Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar 25. nóvember 2024 15:02 Það er mjög margt í lífi okkar nútímamannsins sem er gervi og mætti segja að við lifum svokölluðu gervilífi að mörgu leyti. Það bætist sífellt í flóruna af gervilausnum og hér eru talin upp nokkur dæmi. Gervigreind Það er fátt meira rætt í dag en gervigreindin sem er að tröllríða tölvu- og tækniheiminum. Okkur veitir kannski ekki af gervigreind því það vantar oft mikið upp á greind okkar mannanna.Mun gervigreindin leysa öll okkar helstu vandamál eða taka yfir heiminn þar sem við verðum leidd áfram af gervigreindinni? Vonandi mun gervigreindin vera tæki til að gera líf okkar hamingjuríkara og innihaldsríkara. En gervigreindin getur vissulega verið með þúsundfalda greind á við okkur mannfókið en hana vantar gáfur sem við mannfólkið nýtum okkur vonandi til að gera gervigreindina nytsamlega.Eins og gervigreindin er kynnt þá virðist hún ætla að verða tæknin sem gerir flest mannanna verk og hugsanir óþarfar. Kannski verðum í við öll í framtíðinni bara fyrir framan tölvuskjái/síma og sendum gervigreind skipanir um að sjá um vinnuna okkar, innkaupin, samskiptin og við sitjum þá bara heima og teljum peningana okkar (en gervigreindin getur svo sem örugglega líka talið þá fyrir okkur). Gervimatur Það er fáránlega mikið framboð af mikið unnum verksmiðjumat sem hægt er að kalla gervimat, með mikið af sykri, óhollri fitu, gervisætuefnum, fylliefnum, bragðefnum og öðrum aukaefnum. Þessi gervimatur á lítið sem ekkert skylt við næringarríkan og náttúrulegan mat sem er lífsnauðsynlegur fyrir okkur mannfólkið. Mikið af svona gerunnum matvörum hafa sýnt sig ýta undir mikla fjölgun lífsstílssjúkdóma undanfarna áratugi. Gervipeningar (rafmynt) Líklega ekki það versta í okkar gerviheimi er rafmyntin því peningar í formi seðla eru á útleið. Persónulega sér maður sjálfur lítið af peningum, reikningar eru greiddir rafrænt og flest kaup mín fara líka fram rafrænt. Framtíðin er greinilega þannig að venjulegir seðlar verða ekki til eins og við sjáum þá í dag. Gerviplöntur Ég er mikið fyrir lifandi pottaplöntur og þær eru nær óteljandi plönturnar á mínu heimili. Svo mikið er af plöntum á heimilinu að konunni blöskrar og er reglulega að gefa plönturnar mínar. Þessar plöntur á heimilinu eru til prýði og stuðla að betri loftgæðum. En gerviblóm á ég mjög erfitt með og finnst þau alltaf mun verri kostur en alvöru (lifandi) plöntur. Ég skil ekki fólk eða fyrirtæki sem fylla vistarverur sínar af gerviblómum. Gerviliðir (og líffæri) Gerviliðir er góð uppfinning því mjaðma- og hnáliðir hafa bjargað stoðkerfi margra og þá sérstaklega á efri árum. Össur stoðtækjafyrirtæki hefur líka sérhæft sig í því að framleiða gerviútlimi sem hafa nýst ótrúlega mörgum um allan heim.Ef að tæknin væri kominn þangað þá væri líka mikil eftirspurn í gervilíffæri eins og hjarta, nýru, lifur og bris, því nútímalífsstíll með ofgnótt gervimatar og hreyfingarleysis fer illa með líffæri mannsins. Þessar gervilausnir hafa sýna kosti og galla en vonandi endum við ekki sem gervimanneskjur með mikilli notkun gervilausna.Það eina sem er ekki gervi í þessari gerviveröld er kvíðinn sem hellist yfir mig vegna þess að ég er týndur gerviheimi. Höfundur er næringarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Gervigreind Rafmyntir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mjög margt í lífi okkar nútímamannsins sem er gervi og mætti segja að við lifum svokölluðu gervilífi að mörgu leyti. Það bætist sífellt í flóruna af gervilausnum og hér eru talin upp nokkur dæmi. Gervigreind Það er fátt meira rætt í dag en gervigreindin sem er að tröllríða tölvu- og tækniheiminum. Okkur veitir kannski ekki af gervigreind því það vantar oft mikið upp á greind okkar mannanna.Mun gervigreindin leysa öll okkar helstu vandamál eða taka yfir heiminn þar sem við verðum leidd áfram af gervigreindinni? Vonandi mun gervigreindin vera tæki til að gera líf okkar hamingjuríkara og innihaldsríkara. En gervigreindin getur vissulega verið með þúsundfalda greind á við okkur mannfókið en hana vantar gáfur sem við mannfólkið nýtum okkur vonandi til að gera gervigreindina nytsamlega.Eins og gervigreindin er kynnt þá virðist hún ætla að verða tæknin sem gerir flest mannanna verk og hugsanir óþarfar. Kannski verðum í við öll í framtíðinni bara fyrir framan tölvuskjái/síma og sendum gervigreind skipanir um að sjá um vinnuna okkar, innkaupin, samskiptin og við sitjum þá bara heima og teljum peningana okkar (en gervigreindin getur svo sem örugglega líka talið þá fyrir okkur). Gervimatur Það er fáránlega mikið framboð af mikið unnum verksmiðjumat sem hægt er að kalla gervimat, með mikið af sykri, óhollri fitu, gervisætuefnum, fylliefnum, bragðefnum og öðrum aukaefnum. Þessi gervimatur á lítið sem ekkert skylt við næringarríkan og náttúrulegan mat sem er lífsnauðsynlegur fyrir okkur mannfólkið. Mikið af svona gerunnum matvörum hafa sýnt sig ýta undir mikla fjölgun lífsstílssjúkdóma undanfarna áratugi. Gervipeningar (rafmynt) Líklega ekki það versta í okkar gerviheimi er rafmyntin því peningar í formi seðla eru á útleið. Persónulega sér maður sjálfur lítið af peningum, reikningar eru greiddir rafrænt og flest kaup mín fara líka fram rafrænt. Framtíðin er greinilega þannig að venjulegir seðlar verða ekki til eins og við sjáum þá í dag. Gerviplöntur Ég er mikið fyrir lifandi pottaplöntur og þær eru nær óteljandi plönturnar á mínu heimili. Svo mikið er af plöntum á heimilinu að konunni blöskrar og er reglulega að gefa plönturnar mínar. Þessar plöntur á heimilinu eru til prýði og stuðla að betri loftgæðum. En gerviblóm á ég mjög erfitt með og finnst þau alltaf mun verri kostur en alvöru (lifandi) plöntur. Ég skil ekki fólk eða fyrirtæki sem fylla vistarverur sínar af gerviblómum. Gerviliðir (og líffæri) Gerviliðir er góð uppfinning því mjaðma- og hnáliðir hafa bjargað stoðkerfi margra og þá sérstaklega á efri árum. Össur stoðtækjafyrirtæki hefur líka sérhæft sig í því að framleiða gerviútlimi sem hafa nýst ótrúlega mörgum um allan heim.Ef að tæknin væri kominn þangað þá væri líka mikil eftirspurn í gervilíffæri eins og hjarta, nýru, lifur og bris, því nútímalífsstíll með ofgnótt gervimatar og hreyfingarleysis fer illa með líffæri mannsins. Þessar gervilausnir hafa sýna kosti og galla en vonandi endum við ekki sem gervimanneskjur með mikilli notkun gervilausna.Það eina sem er ekki gervi í þessari gerviveröld er kvíðinn sem hellist yfir mig vegna þess að ég er týndur gerviheimi. Höfundur er næringarfræðingur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun