Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 11. febrúar 2025 10:32 Brimbrettaiðkendur sitja í vegi fyrir vinnuvélum sem ætla sér að eyðileggja sérstaka öldu sem hentar frábærlega til brimbrettaiðkunar. Félagið hefur farið fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar vegna kæru á framkvæmdina. En hvers virði getur ströndin og aldan verið? Vistkerfi stranda gegna margvíslegu hlutverki sem við mögulega áttum okkur ekki á. Þar sem þau eru búsvæði alls kyns smádýra, þangs og skelfiska sem eru óneitanlegur hlekkur í hringrás lífsins. Þá færa hafstraumar og öldugangur næringarefni og viðhalda þannig hringrás sem hefur viðhaldist um ár og aldir. Þó þessi staður sé lítill hluti af strandlínunni þá hafa ströndum heimsins einmitt verið raskað á þennan hátt, smá í einu. Einungis 15% stranda í heiminum eru enn ósnortnar. En Skipulagsstofnun telur ekki ástæðu til þess að framkvæmdin fari í umhverfismat þrátt fyrir að rask á vistkerfunum sé verulegt og varanlegt. Þessa ákvörðun stofnunarinnar hefur Brimbrettafélagið kært. Samt á að vaða áfram og framkvæma áður en niðurstaða fæst í það mál. Aðalatriðið í þessu máli er mannlegi þátturinn. Náttúran veitir okkur ekki einungis þjónustu í hringrás næringarefna, hreinsun vatns, að halda niðri plágum o.s.frv. Náttúran veitir okkur einnig yndi. Því það eru fullt af stöðum sem við viljum vernda, ekki vegna vistkerfisþjónustu þeirra, heldur vegna þess að við njótum þess að fara þangað. Engum dettur í hug að skella landfyllingu við drangana í Reynisfjöru enda kemur fólk orðið alls staðar að til þess að heimsækja þann stað. Brimbrettaíþróttin er vaxandi íþrótt á Íslandi og þar eru gífurleg tækifæri til að byggja upp innlenda starfsemi þar sem fólk nýtur náttúrunnar. Aldan í Þorlákshöfn er ekki bara talin einstök á landsvísu heldur á heimsvísu til æfinga í brimbrettaíþróttinni. Það getur laðað að íþróttafólk víða að, eða gert það að verkum að Íslendingar vinna ólympíuverðlaun í brimbrettaþrautinni. Allt er mögulegt! Það fólk sem iðkar íþróttina á það þá sameiginlegt að hafa átt upplifanir í íslenskri náttúru. Það bendir allt sífellt meir til þess að aðgangur að náttúru sé mikilvægur fyrir heilsu okkar, ekki síður en aðgangur að hreinu vatni og næring. Ein alda getur verið vettvangur til að kynnast náttúrunni og gefið af sér tækifæri í ferðaþjónustu. Ein alda getur líka verið gífurlega dýrmæt fyrir samfélag og það er augljóst, öllum þeim sem málið skoða, að þessi alda er mikilvæg fyrir brimbrettasamfélagið á Íslandi. “Þetta er eins og barnið okkar” segir í myndbandi frá félaginu. En sveitarfélagið velur að gera landfyllingu til þess að hýsa gáma. Sem jafnvel hefur verið bent á að hægt væri að gera með öðrum hætti. Tilgangsleysið er hrópandi en tækifærin einnig. Ég vona innilega að sveitastjórnin velji almenna skynsemi og nái að miðla málum þannig að allir verði sáttir. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Umhverfismál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Brimbrettaiðkendur sitja í vegi fyrir vinnuvélum sem ætla sér að eyðileggja sérstaka öldu sem hentar frábærlega til brimbrettaiðkunar. Félagið hefur farið fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar vegna kæru á framkvæmdina. En hvers virði getur ströndin og aldan verið? Vistkerfi stranda gegna margvíslegu hlutverki sem við mögulega áttum okkur ekki á. Þar sem þau eru búsvæði alls kyns smádýra, þangs og skelfiska sem eru óneitanlegur hlekkur í hringrás lífsins. Þá færa hafstraumar og öldugangur næringarefni og viðhalda þannig hringrás sem hefur viðhaldist um ár og aldir. Þó þessi staður sé lítill hluti af strandlínunni þá hafa ströndum heimsins einmitt verið raskað á þennan hátt, smá í einu. Einungis 15% stranda í heiminum eru enn ósnortnar. En Skipulagsstofnun telur ekki ástæðu til þess að framkvæmdin fari í umhverfismat þrátt fyrir að rask á vistkerfunum sé verulegt og varanlegt. Þessa ákvörðun stofnunarinnar hefur Brimbrettafélagið kært. Samt á að vaða áfram og framkvæma áður en niðurstaða fæst í það mál. Aðalatriðið í þessu máli er mannlegi þátturinn. Náttúran veitir okkur ekki einungis þjónustu í hringrás næringarefna, hreinsun vatns, að halda niðri plágum o.s.frv. Náttúran veitir okkur einnig yndi. Því það eru fullt af stöðum sem við viljum vernda, ekki vegna vistkerfisþjónustu þeirra, heldur vegna þess að við njótum þess að fara þangað. Engum dettur í hug að skella landfyllingu við drangana í Reynisfjöru enda kemur fólk orðið alls staðar að til þess að heimsækja þann stað. Brimbrettaíþróttin er vaxandi íþrótt á Íslandi og þar eru gífurleg tækifæri til að byggja upp innlenda starfsemi þar sem fólk nýtur náttúrunnar. Aldan í Þorlákshöfn er ekki bara talin einstök á landsvísu heldur á heimsvísu til æfinga í brimbrettaíþróttinni. Það getur laðað að íþróttafólk víða að, eða gert það að verkum að Íslendingar vinna ólympíuverðlaun í brimbrettaþrautinni. Allt er mögulegt! Það fólk sem iðkar íþróttina á það þá sameiginlegt að hafa átt upplifanir í íslenskri náttúru. Það bendir allt sífellt meir til þess að aðgangur að náttúru sé mikilvægur fyrir heilsu okkar, ekki síður en aðgangur að hreinu vatni og næring. Ein alda getur verið vettvangur til að kynnast náttúrunni og gefið af sér tækifæri í ferðaþjónustu. Ein alda getur líka verið gífurlega dýrmæt fyrir samfélag og það er augljóst, öllum þeim sem málið skoða, að þessi alda er mikilvæg fyrir brimbrettasamfélagið á Íslandi. “Þetta er eins og barnið okkar” segir í myndbandi frá félaginu. En sveitarfélagið velur að gera landfyllingu til þess að hýsa gáma. Sem jafnvel hefur verið bent á að hægt væri að gera með öðrum hætti. Tilgangsleysið er hrópandi en tækifærin einnig. Ég vona innilega að sveitastjórnin velji almenna skynsemi og nái að miðla málum þannig að allir verði sáttir. Höfundur er formaður Landverndar.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun