„Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2025 21:20 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Emil Barja þjálfari toppliðs Hauka í Bónus-deild kvenna gat ekki verið annað en ánægður með frammistöðu síns liðs gegn Val í kvöld. Haukakonur höfðu mikla yfirburði gegn daufu Valsliði. „Mjög ánægður. Allt sem við töluðum um var að ganga upp,“ sagði Emil en Haukar eru með fjögurra stiga forystu á toppi Bónus-deildarinnar. „Þær hjálpa mjög djúpt á veiku hliðinni og við vorum að láta boltann ganga og fullt af sóknum hjá okkur sem voru frábærar fannst mér. Ég veit ekki hvað við enduðum með margar stoðsendingar í leiknum en þær voru margar. Ég er ánægður með að þó við höfum komist í ágætan mun þá var engin að setja einhver fjörtíu stig, þetta hélt áfram að vera liðsbolti.“ Emil vildi ekki meina að hann væri búinn að leggja sérstaka áherslu á sóknarleikinn á æfingum heldur ræddi um kjarnan í liðinu. „Það er náttúrulega eitthvað farið yfir sóknarkerfi á hverri æfingu. Síðan erum við búin að spila saman í allan vetur og meirihlutinn af stelpunum saman í mörg ár. Þær þekkja hvor aðra vel og erlendu leikmennirnir hafa komið vel inn í þetta. Þetta er orðið mjög náttúrulegt og það er mjög gaman að sjá.“ Haukar þvinguðu Valsliðið í ansi marga tapaða bolta í leiknum og Valskonur lentu í vandræðum oft á tíðum með að koma boltanum upp völlinn því pressuvörn Hauka var öflug. „Við reyndum aðeins að breyta henni í seinni hálfleik og vera aðeins grimmari. Mér fannst hún virka því þær voru að koma seint á klukkunni yfir miðjuna. Hún hefur virkað betur en mér fannst vörnin heilt yfir mjög góð líka, við vorum líka að neyða þær í tapaða bolta á hálfum velli.“ Emil sagðist vera afar ánægður með hvar Haukaliðið væri statt á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Við byrjuðum að undirbúa okkur mjög snemma. Það voru æfingar í júní með þessum íslensku stelpum þar sem við fórum yfir hvað við ætluðum að gera. Ég vissi að þetta tæki tíma en þetta hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við. Mér datt ekki í hug að þetta yrði komið svona langt á þessum tímapunkti.“ Bónus-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
„Mjög ánægður. Allt sem við töluðum um var að ganga upp,“ sagði Emil en Haukar eru með fjögurra stiga forystu á toppi Bónus-deildarinnar. „Þær hjálpa mjög djúpt á veiku hliðinni og við vorum að láta boltann ganga og fullt af sóknum hjá okkur sem voru frábærar fannst mér. Ég veit ekki hvað við enduðum með margar stoðsendingar í leiknum en þær voru margar. Ég er ánægður með að þó við höfum komist í ágætan mun þá var engin að setja einhver fjörtíu stig, þetta hélt áfram að vera liðsbolti.“ Emil vildi ekki meina að hann væri búinn að leggja sérstaka áherslu á sóknarleikinn á æfingum heldur ræddi um kjarnan í liðinu. „Það er náttúrulega eitthvað farið yfir sóknarkerfi á hverri æfingu. Síðan erum við búin að spila saman í allan vetur og meirihlutinn af stelpunum saman í mörg ár. Þær þekkja hvor aðra vel og erlendu leikmennirnir hafa komið vel inn í þetta. Þetta er orðið mjög náttúrulegt og það er mjög gaman að sjá.“ Haukar þvinguðu Valsliðið í ansi marga tapaða bolta í leiknum og Valskonur lentu í vandræðum oft á tíðum með að koma boltanum upp völlinn því pressuvörn Hauka var öflug. „Við reyndum aðeins að breyta henni í seinni hálfleik og vera aðeins grimmari. Mér fannst hún virka því þær voru að koma seint á klukkunni yfir miðjuna. Hún hefur virkað betur en mér fannst vörnin heilt yfir mjög góð líka, við vorum líka að neyða þær í tapaða bolta á hálfum velli.“ Emil sagðist vera afar ánægður með hvar Haukaliðið væri statt á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Við byrjuðum að undirbúa okkur mjög snemma. Það voru æfingar í júní með þessum íslensku stelpum þar sem við fórum yfir hvað við ætluðum að gera. Ég vissi að þetta tæki tíma en þetta hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við. Mér datt ekki í hug að þetta yrði komið svona langt á þessum tímapunkti.“
Bónus-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira