Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. janúar 2025 18:27 Fasteignagjöld hjá Akraneskaupstað hækkuðu um allt að 17 prósent á nýju ári og gjaldskrá tryggingarfélags um 14 prósent. Vilhjálmur Birgisson segir framferðið óboðlegt. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins heldur uppteknum hætti á nýju ári og skorar á fyrirtæki og stofnanir að halda aftur af verðlagshækkunum. Hann hefur lagt fram áskorun í sex liðum til stofnana og fyrirtækja þar sem hvatt er til samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva vítahring verðbólgu. Kveikjan að áskoruninni eru umtalsverðar verðlagshækkanir tryggingarfélaga og hækkun fasteignagjalda hjá Akraneskaupstað. „Þetta ár byrjar eins og öll önnur þ.e.a.s fyrirtæki og sveitarfélög halda uppi viðteknum hætti og varpa hækkunum miskunnarlaust á almenning í upphafi hvers árs!“ skrifaði Vilhjálmur á Facebook síðu sína í gær. Tilefni pistilsins var verðhækkun hjá tryggingarfélaginu VÍS, sem hækkaði verð sitt um fjórtán prósent um áramótin. Nokkrum dögum áður hafði Vilhjálmur vakið athygli á umtalsverðri hækkun fasteignagjalda á Akranesi, þar sem fasteignagjöld fjölbýlishúsa hækkuðu um allt að sautján prósent um áramótin. Hækkanir langt umfram hækkun neysluvísitölunnar Vilhjálmur segir að framangreindar verðhækkanir séu langt umfram hækkun neysluvísitölunnar, sem hafi verið um 4,8 prósent. Ljóst sé að mörg fyrirtæki ætli ekki að taka þátt í þeirri vegferð sem verkalýðshreyfingin hafi verið tilbúin að fara í. „Þetta framferði fyrirtækja og sveitarfélaga er með öllu óboðlegt enda munum við aldrei ná tökum á verðbólgunni né ná að lækka vexti ef allir ætla ekki að axla sína ábyrgð í þeirri vegferð. Eitt er víst að launafólk og heimili þessa lands munu ekki ein geta axlað þá ábyrgð,“ segir Vilhjálmur. Fyrir áramót greindi Vilhjálmur frá hækkun fasteignagjalda hjá Akraneskaupstað á nýju ári. Þá sagði hann að fasteignagjöld hjá þeim sem búa í fjölbýlishúsum hefðu hækkað um 17,6 prósent, en hjá þeim sem byggju í raðhúsum hefðu þau hækkað um 11,56 prósent. Hjá þeim sem byggju í einbýli hefðu þau hækkað um 12,06 prósent. „Það er eins og alltaf að öllum vanda er miskunnarlaust varpað á herðar heimilanna, launafólks og fyrirtækja, en eftir mínum heimildum eru fasteignagjöld á fyrirtæki að hækka um allt að 25%,“ segir hann svo. Áskorun í sex liðum Í dag birti hann svo áskorun í sex liðum sem stíluð var til fyrirtækja og stofnana ríkis og sveitarfélaga. Þar segir hann að launafólk hafi þegar stigið stórt og mikilvægt skref í baráttunni við verðbólguna með því að gera hófstillta langtíma kjarasamninga. Nú sé komið að fyrirtækjum, sveitarfélögum, ríki, fjármálastofnunum, tryggingarfyrirtækjum og orkufyrirtækjum að axla ábyrgð og standa með launafólki og heimilum. Áskorunin er eftirfarandi: Hættið öllum óþarfa hækkunum á vöruverði, þjónustu, gjaldskrám, tryggingaiðgjöldum og orkuverði. Slíkar hækkanir leggjast þungt á heimilin og grafa undan fjárhagslegu öryggi launafólks. Lækkið vexti og dragið úr okurkjörum í fjármálakerfinu. Fjármálastofnanir verða að hætta að hámarka eigin hagnað á kostnað almennings og skapa svigrúm fyrir heimilin til að standa undir sínum skuldbindingum. Endurskoðið verðlagningu tryggingaiðgjalda. Tryggingarfélög verða að sýna samfélagslega ábyrgð með því að hætta óhóflegum hækkunum sem setja enn frekara álag á heimili landsins. Tryggið sanngjarnt orkuverð. Orkufyrirtæki hafa lykilhlutverki að gegna í að létta undir með heimilum og fyrirtækjum með því að stilla orkuverði í hóf og setja hagsmuni samfélagsins í forgang. Takið ábyrgð á verðstöðugleika. Fyrirtæki, sveitarfélög, fjármálakerfi, tryggingafélög og orkufyrirtæki verða að standa saman með því að stilla af verðlagningu og draga úr álögum sem hafa beinar afleiðingar fyrir fjárhagsstöðu heimila og launafólks. Sýnið raunverulega samfélagslega ábyrgð. Orð um samfélagslega ábyrgð verða að endurspeglast í aðgerðum sem létta byrðar af heimilum og styðja við þau í baráttunni gegn verðbólgu. Rætt var við Vilhjálm í Reykjavík síðdegis í dag. Efnahagsmál Neytendur Verðlag Tryggingar Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
„Þetta ár byrjar eins og öll önnur þ.e.a.s fyrirtæki og sveitarfélög halda uppi viðteknum hætti og varpa hækkunum miskunnarlaust á almenning í upphafi hvers árs!“ skrifaði Vilhjálmur á Facebook síðu sína í gær. Tilefni pistilsins var verðhækkun hjá tryggingarfélaginu VÍS, sem hækkaði verð sitt um fjórtán prósent um áramótin. Nokkrum dögum áður hafði Vilhjálmur vakið athygli á umtalsverðri hækkun fasteignagjalda á Akranesi, þar sem fasteignagjöld fjölbýlishúsa hækkuðu um allt að sautján prósent um áramótin. Hækkanir langt umfram hækkun neysluvísitölunnar Vilhjálmur segir að framangreindar verðhækkanir séu langt umfram hækkun neysluvísitölunnar, sem hafi verið um 4,8 prósent. Ljóst sé að mörg fyrirtæki ætli ekki að taka þátt í þeirri vegferð sem verkalýðshreyfingin hafi verið tilbúin að fara í. „Þetta framferði fyrirtækja og sveitarfélaga er með öllu óboðlegt enda munum við aldrei ná tökum á verðbólgunni né ná að lækka vexti ef allir ætla ekki að axla sína ábyrgð í þeirri vegferð. Eitt er víst að launafólk og heimili þessa lands munu ekki ein geta axlað þá ábyrgð,“ segir Vilhjálmur. Fyrir áramót greindi Vilhjálmur frá hækkun fasteignagjalda hjá Akraneskaupstað á nýju ári. Þá sagði hann að fasteignagjöld hjá þeim sem búa í fjölbýlishúsum hefðu hækkað um 17,6 prósent, en hjá þeim sem byggju í raðhúsum hefðu þau hækkað um 11,56 prósent. Hjá þeim sem byggju í einbýli hefðu þau hækkað um 12,06 prósent. „Það er eins og alltaf að öllum vanda er miskunnarlaust varpað á herðar heimilanna, launafólks og fyrirtækja, en eftir mínum heimildum eru fasteignagjöld á fyrirtæki að hækka um allt að 25%,“ segir hann svo. Áskorun í sex liðum Í dag birti hann svo áskorun í sex liðum sem stíluð var til fyrirtækja og stofnana ríkis og sveitarfélaga. Þar segir hann að launafólk hafi þegar stigið stórt og mikilvægt skref í baráttunni við verðbólguna með því að gera hófstillta langtíma kjarasamninga. Nú sé komið að fyrirtækjum, sveitarfélögum, ríki, fjármálastofnunum, tryggingarfyrirtækjum og orkufyrirtækjum að axla ábyrgð og standa með launafólki og heimilum. Áskorunin er eftirfarandi: Hættið öllum óþarfa hækkunum á vöruverði, þjónustu, gjaldskrám, tryggingaiðgjöldum og orkuverði. Slíkar hækkanir leggjast þungt á heimilin og grafa undan fjárhagslegu öryggi launafólks. Lækkið vexti og dragið úr okurkjörum í fjármálakerfinu. Fjármálastofnanir verða að hætta að hámarka eigin hagnað á kostnað almennings og skapa svigrúm fyrir heimilin til að standa undir sínum skuldbindingum. Endurskoðið verðlagningu tryggingaiðgjalda. Tryggingarfélög verða að sýna samfélagslega ábyrgð með því að hætta óhóflegum hækkunum sem setja enn frekara álag á heimili landsins. Tryggið sanngjarnt orkuverð. Orkufyrirtæki hafa lykilhlutverki að gegna í að létta undir með heimilum og fyrirtækjum með því að stilla orkuverði í hóf og setja hagsmuni samfélagsins í forgang. Takið ábyrgð á verðstöðugleika. Fyrirtæki, sveitarfélög, fjármálakerfi, tryggingafélög og orkufyrirtæki verða að standa saman með því að stilla af verðlagningu og draga úr álögum sem hafa beinar afleiðingar fyrir fjárhagsstöðu heimila og launafólks. Sýnið raunverulega samfélagslega ábyrgð. Orð um samfélagslega ábyrgð verða að endurspeglast í aðgerðum sem létta byrðar af heimilum og styðja við þau í baráttunni gegn verðbólgu. Rætt var við Vilhjálm í Reykjavík síðdegis í dag.
Efnahagsmál Neytendur Verðlag Tryggingar Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent