„Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Siggeir Ævarsson skrifar 18. febrúar 2025 20:46 Þorleifur Ólafsson var ekki ánægður með gæðin á leiknum í kvöld en sáttur með stigin tvö Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, talaði hreint út þegar hann var spurður um frammistöðu sinna kvenna þegar liðið lagði Stjörnuna í Bónus-deild kvenna í kvöld í Garðabænum, 62-66. „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði. Bæði lið komust einhvern veginn aldrei í takt. Baráttusigur og vilji. Alls ekki ánægður með sóknarleikinn. Varnarleikurinn fínn á köflum, lögðum upp með annað en ánægður með að þegar við breyttum þá lagaðist það. Þessi tvö stig sem eru okkur mjög mikilvæg er það sem ég tek út úr þessu.“ En það eru kannski mikilvægustu sigrarnir, sem tekst að kreista út þrátt fyrir að frammistaðan sé ekki upp á marga fiska? „Klárlega. Óli er örugglega ekkert sáttur með þeirra frammistöðu heldur. Þetta var einhvern veginn eins og bæði lið væru að byrja tímabilið, ekki að búa okkur undir lokin. Þannig að við þurfum að rífa okkur almennilega í gang.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir, miðherji Grindavíkur, lenti í bullandi villuvandræðum í kvöld og það virtist riðla leik liðsins töluvert á báðum endum vallarins þegar hún þurfti að setjast á bekkinn með fjórar villur í upphafi þriðja leikhluta. „Já, já. Klárlega. En svo missa þær náttúrulega sinn Kana út í villuvandræðum líka. En þetta er alveg rétt hjá þér, Isabella er okkur mikilvæg, varnar- og sóknarlega, og komst aldrei í takt við leikinn. En kláraði þetta virkilega vel.“ Þorleifur er þarna að vísa í varið skot sem Isabella átti í lokin, en það var engu líkara en hún hefði ekki hugmynd um að hún væri á fjórum villum, miðað við ákafann í því atviki og af hversu miklum krafti hún spilaði síðasta leikhlutann. „Hún þarf heldur ekkert að blokka svona fast sko. Það voru nokkur skipti sem ég pikkaði í hana eða kallaði að hún væri með fjórar. Þá hægði hún svona alveg smekklega á sér. En sem betur fer þá hékk hún inni og frábært blokk í lokin.“ Grindavík er komið með tvo sigra í röð og nú er það bara áfram gakk eins þeir Ólafssynir segja svo gjarnan í viðtölum. „Áfram gakk jú. Maður þarf að fara að búa sig undir að fikra sig upp þessa blessuðu töflu því við höfum ekkert verið mjög ofarlega í henni í vetur.“ Var ekki einmitt planið að vinna rest? „Vinna rest, jú það er planið!“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
„Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði. Bæði lið komust einhvern veginn aldrei í takt. Baráttusigur og vilji. Alls ekki ánægður með sóknarleikinn. Varnarleikurinn fínn á köflum, lögðum upp með annað en ánægður með að þegar við breyttum þá lagaðist það. Þessi tvö stig sem eru okkur mjög mikilvæg er það sem ég tek út úr þessu.“ En það eru kannski mikilvægustu sigrarnir, sem tekst að kreista út þrátt fyrir að frammistaðan sé ekki upp á marga fiska? „Klárlega. Óli er örugglega ekkert sáttur með þeirra frammistöðu heldur. Þetta var einhvern veginn eins og bæði lið væru að byrja tímabilið, ekki að búa okkur undir lokin. Þannig að við þurfum að rífa okkur almennilega í gang.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir, miðherji Grindavíkur, lenti í bullandi villuvandræðum í kvöld og það virtist riðla leik liðsins töluvert á báðum endum vallarins þegar hún þurfti að setjast á bekkinn með fjórar villur í upphafi þriðja leikhluta. „Já, já. Klárlega. En svo missa þær náttúrulega sinn Kana út í villuvandræðum líka. En þetta er alveg rétt hjá þér, Isabella er okkur mikilvæg, varnar- og sóknarlega, og komst aldrei í takt við leikinn. En kláraði þetta virkilega vel.“ Þorleifur er þarna að vísa í varið skot sem Isabella átti í lokin, en það var engu líkara en hún hefði ekki hugmynd um að hún væri á fjórum villum, miðað við ákafann í því atviki og af hversu miklum krafti hún spilaði síðasta leikhlutann. „Hún þarf heldur ekkert að blokka svona fast sko. Það voru nokkur skipti sem ég pikkaði í hana eða kallaði að hún væri með fjórar. Þá hægði hún svona alveg smekklega á sér. En sem betur fer þá hékk hún inni og frábært blokk í lokin.“ Grindavík er komið með tvo sigra í röð og nú er það bara áfram gakk eins þeir Ólafssynir segja svo gjarnan í viðtölum. „Áfram gakk jú. Maður þarf að fara að búa sig undir að fikra sig upp þessa blessuðu töflu því við höfum ekkert verið mjög ofarlega í henni í vetur.“ Var ekki einmitt planið að vinna rest? „Vinna rest, jú það er planið!“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira