TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 10:42 Deshaun Watson gerði risasamning við Cleveland Browns en hefur ekki staðið undir honum. Hann er fyrir vikið mjög óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins. Getty/Nick Cammett Deshaun Watson á eftir tvö ár af risasamningi sínum við NFL liðið Cleveland Browns. Watson á að fá 92 milljónir dollara í laun fyrir þessu tvö ár en svo gæti farið að samfélagsmiðlafíkn hans og kærustunnar komi í veg fyrir að þessir þrettán milljarðar íslenskra króna endi inn á bankareikningi hans. Watson missti af stórum hluta tímabilsins eftir að hann sleit hásin í október. Hann fór í framhaldinu í aðgerð og átti að ná sér góðum fyrir næsta tímabil. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að hann hafi slitið hásinina aftur aðeins þremur mánuðum eftir fyrra slitið. Watson þurfti því að leggjast aftur á skurðarborðið sem seinkar mikið endurkomu hans. Þar kemur til sögunnar Tik Tok myndband af honum að dansa við kærustu sína um jólin. Watson átti á þeim tíma að vera í gönguspelku til að verja hásinina sína en þessi spelka var hvergi sjáanleg í myndbandinu frá 26. desember. Kærustuparið ákvað að stöðva bílinn sinn við vegarkant, fara út og taka myndband af sér dansa saman. Þá sáu allir sem vildu að hann var ekki í gönguspelkunni. Watson tók mikla áhættu með því að dansa þarna um og stuttu síðar fréttist af því að hann væri aftur með slitna hásin. Það að Watson hafi hunsað skilyrði læknaliðs Browns gæti verið næg ástæða fyrir félagið til að komast hjá því að borga honum tvö síðustu ár samningsins. Nú er aðeins spurning um hvaða leið félagið ætlar að fara og hversu harkalega þeir taka á þessu ábyrgðarleysi leikmannsins. Það má hið minnsta búast við því að Watson þurfi að berjast fyrir öllum þessum milljörðum í dómsal. Þetta er auðvitað líka tryggingamál vegna meiðslanna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible) NFL TikTok Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Sjá meira
Watson missti af stórum hluta tímabilsins eftir að hann sleit hásin í október. Hann fór í framhaldinu í aðgerð og átti að ná sér góðum fyrir næsta tímabil. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að hann hafi slitið hásinina aftur aðeins þremur mánuðum eftir fyrra slitið. Watson þurfti því að leggjast aftur á skurðarborðið sem seinkar mikið endurkomu hans. Þar kemur til sögunnar Tik Tok myndband af honum að dansa við kærustu sína um jólin. Watson átti á þeim tíma að vera í gönguspelku til að verja hásinina sína en þessi spelka var hvergi sjáanleg í myndbandinu frá 26. desember. Kærustuparið ákvað að stöðva bílinn sinn við vegarkant, fara út og taka myndband af sér dansa saman. Þá sáu allir sem vildu að hann var ekki í gönguspelkunni. Watson tók mikla áhættu með því að dansa þarna um og stuttu síðar fréttist af því að hann væri aftur með slitna hásin. Það að Watson hafi hunsað skilyrði læknaliðs Browns gæti verið næg ástæða fyrir félagið til að komast hjá því að borga honum tvö síðustu ár samningsins. Nú er aðeins spurning um hvaða leið félagið ætlar að fara og hversu harkalega þeir taka á þessu ábyrgðarleysi leikmannsins. Það má hið minnsta búast við því að Watson þurfi að berjast fyrir öllum þessum milljörðum í dómsal. Þetta er auðvitað líka tryggingamál vegna meiðslanna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible)
NFL TikTok Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Sjá meira