Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Aron Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 09:00 Sigurður Ingimundarsson er mættur aftur í þjálfun og tekin við bæði karla- og kvennaliði Keflavíkur Vísir/Einar Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. Nú er Sigurður orðinn þjálfari bæði kvenna- og karlaliðs félagsins sem hafa bæði verið í brasi. Það var fyrr á tímabilinu sem Sigurður var fenginn inn til að taka við kvennaliði Keflavíkur og hefur það nú unnið alla þrjá leiki sína undir hans stjórn. Mætt í toppbaráttu og framundan stórslagur gegn toppliði Hauka um komandi helgi. Í síðustu viku var Sigurður síðan ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur út tímabilið. Liðið er í basli í 10.sæti deildarinnar og á hættu á að komast ekki í úrslitakeppni. Sigurður mun því stýra báðum liðum út yfirstandandi tímabil hið minnsta. Fyrsta þjálfarastarfið síðan árið 2016 en Sigurður hefur engu gleymt. „Ég trúi ekki að það sé svona langt síðan en það hlýtur að vera,“ Segir Sigurður. „Ég var aldrei hættur í alvöru og hef stundum verið ansi nálægt því að koma til baka en einhvern veginn ekki fundið það rétta þar til núna. Óvænt.“ Og það rétta er náttúrulega bara félagið þitt. Keflavík. „Það er ástæðan fyrir því að ég kom til baka.“ Fyrsta skipti stressaður á ævinni Er þetta enn sami gamli körfuboltinn og þegar að þú varst síðast að þjálfa árið 2016? Eða hefurðu þurft að breyta þinni nálgun í þjálfun? „Það eru náttúrulega alls konar skoðanir á því hvort að körfuboltinn sé mikið breyttur eða ekki. Ég held að menn ráði því hvað þeim finnst um það. Þegar að ég er að þjálfa vil ég bara ákveðinn körfubolta. Hann verður spilaður hjá mér.“ En hvernig var fyrir þig að mæta aftur inn í þetta umhverfi? Inn á æfingar og í leiki eftir nokkur ár frá boltanum. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá leist mér ekkert rosalega vel á þetta og var svona næstum því, í fyrsta skipti á ævinni, stressaður. En frá fyrstu æfingu var eins og ég hefði aldrei farið. Þetta er ótrúlega skrítið. Bara kom strax. Þannig að þú upplifðir bara sömu gömlu tilfinningarnar? „Já og fyrir mér er körfubolti alltaf bara körfubolti.“ Keflavíkurhrokinn á undanhaldi? Keflvísk lið Sigurðar hafa jafnan verið sigursæl en það er ekki síður Keflavíkurhrokinn sem hefur einkennt þau lið, hroki sem hefur dofnað yfir einhvern tíma núna. „Sumir kalla þetta Keflavíkurhroka en ég er sammála þeim sem ræða það og segja sum einkenni sem hafa verið hér síðustu mjög mörg ár og einkennt Keflavíkur lið, bæði karla og kvenna, hafi dofnað. Eitt af hlutverkum okkar er að koma þeim aftur svolítið sterkar inn, hægt og rólega.“ Hér hafa menn yfirleitt spilað fyrir félagið sitt og gert það af eins miklum krafti og þeir geta og því fylgir eitt og annað sem við værum til í að sjá meira af.“ Sami maður og rúmlega það Tæpur áratugur frá hringiðu körfuboltans í þjálfarastarfinu og í Gazinu. Körfuboltahlaðvarpi í umsjón fyrrverandi lærisveina Sigurðar í landsliðinu, þeirra Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar var því velt upp hvort það væri of langur tími liðinn frá því að Sigurður Ingimundar hefði verið sá Sigurður Ingimundar sem þeir þekktu, sá sem sparkaði upp hurðinni og keyrði menn í gang. „Pavel og Helgi eru skemmtilegir og miklir snillingar. En hvort ég sé sami maður. Já og bara rúmlega það. Það er bara þannig.“ „Er bara í manni, fer aldrei“ En gæti hann haldið áfram í starfi fram yfir yfirstandandi tímabil? „Maður á aldrei að segja aldrei en pælingin er ekki þannig í dag. Við reynum bara að fara eins langt og við getum á þessu tímabili, svo verður staðan tekin. En mér finnst ógeðslega gaman og geggjað að vera kominn aftur í þetta. Ég er spenntur og kátur. Það er eitthvað.“ Hvað er það við körfuboltann sem dregur þig að? „Ég veit það ekki. Þetta er bara í manni. Fer aldrei. Ég er viss um að margir sem eru búnir að sitja lengi hjá og ekki enn farnir að taka þátt. Það er eitthvað sem kallar í þá. Við eigum örugglega eftir að sjá fleiri koma til baka.“ Ég skynja hjá þér að þjálfarinn í þér, löngunin að fara meir í þjálfun er enn til staðar? „Það er til staðar og hefur aldrei farið. Jafnvel er ég bara verri ef eitthvað.“ Keflavík ÍF Bónus-deild kvenna Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira
Nú er Sigurður orðinn þjálfari bæði kvenna- og karlaliðs félagsins sem hafa bæði verið í brasi. Það var fyrr á tímabilinu sem Sigurður var fenginn inn til að taka við kvennaliði Keflavíkur og hefur það nú unnið alla þrjá leiki sína undir hans stjórn. Mætt í toppbaráttu og framundan stórslagur gegn toppliði Hauka um komandi helgi. Í síðustu viku var Sigurður síðan ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur út tímabilið. Liðið er í basli í 10.sæti deildarinnar og á hættu á að komast ekki í úrslitakeppni. Sigurður mun því stýra báðum liðum út yfirstandandi tímabil hið minnsta. Fyrsta þjálfarastarfið síðan árið 2016 en Sigurður hefur engu gleymt. „Ég trúi ekki að það sé svona langt síðan en það hlýtur að vera,“ Segir Sigurður. „Ég var aldrei hættur í alvöru og hef stundum verið ansi nálægt því að koma til baka en einhvern veginn ekki fundið það rétta þar til núna. Óvænt.“ Og það rétta er náttúrulega bara félagið þitt. Keflavík. „Það er ástæðan fyrir því að ég kom til baka.“ Fyrsta skipti stressaður á ævinni Er þetta enn sami gamli körfuboltinn og þegar að þú varst síðast að þjálfa árið 2016? Eða hefurðu þurft að breyta þinni nálgun í þjálfun? „Það eru náttúrulega alls konar skoðanir á því hvort að körfuboltinn sé mikið breyttur eða ekki. Ég held að menn ráði því hvað þeim finnst um það. Þegar að ég er að þjálfa vil ég bara ákveðinn körfubolta. Hann verður spilaður hjá mér.“ En hvernig var fyrir þig að mæta aftur inn í þetta umhverfi? Inn á æfingar og í leiki eftir nokkur ár frá boltanum. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá leist mér ekkert rosalega vel á þetta og var svona næstum því, í fyrsta skipti á ævinni, stressaður. En frá fyrstu æfingu var eins og ég hefði aldrei farið. Þetta er ótrúlega skrítið. Bara kom strax. Þannig að þú upplifðir bara sömu gömlu tilfinningarnar? „Já og fyrir mér er körfubolti alltaf bara körfubolti.“ Keflavíkurhrokinn á undanhaldi? Keflvísk lið Sigurðar hafa jafnan verið sigursæl en það er ekki síður Keflavíkurhrokinn sem hefur einkennt þau lið, hroki sem hefur dofnað yfir einhvern tíma núna. „Sumir kalla þetta Keflavíkurhroka en ég er sammála þeim sem ræða það og segja sum einkenni sem hafa verið hér síðustu mjög mörg ár og einkennt Keflavíkur lið, bæði karla og kvenna, hafi dofnað. Eitt af hlutverkum okkar er að koma þeim aftur svolítið sterkar inn, hægt og rólega.“ Hér hafa menn yfirleitt spilað fyrir félagið sitt og gert það af eins miklum krafti og þeir geta og því fylgir eitt og annað sem við værum til í að sjá meira af.“ Sami maður og rúmlega það Tæpur áratugur frá hringiðu körfuboltans í þjálfarastarfinu og í Gazinu. Körfuboltahlaðvarpi í umsjón fyrrverandi lærisveina Sigurðar í landsliðinu, þeirra Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar var því velt upp hvort það væri of langur tími liðinn frá því að Sigurður Ingimundar hefði verið sá Sigurður Ingimundar sem þeir þekktu, sá sem sparkaði upp hurðinni og keyrði menn í gang. „Pavel og Helgi eru skemmtilegir og miklir snillingar. En hvort ég sé sami maður. Já og bara rúmlega það. Það er bara þannig.“ „Er bara í manni, fer aldrei“ En gæti hann haldið áfram í starfi fram yfir yfirstandandi tímabil? „Maður á aldrei að segja aldrei en pælingin er ekki þannig í dag. Við reynum bara að fara eins langt og við getum á þessu tímabili, svo verður staðan tekin. En mér finnst ógeðslega gaman og geggjað að vera kominn aftur í þetta. Ég er spenntur og kátur. Það er eitthvað.“ Hvað er það við körfuboltann sem dregur þig að? „Ég veit það ekki. Þetta er bara í manni. Fer aldrei. Ég er viss um að margir sem eru búnir að sitja lengi hjá og ekki enn farnir að taka þátt. Það er eitthvað sem kallar í þá. Við eigum örugglega eftir að sjá fleiri koma til baka.“ Ég skynja hjá þér að þjálfarinn í þér, löngunin að fara meir í þjálfun er enn til staðar? „Það er til staðar og hefur aldrei farið. Jafnvel er ég bara verri ef eitthvað.“
Keflavík ÍF Bónus-deild kvenna Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira