Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar 20. nóvember 2024 13:47 Veiðileyfagjald er gjald sem útgerðir greiða fyrir að fá leyfi til að veiða á miðunum við Ísland. Útgerðinni er mikið í mun að tala um veiðileyfagjald sem „skatt“ þó það sé ekki skattur heldur aðeins eitt af því sem þarf að vera til staðar áður en haldið er til veiða, sambærilegt við veiðarfæri, olíu á skipið, kost fyrir áhöfnina o.sv.frv. Undanfarin ár hefur gjaldið verið reiknað eins og skattur og numið að jafnaði um 10 milljörðum á ári. Gjaldið hefur runnið í ríkissjóð sem afnotagjald útgerðarinnar af fiskimiðum í eigu þjóðarinnar. Sjávarútvegsfyrirtækin selja mörg hver dótturfyrirtækjum sínum eigin afurðir á verði sem þau ákveða sjálf. Því hafa kunnáttumenn á sviði bókhalds talið að með réttri verðlagningu sé veiðileyfagjaldið sem sjávarútvegsfyrirtækin greiða í ríkissjóð allt of lágt, fjárhæðin ætti að vera fjórfalt hærri eða a.m.k. 40 milljarðar. Enda hefur sýnt sig að þeir fjármunir sem eftir verða hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum eru svo miklir að eigendur þeirra hafa átt í erfiðleikum með að koma þeim fyrir og því hafa þau keypt fjölda íbúða í Reykjavík, Eimskip og blaðaútgáfu svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Við skoðun á stefnumiðum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum og reynslunni af veru flokkanna í ríkisstjórn þá varð eftirfarandi samantekt til: Framsóknarflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Viðreisn Fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli Sjálfstæðisflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Flokkur fólksins Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi Sósíalistaflokkur Eðlilegt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Lýðræðisflokkur Allur afli seldur á fiskmarkaði; segir ekkert um veiðileyfagjald. Miðflokkur Gegnsæ og einföld veiðileyfagjöld. Píratar Sanngjarnt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Samfylking Sjávarútvegsfyrirtækin greiði fullt og sanngjarnt gjald sem verði hærra en nú er Vinstri græn Nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma gegn eðlilegu gjaldi Þessi samantekt sýnir að fráfarandi stjórnarflokkar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur auk Miðflokks eru afar ólíklegir til að sjá til þess að þjóðin fái sinn réttláta skerf af umframarðinum sem sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú af sjávarútvegsauðlindinni. Þar nægir einnig að minna á að ofarlega á framboðslistum þessara flokka eru einstaklingar sem beinlínis mætti kalla fulltrúa útgerðanna sem hafa aldrei sýnt mikinn vilja til að greiða meira til þjóðarinnar fyrir afnotarétt af þessari auðlind sem þó er í eigu hennar. Vinstri græn verða einnig að teljast ólíkleg í ljósi nýlokinni sjö ára veru þeirra í ríkisstjórn. Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins gera ráð fyrir að greitt sé „fullt gjald“ sem er sama orðalag og notað er þegar greiddar eru eignarnámsbætur, orðalag sem á að tryggja að gjaldið ákvarðist með hlutlausum og sanngjörnum hætti. Segja má að sama gildi um Pírata og Sósíalista sem vilja að greitt sé „sanngjarnt“ og „eðlilegt“ gjald sem gera má ráð fyrir að þeir túlki sem „fullt gjald“ m.v. annað sem fram kemur í stefnuskrám þeirra. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Veiðileyfagjald er gjald sem útgerðir greiða fyrir að fá leyfi til að veiða á miðunum við Ísland. Útgerðinni er mikið í mun að tala um veiðileyfagjald sem „skatt“ þó það sé ekki skattur heldur aðeins eitt af því sem þarf að vera til staðar áður en haldið er til veiða, sambærilegt við veiðarfæri, olíu á skipið, kost fyrir áhöfnina o.sv.frv. Undanfarin ár hefur gjaldið verið reiknað eins og skattur og numið að jafnaði um 10 milljörðum á ári. Gjaldið hefur runnið í ríkissjóð sem afnotagjald útgerðarinnar af fiskimiðum í eigu þjóðarinnar. Sjávarútvegsfyrirtækin selja mörg hver dótturfyrirtækjum sínum eigin afurðir á verði sem þau ákveða sjálf. Því hafa kunnáttumenn á sviði bókhalds talið að með réttri verðlagningu sé veiðileyfagjaldið sem sjávarútvegsfyrirtækin greiða í ríkissjóð allt of lágt, fjárhæðin ætti að vera fjórfalt hærri eða a.m.k. 40 milljarðar. Enda hefur sýnt sig að þeir fjármunir sem eftir verða hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum eru svo miklir að eigendur þeirra hafa átt í erfiðleikum með að koma þeim fyrir og því hafa þau keypt fjölda íbúða í Reykjavík, Eimskip og blaðaútgáfu svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Við skoðun á stefnumiðum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum og reynslunni af veru flokkanna í ríkisstjórn þá varð eftirfarandi samantekt til: Framsóknarflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Viðreisn Fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli Sjálfstæðisflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Flokkur fólksins Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi Sósíalistaflokkur Eðlilegt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Lýðræðisflokkur Allur afli seldur á fiskmarkaði; segir ekkert um veiðileyfagjald. Miðflokkur Gegnsæ og einföld veiðileyfagjöld. Píratar Sanngjarnt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Samfylking Sjávarútvegsfyrirtækin greiði fullt og sanngjarnt gjald sem verði hærra en nú er Vinstri græn Nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma gegn eðlilegu gjaldi Þessi samantekt sýnir að fráfarandi stjórnarflokkar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur auk Miðflokks eru afar ólíklegir til að sjá til þess að þjóðin fái sinn réttláta skerf af umframarðinum sem sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú af sjávarútvegsauðlindinni. Þar nægir einnig að minna á að ofarlega á framboðslistum þessara flokka eru einstaklingar sem beinlínis mætti kalla fulltrúa útgerðanna sem hafa aldrei sýnt mikinn vilja til að greiða meira til þjóðarinnar fyrir afnotarétt af þessari auðlind sem þó er í eigu hennar. Vinstri græn verða einnig að teljast ólíkleg í ljósi nýlokinni sjö ára veru þeirra í ríkisstjórn. Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins gera ráð fyrir að greitt sé „fullt gjald“ sem er sama orðalag og notað er þegar greiddar eru eignarnámsbætur, orðalag sem á að tryggja að gjaldið ákvarðist með hlutlausum og sanngjörnum hætti. Segja má að sama gildi um Pírata og Sósíalista sem vilja að greitt sé „sanngjarnt“ og „eðlilegt“ gjald sem gera má ráð fyrir að þeir túlki sem „fullt gjald“ m.v. annað sem fram kemur í stefnuskrám þeirra. Höfundur er hagfræðingur.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun