Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar 25. nóvember 2024 15:02 Það er mjög margt í lífi okkar nútímamannsins sem er gervi og mætti segja að við lifum svokölluðu gervilífi að mörgu leyti. Það bætist sífellt í flóruna af gervilausnum og hér eru talin upp nokkur dæmi. Gervigreind Það er fátt meira rætt í dag en gervigreindin sem er að tröllríða tölvu- og tækniheiminum. Okkur veitir kannski ekki af gervigreind því það vantar oft mikið upp á greind okkar mannanna.Mun gervigreindin leysa öll okkar helstu vandamál eða taka yfir heiminn þar sem við verðum leidd áfram af gervigreindinni? Vonandi mun gervigreindin vera tæki til að gera líf okkar hamingjuríkara og innihaldsríkara. En gervigreindin getur vissulega verið með þúsundfalda greind á við okkur mannfókið en hana vantar gáfur sem við mannfólkið nýtum okkur vonandi til að gera gervigreindina nytsamlega.Eins og gervigreindin er kynnt þá virðist hún ætla að verða tæknin sem gerir flest mannanna verk og hugsanir óþarfar. Kannski verðum í við öll í framtíðinni bara fyrir framan tölvuskjái/síma og sendum gervigreind skipanir um að sjá um vinnuna okkar, innkaupin, samskiptin og við sitjum þá bara heima og teljum peningana okkar (en gervigreindin getur svo sem örugglega líka talið þá fyrir okkur). Gervimatur Það er fáránlega mikið framboð af mikið unnum verksmiðjumat sem hægt er að kalla gervimat, með mikið af sykri, óhollri fitu, gervisætuefnum, fylliefnum, bragðefnum og öðrum aukaefnum. Þessi gervimatur á lítið sem ekkert skylt við næringarríkan og náttúrulegan mat sem er lífsnauðsynlegur fyrir okkur mannfólkið. Mikið af svona gerunnum matvörum hafa sýnt sig ýta undir mikla fjölgun lífsstílssjúkdóma undanfarna áratugi. Gervipeningar (rafmynt) Líklega ekki það versta í okkar gerviheimi er rafmyntin því peningar í formi seðla eru á útleið. Persónulega sér maður sjálfur lítið af peningum, reikningar eru greiddir rafrænt og flest kaup mín fara líka fram rafrænt. Framtíðin er greinilega þannig að venjulegir seðlar verða ekki til eins og við sjáum þá í dag. Gerviplöntur Ég er mikið fyrir lifandi pottaplöntur og þær eru nær óteljandi plönturnar á mínu heimili. Svo mikið er af plöntum á heimilinu að konunni blöskrar og er reglulega að gefa plönturnar mínar. Þessar plöntur á heimilinu eru til prýði og stuðla að betri loftgæðum. En gerviblóm á ég mjög erfitt með og finnst þau alltaf mun verri kostur en alvöru (lifandi) plöntur. Ég skil ekki fólk eða fyrirtæki sem fylla vistarverur sínar af gerviblómum. Gerviliðir (og líffæri) Gerviliðir er góð uppfinning því mjaðma- og hnáliðir hafa bjargað stoðkerfi margra og þá sérstaklega á efri árum. Össur stoðtækjafyrirtæki hefur líka sérhæft sig í því að framleiða gerviútlimi sem hafa nýst ótrúlega mörgum um allan heim.Ef að tæknin væri kominn þangað þá væri líka mikil eftirspurn í gervilíffæri eins og hjarta, nýru, lifur og bris, því nútímalífsstíll með ofgnótt gervimatar og hreyfingarleysis fer illa með líffæri mannsins. Þessar gervilausnir hafa sýna kosti og galla en vonandi endum við ekki sem gervimanneskjur með mikilli notkun gervilausna.Það eina sem er ekki gervi í þessari gerviveröld er kvíðinn sem hellist yfir mig vegna þess að ég er týndur gerviheimi. Höfundur er næringarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Gervigreind Rafmyntir Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Það er mjög margt í lífi okkar nútímamannsins sem er gervi og mætti segja að við lifum svokölluðu gervilífi að mörgu leyti. Það bætist sífellt í flóruna af gervilausnum og hér eru talin upp nokkur dæmi. Gervigreind Það er fátt meira rætt í dag en gervigreindin sem er að tröllríða tölvu- og tækniheiminum. Okkur veitir kannski ekki af gervigreind því það vantar oft mikið upp á greind okkar mannanna.Mun gervigreindin leysa öll okkar helstu vandamál eða taka yfir heiminn þar sem við verðum leidd áfram af gervigreindinni? Vonandi mun gervigreindin vera tæki til að gera líf okkar hamingjuríkara og innihaldsríkara. En gervigreindin getur vissulega verið með þúsundfalda greind á við okkur mannfókið en hana vantar gáfur sem við mannfólkið nýtum okkur vonandi til að gera gervigreindina nytsamlega.Eins og gervigreindin er kynnt þá virðist hún ætla að verða tæknin sem gerir flest mannanna verk og hugsanir óþarfar. Kannski verðum í við öll í framtíðinni bara fyrir framan tölvuskjái/síma og sendum gervigreind skipanir um að sjá um vinnuna okkar, innkaupin, samskiptin og við sitjum þá bara heima og teljum peningana okkar (en gervigreindin getur svo sem örugglega líka talið þá fyrir okkur). Gervimatur Það er fáránlega mikið framboð af mikið unnum verksmiðjumat sem hægt er að kalla gervimat, með mikið af sykri, óhollri fitu, gervisætuefnum, fylliefnum, bragðefnum og öðrum aukaefnum. Þessi gervimatur á lítið sem ekkert skylt við næringarríkan og náttúrulegan mat sem er lífsnauðsynlegur fyrir okkur mannfólkið. Mikið af svona gerunnum matvörum hafa sýnt sig ýta undir mikla fjölgun lífsstílssjúkdóma undanfarna áratugi. Gervipeningar (rafmynt) Líklega ekki það versta í okkar gerviheimi er rafmyntin því peningar í formi seðla eru á útleið. Persónulega sér maður sjálfur lítið af peningum, reikningar eru greiddir rafrænt og flest kaup mín fara líka fram rafrænt. Framtíðin er greinilega þannig að venjulegir seðlar verða ekki til eins og við sjáum þá í dag. Gerviplöntur Ég er mikið fyrir lifandi pottaplöntur og þær eru nær óteljandi plönturnar á mínu heimili. Svo mikið er af plöntum á heimilinu að konunni blöskrar og er reglulega að gefa plönturnar mínar. Þessar plöntur á heimilinu eru til prýði og stuðla að betri loftgæðum. En gerviblóm á ég mjög erfitt með og finnst þau alltaf mun verri kostur en alvöru (lifandi) plöntur. Ég skil ekki fólk eða fyrirtæki sem fylla vistarverur sínar af gerviblómum. Gerviliðir (og líffæri) Gerviliðir er góð uppfinning því mjaðma- og hnáliðir hafa bjargað stoðkerfi margra og þá sérstaklega á efri árum. Össur stoðtækjafyrirtæki hefur líka sérhæft sig í því að framleiða gerviútlimi sem hafa nýst ótrúlega mörgum um allan heim.Ef að tæknin væri kominn þangað þá væri líka mikil eftirspurn í gervilíffæri eins og hjarta, nýru, lifur og bris, því nútímalífsstíll með ofgnótt gervimatar og hreyfingarleysis fer illa með líffæri mannsins. Þessar gervilausnir hafa sýna kosti og galla en vonandi endum við ekki sem gervimanneskjur með mikilli notkun gervilausna.Það eina sem er ekki gervi í þessari gerviveröld er kvíðinn sem hellist yfir mig vegna þess að ég er týndur gerviheimi. Höfundur er næringarfræðingur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun