„Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 15:32 Sigurðar Ingimundarson á ærið verk fyrir höndum við að rétta af gengi Keflavíkur áður en það verður um seinan. vísir/Diego Strákarnir í GAZinu ræða í nýjasta þætti sínum um endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar og áhrif hans á lið Keflavíkur sem valdið hefur svo miklum vonbrigðum í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Þá velta þeir fyrir sér hvort að hinn magnaði Remy Martin gæti snúið aftur með Keflavík á næstunni. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru að vanda yfir víðan völl en beindu sjónum sínum sérstaklega að Keflavík sem er aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, eftir tap gegn ÍR í síðasta leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði Keflavík í þeim leik, eftir að Pétur Ingvarsson hætti fyrir viku, en nú hefur Sigurður, sem unnið hefur fjölda Íslandsmeistaratitla þó að nokkuð sé liðið síðan síðast, tekið við stjórnartaumunum. Vesenið á Keflvíkingum er orðið það mikið að KR-ingurinn Helgi vonast til þess að þeim takist einhvern veginn að rétta úr kútnum en Sigurður þarf þá að vinna hratt því aðeins fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni. „Okkar Siggi Ingimundar, sem við þekkjum, gamli landsliðs Siggi Ingimundar, það er maður sem einmitt labbar inn, sparkar upp hurðinni og keyrir menn í gang. Heldurðu að það sé að fara að ganga? Er of mikill tími liðinn frá því að Siggi Ingimundar var Siggi Ingimundar, til að hann geti núna labbað inn og gert þetta?“ spurði Pavel í GAZinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um Keflavík hefst eftir rúmar 14 mínútur. „Þú ert ekki að ganga inn í klefa með sterkan, íslenskan kjarna sem þekkir til Sigga. Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið,“ benti Helgi á og bætti við: „Ég ímynda mér að stjórn Keflavíkur hafi bara fengið nóg af því hvernig menn bera sig inni á vellinum. Keflvíkingar eiga ekki að vera litlir inni á vellinum, ég tala nú ekki um í Keflavík og gegn liði sem þeir „ættu“ að vinna. Menn voru ragir, kraftlitlir og að vorkenna sér. Stjórn Keflavíkur hefur bara sagt „stopp hér“. Menn gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki að fara að verða Íslandsmeistarar en fjandinn hafi það, það þarf að berja eitthvað Keflavíkurlegt í þetta lið. „Svona eigið þið að spila sem Keflvíkingar.“ Ég held að Siggi Ingimundar sé tilvalinn í það.“ Gæti Remy Martin snúið aftur? Um leið og Sigurður kemur nú inn sem nýr þjálfari Keflavíkur þá hefur félagið losað sig við Jarell Reischel og Marek Dolezaj. GAZ-bræður veltu svo vöngum yfir því hvort að Keflavík myndi mögulega geta teflt hinum magnaða Remy Martin fram áður en þessi leiktíð er á enda. Hann hefur verið frá keppni síðan hann sleit hásin með því að renna til á auglýsingu á gólfinu í Smáranum í lok apríl á síðasta ári. „Þetta eru 9-12 mánaða meiðsli og hann er skráður í Keflavík. Ég ímynda mér að þeir þurfi bara að borga eitthvað gjald og þá megi hann spila. Myndir þú [taka Remy inn í liðið]?“ spurði Helgi og Pavel var fljótur til svars: „Ég myndi skoða það mjög alvarlega já. Þó það séu ekki nema 15 mínútur af Remy á annarri löpp. Geturðu hlaupið upp og niður í korter til tuttugu mínútur í leik? Komdu!“ Hér að ofan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Sex breytingar á byrjunarliðinu Fótbolti Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti Gunnar tapaði á stigum Sport Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Fleiri fréttir Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru að vanda yfir víðan völl en beindu sjónum sínum sérstaklega að Keflavík sem er aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, eftir tap gegn ÍR í síðasta leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði Keflavík í þeim leik, eftir að Pétur Ingvarsson hætti fyrir viku, en nú hefur Sigurður, sem unnið hefur fjölda Íslandsmeistaratitla þó að nokkuð sé liðið síðan síðast, tekið við stjórnartaumunum. Vesenið á Keflvíkingum er orðið það mikið að KR-ingurinn Helgi vonast til þess að þeim takist einhvern veginn að rétta úr kútnum en Sigurður þarf þá að vinna hratt því aðeins fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni. „Okkar Siggi Ingimundar, sem við þekkjum, gamli landsliðs Siggi Ingimundar, það er maður sem einmitt labbar inn, sparkar upp hurðinni og keyrir menn í gang. Heldurðu að það sé að fara að ganga? Er of mikill tími liðinn frá því að Siggi Ingimundar var Siggi Ingimundar, til að hann geti núna labbað inn og gert þetta?“ spurði Pavel í GAZinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um Keflavík hefst eftir rúmar 14 mínútur. „Þú ert ekki að ganga inn í klefa með sterkan, íslenskan kjarna sem þekkir til Sigga. Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið,“ benti Helgi á og bætti við: „Ég ímynda mér að stjórn Keflavíkur hafi bara fengið nóg af því hvernig menn bera sig inni á vellinum. Keflvíkingar eiga ekki að vera litlir inni á vellinum, ég tala nú ekki um í Keflavík og gegn liði sem þeir „ættu“ að vinna. Menn voru ragir, kraftlitlir og að vorkenna sér. Stjórn Keflavíkur hefur bara sagt „stopp hér“. Menn gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki að fara að verða Íslandsmeistarar en fjandinn hafi það, það þarf að berja eitthvað Keflavíkurlegt í þetta lið. „Svona eigið þið að spila sem Keflvíkingar.“ Ég held að Siggi Ingimundar sé tilvalinn í það.“ Gæti Remy Martin snúið aftur? Um leið og Sigurður kemur nú inn sem nýr þjálfari Keflavíkur þá hefur félagið losað sig við Jarell Reischel og Marek Dolezaj. GAZ-bræður veltu svo vöngum yfir því hvort að Keflavík myndi mögulega geta teflt hinum magnaða Remy Martin fram áður en þessi leiktíð er á enda. Hann hefur verið frá keppni síðan hann sleit hásin með því að renna til á auglýsingu á gólfinu í Smáranum í lok apríl á síðasta ári. „Þetta eru 9-12 mánaða meiðsli og hann er skráður í Keflavík. Ég ímynda mér að þeir þurfi bara að borga eitthvað gjald og þá megi hann spila. Myndir þú [taka Remy inn í liðið]?“ spurði Helgi og Pavel var fljótur til svars: „Ég myndi skoða það mjög alvarlega já. Þó það séu ekki nema 15 mínútur af Remy á annarri löpp. Geturðu hlaupið upp og niður í korter til tuttugu mínútur í leik? Komdu!“ Hér að ofan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Sex breytingar á byrjunarliðinu Fótbolti Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti Gunnar tapaði á stigum Sport Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Fleiri fréttir Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit