annars í okkar samfélagslega heilbrigði og arðsemin af því stjarnfræðileg. Þess vegna viljum við okkar allra besta fólk inn í skólana. Fagfólk sem brennur fyrir því að kenna, fólk sem eru frábærar fyrirmyndir og öruggir klettar fyrir börnin okkar. Nú er tími til kominn að standa með kennurum, sýna störfum þeirra virðingu í verki og lyfta starfi þeirra aftur upp á það plan sem það svo sannarlega hefur verið á í mannskynssögunni. Tími til kominn að endurhugsa það hvernig virði starfa í okkar samfélagi er út frá þeim verðmætum sem hvert starf skapar. Stokkum upp spilin! Gæti verið að slík breyting á verðmætamati myndi mögulega leysa fleiri vandamál eins og það að vel metin kennarastörf myndu gera fólki sem brennur fyrir skólunum og kennslu kleift að starfa við sína hugsjón og vilja vera í því starfi til frambúðar. Þannig þyrfti til dæmis ekki að fara í vanhugsaðar aðgerðir eins og að ráða tímabundið foreldra sem vinna við allt annað inn í leikskóla til að tryggja barni sínu pláss eða vera með ómannaða skóla. Takk kennarar, við styðjum ykkur og hvetjum fleiri foreldra til að láta sömuleiðis í sér heyra. Höfundar eru sálfræðingar og foreldrar barna á leikskólanum Aðalþingi og Vatnsendaskóla
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun