Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Aron Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2025 13:32 Alfreð Gíslason og hans menn eru úr leik á HM. Getty/Soeren Stache Forseti þýska handknattleikssambandsins hefur tekið allan vafa varðandi framtíð Alfreðs Gíslasonar í starfi landsliðsþjálfara þýska karlalandsliðsins. Alfreð er þeirra maður. Þýskaland endaði í 6.sæti á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í handbolta og spruttu fram einhverjar gagnrýnisraddir eftir að örlög liðsins á mótinu urðu ljós, einhverjir sem töldu árangurinn ekki góðan og fóru af stað umræður um framtíð Alfreðs í starfi. Ekki er langt síðan að samningur Íslendingsins í starfi var framlengdur og sömuleiðis er ekki langt síðan að þýska landsliðið vann til verðlauna undir hans stjórn, silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Í samtali við Bild í Þýskalandi tók Andreas Michelmann, forseti þýska handknattleikssambandsins, af allan vafa varðandi framtíð Alfreðs í starfi. „Við ákváðum á síðasta ári að framlengja samning okkar við Alfreð fram yfir Heimsmeistaramótið 2027. Á þeim tíma var það bundið því skilyrði að við myndum tryggja okkur sæti á Ólympíuleikunum sem og við gerðum og það rækilega. Liðið vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum og var það fram úr okkar markmiðum. Það er engin ástæða fyrir þýska handknattleikssambandið að breyta einu eða neinu í samningi Alfreðs.“ „Við erum ekki í Prúðuleikurunum. Ef allar helstu handboltaþjóðir heims færu í þjálfarabreytingar eftir að hafa ekki unnið til verðlauna þá væri þetta algjör hringekja.“ Forráðamenn þýska handknattleikssambandsins beri fullt traust til Alfreðs. Þýskaland verður á heimavelli á næsta heimsmeistaramóti árið 2027 og að öllu óbreyttu verður það Alfreð sem stýrir liðinu þar. Þýski handboltinn Íslendingar erlendis Handbolti Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Þýskaland endaði í 6.sæti á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í handbolta og spruttu fram einhverjar gagnrýnisraddir eftir að örlög liðsins á mótinu urðu ljós, einhverjir sem töldu árangurinn ekki góðan og fóru af stað umræður um framtíð Alfreðs í starfi. Ekki er langt síðan að samningur Íslendingsins í starfi var framlengdur og sömuleiðis er ekki langt síðan að þýska landsliðið vann til verðlauna undir hans stjórn, silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Í samtali við Bild í Þýskalandi tók Andreas Michelmann, forseti þýska handknattleikssambandsins, af allan vafa varðandi framtíð Alfreðs í starfi. „Við ákváðum á síðasta ári að framlengja samning okkar við Alfreð fram yfir Heimsmeistaramótið 2027. Á þeim tíma var það bundið því skilyrði að við myndum tryggja okkur sæti á Ólympíuleikunum sem og við gerðum og það rækilega. Liðið vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum og var það fram úr okkar markmiðum. Það er engin ástæða fyrir þýska handknattleikssambandið að breyta einu eða neinu í samningi Alfreðs.“ „Við erum ekki í Prúðuleikurunum. Ef allar helstu handboltaþjóðir heims færu í þjálfarabreytingar eftir að hafa ekki unnið til verðlauna þá væri þetta algjör hringekja.“ Forráðamenn þýska handknattleikssambandsins beri fullt traust til Alfreðs. Þýskaland verður á heimavelli á næsta heimsmeistaramóti árið 2027 og að öllu óbreyttu verður það Alfreð sem stýrir liðinu þar.
Þýski handboltinn Íslendingar erlendis Handbolti Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira