Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar 8. janúar 2025 00:00 Nú er nýtt ár gengið í garð og ný ríkisstjórn tekin við. Það var ánægjulegt þegar nýja ríkisstjórnin tilkynnti að hún hafi engin áform um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kennir hins vegar ýmissa grasa. Til að mynda hyggist hún rukka ferðamenn um auðlindagjald fyrir aðgang að náttúruperlum, en á meðan verið er að útfæra slíka gjaldtöku skal innheimta komugjöld. Sú yfirlýsing hefur vakið upp ýmsar spurningar svo vægt sé til orða tekið. Samhengi hlutanna skiptir máli Á dögunum samþykkti Alþingi enn eina nær fyrirvaralausa hækkun á gistináttaskatti og að innviðagjald skuli lagt á farþega skemmtiferðaskipa. Þá hafa meðal annars hömlulaus bílastæðagjöld haldið áfram að spretta upp við margar af helstu náttúruperlum landsins og ný gestagjöld litið dagsins ljós innan þjóðgarða, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Það er því varhugavert að ofan á nýjar álögur og hækkanir á þeim sem fyrir voru eigi nú að bæta enn frekar í. Það er ekki eitt, það er allt. Þó óljóst sé hvernig boðuð auðlinda- og komugjöld nýrrar ríkisstjórnar eigi að líta út þá er ljóst að slík gjöld munu vera til þess fallin að leiða til enn frekari verðhækkana á íslenskri ferðaþjónustu. Rannsóknir sýna að ferðaþjónusta er fremur næm fyrir verðbreytingum. Það liggur fyrir að óhóflegar hækkanir skatta og gjalda sem og nýjar álögur geta dregið úr komum erlendra ferðamanna til þess áfangastaðar sem fyrir barðinu verður. Það er ekki sjálfsagt að erlendir ferðamenn kjósi að ferðast til Íslands fremur en til annarra áfangastaða. Fari svo að ferðamönnum fækki hér á landi hefur það ekki aðeins bein áhrif á ferðaþjónustuna heldur á atvinnulífið í heild enda eru einnig óbein og afleidd áhrif sem fylgja slíkri þróun sem eiga það oft til að gleymast í umræðunni. Auknar álögur ekki svarið Jafn opið orðalag og raun ber vitni í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar varðandi boðuð auðlinda- og komugjöld felur sömuleiðis í sér aukna óvissu þar sem hvorki er vitað hvernig þau verða né hvenær eða hvort þau eigi að taka gildi. Sú staðreynd ein og sér dregur úr fyrirsjáanleika og leggur stein í götu fyrirtækja sem geta þá síður gert raunhæfar áætlanir til framtíðar. Í slíku umhverfi er það almennt svo að fyrirtæki halda að sér höndum, fjárfestingar þeirra verða minni en ella og það dregur að öðru óbreyttu úr verðmætasköpun. Mikilvægi þess að stjórnvöld lágmarki óvissu og tryggi atvinnulífinu fyrirsjáanleika er óumdeilanlegt. Ferðaþjónustan er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og skapar um 9% af verðmætasköpun landsins. Það er óþarfi að leggja nú samkeppnishæfni Íslands og íslenskrar ferðaþjónustu að veði. Nær engin umræða hefur orðið samhliða stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar um þær álögur sem fyrir eru. Auknar álögur geta einfaldlega ekki alltaf verið svar stjórnvalda enda eru skatttekjur ekki ótæmandi uppspretta. Samhengi hlutanna skiptir máli. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er nýtt ár gengið í garð og ný ríkisstjórn tekin við. Það var ánægjulegt þegar nýja ríkisstjórnin tilkynnti að hún hafi engin áform um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kennir hins vegar ýmissa grasa. Til að mynda hyggist hún rukka ferðamenn um auðlindagjald fyrir aðgang að náttúruperlum, en á meðan verið er að útfæra slíka gjaldtöku skal innheimta komugjöld. Sú yfirlýsing hefur vakið upp ýmsar spurningar svo vægt sé til orða tekið. Samhengi hlutanna skiptir máli Á dögunum samþykkti Alþingi enn eina nær fyrirvaralausa hækkun á gistináttaskatti og að innviðagjald skuli lagt á farþega skemmtiferðaskipa. Þá hafa meðal annars hömlulaus bílastæðagjöld haldið áfram að spretta upp við margar af helstu náttúruperlum landsins og ný gestagjöld litið dagsins ljós innan þjóðgarða, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Það er því varhugavert að ofan á nýjar álögur og hækkanir á þeim sem fyrir voru eigi nú að bæta enn frekar í. Það er ekki eitt, það er allt. Þó óljóst sé hvernig boðuð auðlinda- og komugjöld nýrrar ríkisstjórnar eigi að líta út þá er ljóst að slík gjöld munu vera til þess fallin að leiða til enn frekari verðhækkana á íslenskri ferðaþjónustu. Rannsóknir sýna að ferðaþjónusta er fremur næm fyrir verðbreytingum. Það liggur fyrir að óhóflegar hækkanir skatta og gjalda sem og nýjar álögur geta dregið úr komum erlendra ferðamanna til þess áfangastaðar sem fyrir barðinu verður. Það er ekki sjálfsagt að erlendir ferðamenn kjósi að ferðast til Íslands fremur en til annarra áfangastaða. Fari svo að ferðamönnum fækki hér á landi hefur það ekki aðeins bein áhrif á ferðaþjónustuna heldur á atvinnulífið í heild enda eru einnig óbein og afleidd áhrif sem fylgja slíkri þróun sem eiga það oft til að gleymast í umræðunni. Auknar álögur ekki svarið Jafn opið orðalag og raun ber vitni í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar varðandi boðuð auðlinda- og komugjöld felur sömuleiðis í sér aukna óvissu þar sem hvorki er vitað hvernig þau verða né hvenær eða hvort þau eigi að taka gildi. Sú staðreynd ein og sér dregur úr fyrirsjáanleika og leggur stein í götu fyrirtækja sem geta þá síður gert raunhæfar áætlanir til framtíðar. Í slíku umhverfi er það almennt svo að fyrirtæki halda að sér höndum, fjárfestingar þeirra verða minni en ella og það dregur að öðru óbreyttu úr verðmætasköpun. Mikilvægi þess að stjórnvöld lágmarki óvissu og tryggi atvinnulífinu fyrirsjáanleika er óumdeilanlegt. Ferðaþjónustan er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og skapar um 9% af verðmætasköpun landsins. Það er óþarfi að leggja nú samkeppnishæfni Íslands og íslenskrar ferðaþjónustu að veði. Nær engin umræða hefur orðið samhliða stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar um þær álögur sem fyrir eru. Auknar álögur geta einfaldlega ekki alltaf verið svar stjórnvalda enda eru skatttekjur ekki ótæmandi uppspretta. Samhengi hlutanna skiptir máli. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun