Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. febrúar 2025 14:14 Russell Brand hefur orðið sífellt hægrisinnaðri á undanförnum árum og var hann til að mynda viðstaddur Landsfund Repúblíkana í fyrra. Getty Breska leikaranum Russell Brand hefur verið stefnt vegna meintrar kynferðislegrar áreitni í fyrstu stefnunni á hendur honum í Bretlandi. Hinum 49 ára Brand var stefnt fyrir Hæstarétt Lundúna þann 6. febrúar síðastliðinn. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um málsóknina. Reuters greinir frá. Lögmenn stefnanda neituðu að tjá sig við fjölmiðla og fulltrúar Brand hafa heldur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Brand hefur þegar verið stefnt í Bandaríkjunum af konu sem sagði hann hafa brotið á sér árið 2010. Þar áður höfðu fjórar breskar konur stigið fram í september 2023 og sökuðu Brand um kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, frá 2006 til 2013. Þá var leikarinn kærður til lögreglu nokkrum dögum síðar fyrir kynferðisbrot sem hann á að hafa framið árið 2003. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi aldrei stundað kynlíf án samþykkis annarra. Russell Brand gat sér fyrst gott orð sem uppistandari og grínisti áður en hann færði sig yfir í kvikmyndaleik með myndum á borð við Forgetting Sarah Marshall, Get Him to the Greek og Despicable Me. Á síðustu árum hefur hann fært sig meira yfir í hlutverk samfélagsrýnis og Youtube-ara. Brand var giftur bandarísku poppsöngkonunni Katy Perry frá 2010 til 2012 og hefur verið giftur skoska bloggaranum Laura Gallacher. Mál Russell Brand Kynferðisofbeldi Bretland Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Fleiri fréttir D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Sjá meira
Hinum 49 ára Brand var stefnt fyrir Hæstarétt Lundúna þann 6. febrúar síðastliðinn. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um málsóknina. Reuters greinir frá. Lögmenn stefnanda neituðu að tjá sig við fjölmiðla og fulltrúar Brand hafa heldur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Brand hefur þegar verið stefnt í Bandaríkjunum af konu sem sagði hann hafa brotið á sér árið 2010. Þar áður höfðu fjórar breskar konur stigið fram í september 2023 og sökuðu Brand um kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, frá 2006 til 2013. Þá var leikarinn kærður til lögreglu nokkrum dögum síðar fyrir kynferðisbrot sem hann á að hafa framið árið 2003. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi aldrei stundað kynlíf án samþykkis annarra. Russell Brand gat sér fyrst gott orð sem uppistandari og grínisti áður en hann færði sig yfir í kvikmyndaleik með myndum á borð við Forgetting Sarah Marshall, Get Him to the Greek og Despicable Me. Á síðustu árum hefur hann fært sig meira yfir í hlutverk samfélagsrýnis og Youtube-ara. Brand var giftur bandarísku poppsöngkonunni Katy Perry frá 2010 til 2012 og hefur verið giftur skoska bloggaranum Laura Gallacher.
Mál Russell Brand Kynferðisofbeldi Bretland Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Fleiri fréttir D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Sjá meira