24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar 24. janúar 2025 07:02 24. janúar er merkilegur. Þann dag fer Ísland á ,,yfirdrátt” gagnvart vistkerfum Móður jarðar. Samtök fræðimanna sem kenna sig við www.footprintnetwork.org taka saman ítarlegt yfirlit yfir þá skuld sem mannkyn stendur í við Móður jörð. Á síðasta ári markaði fyrsti ágúst svokallaðan Jarðardag, þegar mannkyn í heild fór á yfirdrátt og eyddi auðmagni náttúrunnar (e. biocapacity) umfram það sem jörðin getur gefið af sér. Til að standa undir öllum umsvifum mannkyns á ári þarf 1.7 jarðir. Vistspor Íslands er með því allra stærsta á mann í heiminum. Margar þjóðir, þær ríkustu, sem við berum okkur saman við, kalla á fjórar plánetur ef allir íbúar jarðarinnar lifðu eins og þær. Vistspor vísar í hve mikið auðmagn náttúrunnar er til reiðu með sjálfbærri nýtingu og hins vegar hve mikið er tekið. Íslendingar eru með stóran yfirdrátt: Ef allir lifðu eins og við þyrfti nálægt sjö plánetum. Heimsdagatalið: Hér má sjá dagatal sýnir hvenær í ár hin ýmsu ríki fara á ,,yfirskot”. Katar í byrjun febrúar, svo Lúxemborg og Singapore um miðan febrúa. Dagatalið sýnir ekki Ísland, en ég hef fengið þetta reiknað og við erum 24 janúar!!! Með öðrum orðum: Ef allir lifðu hátt eins og við væri heimurinn kominn á yfirdrátt strax í dag. En af því að við erum svo snemma í árinu og flestir aðrir miklu síðar er hinn mikli skuldadagur heimsins alls í ár væntanlega kringum mánaðamótin júlí-ágúst eins og í fyrra, en það verður tilkynnt í júní. Skuldadagurinn heimafyrir Á www.footprintnetwork.org má líka sjá hve ágengar þjóðir eru í samskiptum við eigin vistkerfi. Hér má sjá landkort sem sýnir ,,inneign” eða ,,yfirdrátt” hinna ýmsu ríkja gagnvart eigin vistkerfum. Skilgreiningin er þessi: Yfirdráttardagurlands er sá dagur sem íbúar þess hafa nýtt jafn mikið úr náttúrunni og vistkerfi landsins endurnýjast á öllu árinu. Í stuttu máli: Fótspor landsins byrjar að fara yfir eigin getu náttúrunnar. Sum lönd taka minna en vistkerfi þeirra standa undir. Flest þau ríku taka mun meira. Reikningur Íslands kemur fram á síðunni. Þar má líka sjá ,,greiðsluhallann” á hvern einstakling meðal þjóða - og Íslendinga líka. Þróunin er sýnd á tímakvarða allt frá árinu 1961.Þarna á síðunni eru mjög fróðleg gögn og jafnvel hægt að taka próf sem sýnir persónulegt álag á vistkerfin fyrir hvern og einn. Þótt Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir auðmagn náttúrunnar (biocapacity) á hvern einstakling er neyslan svo mikil að við förum í stóran yfirdrátt. Kynnið ykkur málin Allir dagar eftir 24. janúar eru það sem við tökum umfram það sem jörðin okkar stendur undir í auðmagni náttúrunnar. Við tölum stundum um burðarþol vistkerfanna. Eða í stóra samhenginu: Þolmörk jarðar. Þær heimildir sem hér eru kynntar eru ítarlegar, rannsóknirnar á bakvið skýrðar og aðferðirnar við mælingarnar ljósar. Höfundur er sjálfstætt starfandi, höfundur og ráðgjafi. Ps. Á Samstöðinni má sjá ítarlegt viðtal um þetta efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Stefán Jón Hafstein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
24. janúar er merkilegur. Þann dag fer Ísland á ,,yfirdrátt” gagnvart vistkerfum Móður jarðar. Samtök fræðimanna sem kenna sig við www.footprintnetwork.org taka saman ítarlegt yfirlit yfir þá skuld sem mannkyn stendur í við Móður jörð. Á síðasta ári markaði fyrsti ágúst svokallaðan Jarðardag, þegar mannkyn í heild fór á yfirdrátt og eyddi auðmagni náttúrunnar (e. biocapacity) umfram það sem jörðin getur gefið af sér. Til að standa undir öllum umsvifum mannkyns á ári þarf 1.7 jarðir. Vistspor Íslands er með því allra stærsta á mann í heiminum. Margar þjóðir, þær ríkustu, sem við berum okkur saman við, kalla á fjórar plánetur ef allir íbúar jarðarinnar lifðu eins og þær. Vistspor vísar í hve mikið auðmagn náttúrunnar er til reiðu með sjálfbærri nýtingu og hins vegar hve mikið er tekið. Íslendingar eru með stóran yfirdrátt: Ef allir lifðu eins og við þyrfti nálægt sjö plánetum. Heimsdagatalið: Hér má sjá dagatal sýnir hvenær í ár hin ýmsu ríki fara á ,,yfirskot”. Katar í byrjun febrúar, svo Lúxemborg og Singapore um miðan febrúa. Dagatalið sýnir ekki Ísland, en ég hef fengið þetta reiknað og við erum 24 janúar!!! Með öðrum orðum: Ef allir lifðu hátt eins og við væri heimurinn kominn á yfirdrátt strax í dag. En af því að við erum svo snemma í árinu og flestir aðrir miklu síðar er hinn mikli skuldadagur heimsins alls í ár væntanlega kringum mánaðamótin júlí-ágúst eins og í fyrra, en það verður tilkynnt í júní. Skuldadagurinn heimafyrir Á www.footprintnetwork.org má líka sjá hve ágengar þjóðir eru í samskiptum við eigin vistkerfi. Hér má sjá landkort sem sýnir ,,inneign” eða ,,yfirdrátt” hinna ýmsu ríkja gagnvart eigin vistkerfum. Skilgreiningin er þessi: Yfirdráttardagurlands er sá dagur sem íbúar þess hafa nýtt jafn mikið úr náttúrunni og vistkerfi landsins endurnýjast á öllu árinu. Í stuttu máli: Fótspor landsins byrjar að fara yfir eigin getu náttúrunnar. Sum lönd taka minna en vistkerfi þeirra standa undir. Flest þau ríku taka mun meira. Reikningur Íslands kemur fram á síðunni. Þar má líka sjá ,,greiðsluhallann” á hvern einstakling meðal þjóða - og Íslendinga líka. Þróunin er sýnd á tímakvarða allt frá árinu 1961.Þarna á síðunni eru mjög fróðleg gögn og jafnvel hægt að taka próf sem sýnir persónulegt álag á vistkerfin fyrir hvern og einn. Þótt Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir auðmagn náttúrunnar (biocapacity) á hvern einstakling er neyslan svo mikil að við förum í stóran yfirdrátt. Kynnið ykkur málin Allir dagar eftir 24. janúar eru það sem við tökum umfram það sem jörðin okkar stendur undir í auðmagni náttúrunnar. Við tölum stundum um burðarþol vistkerfanna. Eða í stóra samhenginu: Þolmörk jarðar. Þær heimildir sem hér eru kynntar eru ítarlegar, rannsóknirnar á bakvið skýrðar og aðferðirnar við mælingarnar ljósar. Höfundur er sjálfstætt starfandi, höfundur og ráðgjafi. Ps. Á Samstöðinni má sjá ítarlegt viðtal um þetta efni.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun