„Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. nóvember 2024 21:40 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Jón Gautur Grindavík vann átta stiga útisigur gegn Keflavík 96-104. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var afar ánægður með sigurinn. „Þetta var mjög stórt og allir sigrar í þessari deild eru mjög mikilvægir og það er alltaf gaman að vinna hér í Keflavík. Það var erfitt að fara með óbragð í munninn inn í pásuna en að koma svona til baka gefur okkur helling,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson eftir leik. Grindavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og barátta liðsins skein í gegn sem gerði það að verkum að gestirnir voru þrettán stigum yfir í hálfleik 47-60. „Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og orkustigið var hátt og þá komum við með áhlaup. Varnarlega vorum við að gera vel og það var mikið af auðveldum körfum sem fylgdu í kjölfarið.“ Eftir flottan fyrri hálfleik voru Keflvíkingar betri í þriðja leikhluta og heimamenn voru yfir þegar haldið var í síðustu lotu. „Við töluðum um það í hálfleik að byggja ofan á það sem við gerðum í fyrri hálfleik en Keflavík er með gott lið og þeir fóru að berja frá sér og komu til baka en hrós á okkur fyrir að slá frá okkur og klára þetta með sæmd.“ Jóhann var afar ánægður með fjórða leikhluta Grindavíkur þar sem liðið fann sama takt og í fyrri hálfleik sem skilaði að lokum sigri. „Við settum stór skot ofan í. Daniel Mortensen er mjög góður og hann er töluvert betri en í fyrra og gerði vel í kvöld og það var það sem skóp þennan sigur.“ Aðspurður út í hvort Grindavík hafi verið að senda einhver skilaboð með þessum sigri á heimavelli Keflavíkur sagði Jóhann að svo væri ekki. „Ég veit það nú ekki. Það eru ekki einu sinni komin jól og við erum að fara aftur í Reykjanesbæ næsta fimmtudag þar sem við mætum Njarðvík,“ sagði Jóhann Þór að lokum. Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
„Þetta var mjög stórt og allir sigrar í þessari deild eru mjög mikilvægir og það er alltaf gaman að vinna hér í Keflavík. Það var erfitt að fara með óbragð í munninn inn í pásuna en að koma svona til baka gefur okkur helling,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson eftir leik. Grindavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og barátta liðsins skein í gegn sem gerði það að verkum að gestirnir voru þrettán stigum yfir í hálfleik 47-60. „Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og orkustigið var hátt og þá komum við með áhlaup. Varnarlega vorum við að gera vel og það var mikið af auðveldum körfum sem fylgdu í kjölfarið.“ Eftir flottan fyrri hálfleik voru Keflvíkingar betri í þriðja leikhluta og heimamenn voru yfir þegar haldið var í síðustu lotu. „Við töluðum um það í hálfleik að byggja ofan á það sem við gerðum í fyrri hálfleik en Keflavík er með gott lið og þeir fóru að berja frá sér og komu til baka en hrós á okkur fyrir að slá frá okkur og klára þetta með sæmd.“ Jóhann var afar ánægður með fjórða leikhluta Grindavíkur þar sem liðið fann sama takt og í fyrri hálfleik sem skilaði að lokum sigri. „Við settum stór skot ofan í. Daniel Mortensen er mjög góður og hann er töluvert betri en í fyrra og gerði vel í kvöld og það var það sem skóp þennan sigur.“ Aðspurður út í hvort Grindavík hafi verið að senda einhver skilaboð með þessum sigri á heimavelli Keflavíkur sagði Jóhann að svo væri ekki. „Ég veit það nú ekki. Það eru ekki einu sinni komin jól og við erum að fara aftur í Reykjanesbæ næsta fimmtudag þar sem við mætum Njarðvík,“ sagði Jóhann Þór að lokum.
Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn