Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 23:01 Janis Timma var að spila körfubolta í Rússlandi þegar hann lést. Getty/Roman Kruchinin Lettneski körfuboltamaðurinn Jānis Timma er látinn en hann var aðeins 32 ára gamall. Lík Timma fannst utandyra nálægt hóteli í miðborg Moskvu. Úkraínski miðilinn Meduza hefur það eftir rússnesku fréttastofunum Tass og RIA Novosti að Timma hafi sjálfur bundið enda á líf sitt. Euroleague deildin er meðal þeirra sem minnist Timma í dag. Hann spilaði fimm tímabil í deildinni með fjórum félögum eða Baskonia Vitoria-Gasteiz, Olympiacos Piraeus, Khimki Moskva og UNICS Kazan. Olympiacos minntist Timma á miðlum sínum. „Við erum í áfalli og í mikilli sorg eftir að hafa fengið þær hræðilegu fréttir að okkar fyrrum leikmaður Jānis Timma hafi látist aðeins 32 ára að aldri. Við munum alltaf minnast hans fyrir fallega brosið hans og fyrir það hversu góðhjartaður hann var,“ sagði í yfirlýsingu gríska félagsins. Fleiri fyrrum félög hans hafa einnig sent samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina. Timma tók þá ákvörðun í október að halda áfram körfuboltaferli sínum í rússneskri körfuboltadeild sem er rekin af veðmangarafyritækinu Liga Stavok. Hann spilaði þar með liði Alikson. Timma spilaði fyrst með lettneska landsliðinu árið 2014 en hann skoraði 513 stig í 56 landsleikjum. Tímabilið hjá honum í fyrra hófst hjá tyrkneska félaginu Darushashfak í Istanbul en endaði hjá spænska félaginu Obradoiro. View this post on Instagram A post shared by Eurohoops.net (@eurohoops_official) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Körfubolti Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira
Lík Timma fannst utandyra nálægt hóteli í miðborg Moskvu. Úkraínski miðilinn Meduza hefur það eftir rússnesku fréttastofunum Tass og RIA Novosti að Timma hafi sjálfur bundið enda á líf sitt. Euroleague deildin er meðal þeirra sem minnist Timma í dag. Hann spilaði fimm tímabil í deildinni með fjórum félögum eða Baskonia Vitoria-Gasteiz, Olympiacos Piraeus, Khimki Moskva og UNICS Kazan. Olympiacos minntist Timma á miðlum sínum. „Við erum í áfalli og í mikilli sorg eftir að hafa fengið þær hræðilegu fréttir að okkar fyrrum leikmaður Jānis Timma hafi látist aðeins 32 ára að aldri. Við munum alltaf minnast hans fyrir fallega brosið hans og fyrir það hversu góðhjartaður hann var,“ sagði í yfirlýsingu gríska félagsins. Fleiri fyrrum félög hans hafa einnig sent samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina. Timma tók þá ákvörðun í október að halda áfram körfuboltaferli sínum í rússneskri körfuboltadeild sem er rekin af veðmangarafyritækinu Liga Stavok. Hann spilaði þar með liði Alikson. Timma spilaði fyrst með lettneska landsliðinu árið 2014 en hann skoraði 513 stig í 56 landsleikjum. Tímabilið hjá honum í fyrra hófst hjá tyrkneska félaginu Darushashfak í Istanbul en endaði hjá spænska félaginu Obradoiro. View this post on Instagram A post shared by Eurohoops.net (@eurohoops_official) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Körfubolti Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira