„Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Siggeir Ævarsson skrifar 18. febrúar 2025 20:46 Þorleifur Ólafsson var ekki ánægður með gæðin á leiknum í kvöld en sáttur með stigin tvö Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, talaði hreint út þegar hann var spurður um frammistöðu sinna kvenna þegar liðið lagði Stjörnuna í Bónus-deild kvenna í kvöld í Garðabænum, 62-66. „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði. Bæði lið komust einhvern veginn aldrei í takt. Baráttusigur og vilji. Alls ekki ánægður með sóknarleikinn. Varnarleikurinn fínn á köflum, lögðum upp með annað en ánægður með að þegar við breyttum þá lagaðist það. Þessi tvö stig sem eru okkur mjög mikilvæg er það sem ég tek út úr þessu.“ En það eru kannski mikilvægustu sigrarnir, sem tekst að kreista út þrátt fyrir að frammistaðan sé ekki upp á marga fiska? „Klárlega. Óli er örugglega ekkert sáttur með þeirra frammistöðu heldur. Þetta var einhvern veginn eins og bæði lið væru að byrja tímabilið, ekki að búa okkur undir lokin. Þannig að við þurfum að rífa okkur almennilega í gang.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir, miðherji Grindavíkur, lenti í bullandi villuvandræðum í kvöld og það virtist riðla leik liðsins töluvert á báðum endum vallarins þegar hún þurfti að setjast á bekkinn með fjórar villur í upphafi þriðja leikhluta. „Já, já. Klárlega. En svo missa þær náttúrulega sinn Kana út í villuvandræðum líka. En þetta er alveg rétt hjá þér, Isabella er okkur mikilvæg, varnar- og sóknarlega, og komst aldrei í takt við leikinn. En kláraði þetta virkilega vel.“ Þorleifur er þarna að vísa í varið skot sem Isabella átti í lokin, en það var engu líkara en hún hefði ekki hugmynd um að hún væri á fjórum villum, miðað við ákafann í því atviki og af hversu miklum krafti hún spilaði síðasta leikhlutann. „Hún þarf heldur ekkert að blokka svona fast sko. Það voru nokkur skipti sem ég pikkaði í hana eða kallaði að hún væri með fjórar. Þá hægði hún svona alveg smekklega á sér. En sem betur fer þá hékk hún inni og frábært blokk í lokin.“ Grindavík er komið með tvo sigra í röð og nú er það bara áfram gakk eins þeir Ólafssynir segja svo gjarnan í viðtölum. „Áfram gakk jú. Maður þarf að fara að búa sig undir að fikra sig upp þessa blessuðu töflu því við höfum ekkert verið mjög ofarlega í henni í vetur.“ Var ekki einmitt planið að vinna rest? „Vinna rest, jú það er planið!“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum eftir stærsta tap sögunnar Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
„Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði. Bæði lið komust einhvern veginn aldrei í takt. Baráttusigur og vilji. Alls ekki ánægður með sóknarleikinn. Varnarleikurinn fínn á köflum, lögðum upp með annað en ánægður með að þegar við breyttum þá lagaðist það. Þessi tvö stig sem eru okkur mjög mikilvæg er það sem ég tek út úr þessu.“ En það eru kannski mikilvægustu sigrarnir, sem tekst að kreista út þrátt fyrir að frammistaðan sé ekki upp á marga fiska? „Klárlega. Óli er örugglega ekkert sáttur með þeirra frammistöðu heldur. Þetta var einhvern veginn eins og bæði lið væru að byrja tímabilið, ekki að búa okkur undir lokin. Þannig að við þurfum að rífa okkur almennilega í gang.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir, miðherji Grindavíkur, lenti í bullandi villuvandræðum í kvöld og það virtist riðla leik liðsins töluvert á báðum endum vallarins þegar hún þurfti að setjast á bekkinn með fjórar villur í upphafi þriðja leikhluta. „Já, já. Klárlega. En svo missa þær náttúrulega sinn Kana út í villuvandræðum líka. En þetta er alveg rétt hjá þér, Isabella er okkur mikilvæg, varnar- og sóknarlega, og komst aldrei í takt við leikinn. En kláraði þetta virkilega vel.“ Þorleifur er þarna að vísa í varið skot sem Isabella átti í lokin, en það var engu líkara en hún hefði ekki hugmynd um að hún væri á fjórum villum, miðað við ákafann í því atviki og af hversu miklum krafti hún spilaði síðasta leikhlutann. „Hún þarf heldur ekkert að blokka svona fast sko. Það voru nokkur skipti sem ég pikkaði í hana eða kallaði að hún væri með fjórar. Þá hægði hún svona alveg smekklega á sér. En sem betur fer þá hékk hún inni og frábært blokk í lokin.“ Grindavík er komið með tvo sigra í röð og nú er það bara áfram gakk eins þeir Ólafssynir segja svo gjarnan í viðtölum. „Áfram gakk jú. Maður þarf að fara að búa sig undir að fikra sig upp þessa blessuðu töflu því við höfum ekkert verið mjög ofarlega í henni í vetur.“ Var ekki einmitt planið að vinna rest? „Vinna rest, jú það er planið!“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum eftir stærsta tap sögunnar Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira