„Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 15:32 Sigurðar Ingimundarson á ærið verk fyrir höndum við að rétta af gengi Keflavíkur áður en það verður um seinan. vísir/Diego Strákarnir í GAZinu ræða í nýjasta þætti sínum um endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar og áhrif hans á lið Keflavíkur sem valdið hefur svo miklum vonbrigðum í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Þá velta þeir fyrir sér hvort að hinn magnaði Remy Martin gæti snúið aftur með Keflavík á næstunni. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru að vanda yfir víðan völl en beindu sjónum sínum sérstaklega að Keflavík sem er aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, eftir tap gegn ÍR í síðasta leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði Keflavík í þeim leik, eftir að Pétur Ingvarsson hætti fyrir viku, en nú hefur Sigurður, sem unnið hefur fjölda Íslandsmeistaratitla þó að nokkuð sé liðið síðan síðast, tekið við stjórnartaumunum. Vesenið á Keflvíkingum er orðið það mikið að KR-ingurinn Helgi vonast til þess að þeim takist einhvern veginn að rétta úr kútnum en Sigurður þarf þá að vinna hratt því aðeins fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni. „Okkar Siggi Ingimundar, sem við þekkjum, gamli landsliðs Siggi Ingimundar, það er maður sem einmitt labbar inn, sparkar upp hurðinni og keyrir menn í gang. Heldurðu að það sé að fara að ganga? Er of mikill tími liðinn frá því að Siggi Ingimundar var Siggi Ingimundar, til að hann geti núna labbað inn og gert þetta?“ spurði Pavel í GAZinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um Keflavík hefst eftir rúmar 14 mínútur. „Þú ert ekki að ganga inn í klefa með sterkan, íslenskan kjarna sem þekkir til Sigga. Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið,“ benti Helgi á og bætti við: „Ég ímynda mér að stjórn Keflavíkur hafi bara fengið nóg af því hvernig menn bera sig inni á vellinum. Keflvíkingar eiga ekki að vera litlir inni á vellinum, ég tala nú ekki um í Keflavík og gegn liði sem þeir „ættu“ að vinna. Menn voru ragir, kraftlitlir og að vorkenna sér. Stjórn Keflavíkur hefur bara sagt „stopp hér“. Menn gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki að fara að verða Íslandsmeistarar en fjandinn hafi það, það þarf að berja eitthvað Keflavíkurlegt í þetta lið. „Svona eigið þið að spila sem Keflvíkingar.“ Ég held að Siggi Ingimundar sé tilvalinn í það.“ Gæti Remy Martin snúið aftur? Um leið og Sigurður kemur nú inn sem nýr þjálfari Keflavíkur þá hefur félagið losað sig við Jarell Reischel og Marek Dolezaj. GAZ-bræður veltu svo vöngum yfir því hvort að Keflavík myndi mögulega geta teflt hinum magnaða Remy Martin fram áður en þessi leiktíð er á enda. Hann hefur verið frá keppni síðan hann sleit hásin með því að renna til á auglýsingu á gólfinu í Smáranum í lok apríl á síðasta ári. „Þetta eru 9-12 mánaða meiðsli og hann er skráður í Keflavík. Ég ímynda mér að þeir þurfi bara að borga eitthvað gjald og þá megi hann spila. Myndir þú [taka Remy inn í liðið]?“ spurði Helgi og Pavel var fljótur til svars: „Ég myndi skoða það mjög alvarlega já. Þó það séu ekki nema 15 mínútur af Remy á annarri löpp. Geturðu hlaupið upp og niður í korter til tuttugu mínútur í leik? Komdu!“ Hér að ofan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru að vanda yfir víðan völl en beindu sjónum sínum sérstaklega að Keflavík sem er aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, eftir tap gegn ÍR í síðasta leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði Keflavík í þeim leik, eftir að Pétur Ingvarsson hætti fyrir viku, en nú hefur Sigurður, sem unnið hefur fjölda Íslandsmeistaratitla þó að nokkuð sé liðið síðan síðast, tekið við stjórnartaumunum. Vesenið á Keflvíkingum er orðið það mikið að KR-ingurinn Helgi vonast til þess að þeim takist einhvern veginn að rétta úr kútnum en Sigurður þarf þá að vinna hratt því aðeins fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni. „Okkar Siggi Ingimundar, sem við þekkjum, gamli landsliðs Siggi Ingimundar, það er maður sem einmitt labbar inn, sparkar upp hurðinni og keyrir menn í gang. Heldurðu að það sé að fara að ganga? Er of mikill tími liðinn frá því að Siggi Ingimundar var Siggi Ingimundar, til að hann geti núna labbað inn og gert þetta?“ spurði Pavel í GAZinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um Keflavík hefst eftir rúmar 14 mínútur. „Þú ert ekki að ganga inn í klefa með sterkan, íslenskan kjarna sem þekkir til Sigga. Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið,“ benti Helgi á og bætti við: „Ég ímynda mér að stjórn Keflavíkur hafi bara fengið nóg af því hvernig menn bera sig inni á vellinum. Keflvíkingar eiga ekki að vera litlir inni á vellinum, ég tala nú ekki um í Keflavík og gegn liði sem þeir „ættu“ að vinna. Menn voru ragir, kraftlitlir og að vorkenna sér. Stjórn Keflavíkur hefur bara sagt „stopp hér“. Menn gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki að fara að verða Íslandsmeistarar en fjandinn hafi það, það þarf að berja eitthvað Keflavíkurlegt í þetta lið. „Svona eigið þið að spila sem Keflvíkingar.“ Ég held að Siggi Ingimundar sé tilvalinn í það.“ Gæti Remy Martin snúið aftur? Um leið og Sigurður kemur nú inn sem nýr þjálfari Keflavíkur þá hefur félagið losað sig við Jarell Reischel og Marek Dolezaj. GAZ-bræður veltu svo vöngum yfir því hvort að Keflavík myndi mögulega geta teflt hinum magnaða Remy Martin fram áður en þessi leiktíð er á enda. Hann hefur verið frá keppni síðan hann sleit hásin með því að renna til á auglýsingu á gólfinu í Smáranum í lok apríl á síðasta ári. „Þetta eru 9-12 mánaða meiðsli og hann er skráður í Keflavík. Ég ímynda mér að þeir þurfi bara að borga eitthvað gjald og þá megi hann spila. Myndir þú [taka Remy inn í liðið]?“ spurði Helgi og Pavel var fljótur til svars: „Ég myndi skoða það mjög alvarlega já. Þó það séu ekki nema 15 mínútur af Remy á annarri löpp. Geturðu hlaupið upp og niður í korter til tuttugu mínútur í leik? Komdu!“ Hér að ofan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira