Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 10:30 Mikaela Shiffrin er sigursælasti skíðamaður sögunnar í heimsbikarnum en hún hefur unnið 99 mót á ferlinum. Getty/Alexander Hassenstein Bandariska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin datt illa í heimsbikarnum í gær og endaði daginn upp á sjúkrahúsi. Hún var í forystu í risasvigi eftir fyrstu ferð og var með marklínuna í sjónmáli í seinni ferðinni þegar hún missti stjórnina, endastakkst og endaði út í öryggisgrindverki. Shiffrin hélt kyrru fyrir í nokkurn tíma á meðan var hugað að henni. Hún var síðan tekin í burtu á sjúkrasleða og veifaði þá til áhorfenda. Shiffrin fór síðan á sjúkrahús. Mikaela Shiffrin's hope of recording her 100th World Cup win is ended by an unexpected fall 💔We send our best wishes and hope Mikaela is okay 🫶 pic.twitter.com/Oj3gFTZEPb— Eurosport (@eurosport) November 30, 2024 Þetta hefði verið sögulegur sigur því Shiffrin var með hundraðasta heimsbikarsigurinn sinn í augsýn. Engin skíðakarl eða -kona hafa unnið fleiri heimsbikarmót og hún gæti því orðið fyrstu skíðamaðurinn til að vinna hundrað mót í heimsbikarnum á skíðum. Ólympíumeistarinn Sara Hector tryggði sér sigur í keppninni í gær en hugur hennar var hjá Shiffrin eftir keppni. „Þetta er auðvitað svo sorglegt að sjá Mikaelu lenda í þessum árekstri þegar hún að skíða svo vel. Það var sárt fyrir mig að sjá sem og fyrir alla hér, sagði Sara Hector. Shiffrin sendi áhyggjufullum aðdáendum skilaboð frá sjúkrabeðinu þar sem hún sagði að allt liti ágætlega út. „Það er ekki mikil ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Ég get ekki hreyft mig af því að ég er með frekar stórt mar á hliðinni. Það var eitthvað sem stakk mig. Mér þykir leitt að hafa hrætt ykkur öll,“ sagði Shiffrin eins og sjá má hér fyrir neðan. Quick update. Thank you for your cheers and support. Wishing the best of luck to my teammates tomorrow!! I’ll be cheering from the sidelines on this one.🙏❤️ pic.twitter.com/5siYwSFxMT— Mikaela Shiffrin ⛷️ (@MikaelaShiffrin) November 30, 2024 Skíðaíþróttir Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira
Hún var í forystu í risasvigi eftir fyrstu ferð og var með marklínuna í sjónmáli í seinni ferðinni þegar hún missti stjórnina, endastakkst og endaði út í öryggisgrindverki. Shiffrin hélt kyrru fyrir í nokkurn tíma á meðan var hugað að henni. Hún var síðan tekin í burtu á sjúkrasleða og veifaði þá til áhorfenda. Shiffrin fór síðan á sjúkrahús. Mikaela Shiffrin's hope of recording her 100th World Cup win is ended by an unexpected fall 💔We send our best wishes and hope Mikaela is okay 🫶 pic.twitter.com/Oj3gFTZEPb— Eurosport (@eurosport) November 30, 2024 Þetta hefði verið sögulegur sigur því Shiffrin var með hundraðasta heimsbikarsigurinn sinn í augsýn. Engin skíðakarl eða -kona hafa unnið fleiri heimsbikarmót og hún gæti því orðið fyrstu skíðamaðurinn til að vinna hundrað mót í heimsbikarnum á skíðum. Ólympíumeistarinn Sara Hector tryggði sér sigur í keppninni í gær en hugur hennar var hjá Shiffrin eftir keppni. „Þetta er auðvitað svo sorglegt að sjá Mikaelu lenda í þessum árekstri þegar hún að skíða svo vel. Það var sárt fyrir mig að sjá sem og fyrir alla hér, sagði Sara Hector. Shiffrin sendi áhyggjufullum aðdáendum skilaboð frá sjúkrabeðinu þar sem hún sagði að allt liti ágætlega út. „Það er ekki mikil ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Ég get ekki hreyft mig af því að ég er með frekar stórt mar á hliðinni. Það var eitthvað sem stakk mig. Mér þykir leitt að hafa hrætt ykkur öll,“ sagði Shiffrin eins og sjá má hér fyrir neðan. Quick update. Thank you for your cheers and support. Wishing the best of luck to my teammates tomorrow!! I’ll be cheering from the sidelines on this one.🙏❤️ pic.twitter.com/5siYwSFxMT— Mikaela Shiffrin ⛷️ (@MikaelaShiffrin) November 30, 2024
Skíðaíþróttir Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira