Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 21. janúar 2025 16:30 Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, sem gildir til ársins 2027. Áætlunin byggir á stefnu borgarinnar í málaflokknum. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í þjónustu við heimilislaust fólk sem nú er veitt á grundvelli skaðaminnkandi hugmyndafræði og batamiðaðri valdeflandi þjónustu. Húsnæði fyrst hefur reynst vel og við höfum fjölgað þeim rýmum sem og smáhýsum, nýju neyðarhúsnæði og áfangaheimili fyrir konur, svo fátt eitt sé nefnt. Neyslurými var opnað í samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og heimilislaust fólk hefur nú aðgang að heimahjúkrun sem var gríðarlega stórt skref. Enn er þó mikið verk að vinna, eins og ný aðgerðaáætlun ber með sér. Við höfum fjölgað búsetukostum fyrir heimilislaust folk um 80 frá 2019 og ætlum að fjölga um 106 nýjar húsnæðiseiningar fyrir árið 2027, sem munu auka heildarfjölda rýma í 293. Gistiskýlin verða endurskipulögð og stöðugildum í Vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar, sem veitir þjónustu á vettvangi verður fjölgað og þjónustan veitt allan sólarhringinn. Heimilislausar konur og jaðarsettir hópar Aukin áhersla er á þjónustu við konur og einstaklinga af erlendum uppruna og áfram verður haldið að efla þjónustu sem og því verkefni að þrepaskipta þjónustunni, þannig að eitt úrræði taki við af öðru eftir þörfum hvers og eins. Við ætlum að opna nýtt Konukot en leit að hentugu húsnæði hefur staðið yfir árum saman þrátt fyrir að öllum sé ljóst að þörfin er brýn. Á grundvelli fyrri aðgerðaráætlunar skilaði starfshópur tillögum um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir heimilisleysi ungmenna m.a. með gagnreyndum aðferðum og vinna er hafin við að tímasetja- og kostnaðarmeta þær tillögur. Tökum höndum saman gegn heimilisleysi Heimilislausir einstaklingar með miklar og flóknar þjónustuþarfir eru mun líklegri en aðrir einstaklingar til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu. Þá eru þessir einstaklingar líklegri til að eiga mál innan réttarvörslukerfisins og ljóst er að til að árangur náist kallar það á samþættingu mismunandi þjónustukerfa, þ.e. heilbrigðis,- réttar,- og félagslega kerfisins. Hingað til hefur Reykjavíkurborg borið hitann og þungann af þjónustunni en nú er kominn tími til að ríkið móti stefnu í málaflokknum og að önnur sveitarfélög setji sér stefnu og viðbragðsáætlanir. Um þriðjungur þeirra sem fá þjónustu í Reykjavík eru ekki íbúar sveitarfélagsins og eru því í áhættu á að festast í þeirri aðstöðu að leita til gistiskýla í borgarinnar í stað þess að fá úrræði sem mæta þeirra þörfum í sinni heimabyggð. Í Reykjavík hefur byggst upp mikil þekking á málaflokknum og við köllum eftir auknu samstarfi þvert á sveitarfélög og þvert á kerfi, til að geta veitt viðeigandi þjónustu til hvers og eins einstaklings. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Málefni heimilislausra Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, sem gildir til ársins 2027. Áætlunin byggir á stefnu borgarinnar í málaflokknum. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í þjónustu við heimilislaust fólk sem nú er veitt á grundvelli skaðaminnkandi hugmyndafræði og batamiðaðri valdeflandi þjónustu. Húsnæði fyrst hefur reynst vel og við höfum fjölgað þeim rýmum sem og smáhýsum, nýju neyðarhúsnæði og áfangaheimili fyrir konur, svo fátt eitt sé nefnt. Neyslurými var opnað í samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og heimilislaust fólk hefur nú aðgang að heimahjúkrun sem var gríðarlega stórt skref. Enn er þó mikið verk að vinna, eins og ný aðgerðaáætlun ber með sér. Við höfum fjölgað búsetukostum fyrir heimilislaust folk um 80 frá 2019 og ætlum að fjölga um 106 nýjar húsnæðiseiningar fyrir árið 2027, sem munu auka heildarfjölda rýma í 293. Gistiskýlin verða endurskipulögð og stöðugildum í Vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar, sem veitir þjónustu á vettvangi verður fjölgað og þjónustan veitt allan sólarhringinn. Heimilislausar konur og jaðarsettir hópar Aukin áhersla er á þjónustu við konur og einstaklinga af erlendum uppruna og áfram verður haldið að efla þjónustu sem og því verkefni að þrepaskipta þjónustunni, þannig að eitt úrræði taki við af öðru eftir þörfum hvers og eins. Við ætlum að opna nýtt Konukot en leit að hentugu húsnæði hefur staðið yfir árum saman þrátt fyrir að öllum sé ljóst að þörfin er brýn. Á grundvelli fyrri aðgerðaráætlunar skilaði starfshópur tillögum um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir heimilisleysi ungmenna m.a. með gagnreyndum aðferðum og vinna er hafin við að tímasetja- og kostnaðarmeta þær tillögur. Tökum höndum saman gegn heimilisleysi Heimilislausir einstaklingar með miklar og flóknar þjónustuþarfir eru mun líklegri en aðrir einstaklingar til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu. Þá eru þessir einstaklingar líklegri til að eiga mál innan réttarvörslukerfisins og ljóst er að til að árangur náist kallar það á samþættingu mismunandi þjónustukerfa, þ.e. heilbrigðis,- réttar,- og félagslega kerfisins. Hingað til hefur Reykjavíkurborg borið hitann og þungann af þjónustunni en nú er kominn tími til að ríkið móti stefnu í málaflokknum og að önnur sveitarfélög setji sér stefnu og viðbragðsáætlanir. Um þriðjungur þeirra sem fá þjónustu í Reykjavík eru ekki íbúar sveitarfélagsins og eru því í áhættu á að festast í þeirri aðstöðu að leita til gistiskýla í borgarinnar í stað þess að fá úrræði sem mæta þeirra þörfum í sinni heimabyggð. Í Reykjavík hefur byggst upp mikil þekking á málaflokknum og við köllum eftir auknu samstarfi þvert á sveitarfélög og þvert á kerfi, til að geta veitt viðeigandi þjónustu til hvers og eins einstaklings. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun