„Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. janúar 2025 22:24 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir tap kvöldsins Vísir/Anton Brink Keflavík tapaði gegn Álftanesi á heimavelli 87-89 í spennandi leik. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir leik. „Það var súrt að tapa þessu í lokin en við vorum sjálfum okkur verstir. Við fengum á okkur mikið af sóknarfráköstum, töpuðum boltanum mikið og við þurfum að skora meira en 87 stig ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Pétur Ingvarsson ósáttur með margt í spilamennsku Keflavíkur. Staðan var jöfn í hálfleik en Álftanes byrjaði síðari hálfleik á að gera fyrstu sautján stigin sem gerði Keflavík mjög erfitt fyrir. „Þeir gerðu sautján stig í röð og við áttum lítil svör. Það var grunnurinn að þessum sigri hjá þeim og þeir settu stór skot þegar við vorum að nálgast þetta. Þó það hafi munað litlu að við hefðum jafnað undir lokin þá töpuðum við of mörgum boltum og fengum á okkur of mikið af sóknarfráköstum.“ „Jarell fékk tvær ódýrar villur og við þurftum að taka hann út af því hann var kominn með fjórar villur sem riðlaði okkar leik. Það fór svolítið með þetta en þeir spiluðu líka flotta vörn og voru góðir. “ Leikurinn var æsispennandi undir lokin og Keflavík átti möguleika á að jafna eða komast yfir en að mati Péturs tapaðist leikurinn ekki þar. „Það var margt í þessu sem hefði getað farið öðruvísi og þá hefðum við unnið en það gerðist ekki. Þeir unnu þetta, stóðu sig vel og þetta var góður sigur hjá þeim. Þeir voru búnir að bíða lengi eftir þessu og Álftanes hefur aldrei unnið Keflavík í Keflavík. Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045 það er ágætt,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
„Það var súrt að tapa þessu í lokin en við vorum sjálfum okkur verstir. Við fengum á okkur mikið af sóknarfráköstum, töpuðum boltanum mikið og við þurfum að skora meira en 87 stig ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Pétur Ingvarsson ósáttur með margt í spilamennsku Keflavíkur. Staðan var jöfn í hálfleik en Álftanes byrjaði síðari hálfleik á að gera fyrstu sautján stigin sem gerði Keflavík mjög erfitt fyrir. „Þeir gerðu sautján stig í röð og við áttum lítil svör. Það var grunnurinn að þessum sigri hjá þeim og þeir settu stór skot þegar við vorum að nálgast þetta. Þó það hafi munað litlu að við hefðum jafnað undir lokin þá töpuðum við of mörgum boltum og fengum á okkur of mikið af sóknarfráköstum.“ „Jarell fékk tvær ódýrar villur og við þurftum að taka hann út af því hann var kominn með fjórar villur sem riðlaði okkar leik. Það fór svolítið með þetta en þeir spiluðu líka flotta vörn og voru góðir. “ Leikurinn var æsispennandi undir lokin og Keflavík átti möguleika á að jafna eða komast yfir en að mati Péturs tapaðist leikurinn ekki þar. „Það var margt í þessu sem hefði getað farið öðruvísi og þá hefðum við unnið en það gerðist ekki. Þeir unnu þetta, stóðu sig vel og þetta var góður sigur hjá þeim. Þeir voru búnir að bíða lengi eftir þessu og Álftanes hefur aldrei unnið Keflavík í Keflavík. Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045 það er ágætt,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira