Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2024 23:03 Peter Wright sendi heimsmeistarann heim og er kominn í átta manna úrslit. James Fearn/Getty Images Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, er úr leik á HM í pílu eftir 4-1 tap gegn Peter „Snakebite“ Wright. 32-manna úrslitin kláruðust í fyrsta leik kvöldsins þar Englendingurinn Ricky Evans og Walesverjinn Robert Owen áttust við. Evans vann tvö af fyrstu þremur settunum, en Owen reyndist sterkari í heildina og vann nokkuð öruggan sigur, 4-2. Þá varð Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, fyrsti maðurinn til að tryggja sér sæti í 8-manna úrslitum er hann vann landa sinn frá Wales, Jonny Clayton, 4-2. Hvorki Price né Clayton áttu sinn besta leik, en Price kláraði sitt og mætir Kevin Doets eða Chris Dobey í fjórðungsúrslitum. Gerwyn Price is our first Quarter-Finalist as he beats Jonny Clayton 4-2 in the all-Welsh tie!#WCDarts pic.twitter.com/vd67vlAAhC— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2024 Að lokum áttust Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, við í viðureign sem hafði verið beðið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Wright og Humphries höfðu verið að munnhöggvast fyrir viðureignina og sagði sá síðarnefndi meðal annars að hann væri aðeins einum heimsmeistaratitli frá því að jafna allt það sem Wright hefði gert á ferlinum. Peter „Snakebite“ Wright mætti hins vegar með hnífana á lofti í viðureign þeirra félaga í kvöld og virtist einfaldlega ekki geta klikkað á útskoti. Wright og Humphries unnu sitt hvort settið í upphafi leiks áður en sá fyrrnefndi vann næstu tvö og kom sér í 3-1 þar sem hann var búinn að hitta 11 af 16 útskotum sínum. Heimsmeistarinn Humphries var því kominn með bakið upp við vegg. Wright hélt hins vegar bara uppteknum hætti, kláraði fyrsta legginn og svo annan legginn gegn kasti áður en hann kláraði settið 3-0 og sendi heimsmeistarann heim, með skottið á milli lappanna. Pílukast Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Sjá meira
32-manna úrslitin kláruðust í fyrsta leik kvöldsins þar Englendingurinn Ricky Evans og Walesverjinn Robert Owen áttust við. Evans vann tvö af fyrstu þremur settunum, en Owen reyndist sterkari í heildina og vann nokkuð öruggan sigur, 4-2. Þá varð Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, fyrsti maðurinn til að tryggja sér sæti í 8-manna úrslitum er hann vann landa sinn frá Wales, Jonny Clayton, 4-2. Hvorki Price né Clayton áttu sinn besta leik, en Price kláraði sitt og mætir Kevin Doets eða Chris Dobey í fjórðungsúrslitum. Gerwyn Price is our first Quarter-Finalist as he beats Jonny Clayton 4-2 in the all-Welsh tie!#WCDarts pic.twitter.com/vd67vlAAhC— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2024 Að lokum áttust Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, við í viðureign sem hafði verið beðið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Wright og Humphries höfðu verið að munnhöggvast fyrir viðureignina og sagði sá síðarnefndi meðal annars að hann væri aðeins einum heimsmeistaratitli frá því að jafna allt það sem Wright hefði gert á ferlinum. Peter „Snakebite“ Wright mætti hins vegar með hnífana á lofti í viðureign þeirra félaga í kvöld og virtist einfaldlega ekki geta klikkað á útskoti. Wright og Humphries unnu sitt hvort settið í upphafi leiks áður en sá fyrrnefndi vann næstu tvö og kom sér í 3-1 þar sem hann var búinn að hitta 11 af 16 útskotum sínum. Heimsmeistarinn Humphries var því kominn með bakið upp við vegg. Wright hélt hins vegar bara uppteknum hætti, kláraði fyrsta legginn og svo annan legginn gegn kasti áður en hann kláraði settið 3-0 og sendi heimsmeistarann heim, með skottið á milli lappanna.
Pílukast Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Sjá meira