Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar 20. nóvember 2024 13:47 Veiðileyfagjald er gjald sem útgerðir greiða fyrir að fá leyfi til að veiða á miðunum við Ísland. Útgerðinni er mikið í mun að tala um veiðileyfagjald sem „skatt“ þó það sé ekki skattur heldur aðeins eitt af því sem þarf að vera til staðar áður en haldið er til veiða, sambærilegt við veiðarfæri, olíu á skipið, kost fyrir áhöfnina o.sv.frv. Undanfarin ár hefur gjaldið verið reiknað eins og skattur og numið að jafnaði um 10 milljörðum á ári. Gjaldið hefur runnið í ríkissjóð sem afnotagjald útgerðarinnar af fiskimiðum í eigu þjóðarinnar. Sjávarútvegsfyrirtækin selja mörg hver dótturfyrirtækjum sínum eigin afurðir á verði sem þau ákveða sjálf. Því hafa kunnáttumenn á sviði bókhalds talið að með réttri verðlagningu sé veiðileyfagjaldið sem sjávarútvegsfyrirtækin greiða í ríkissjóð allt of lágt, fjárhæðin ætti að vera fjórfalt hærri eða a.m.k. 40 milljarðar. Enda hefur sýnt sig að þeir fjármunir sem eftir verða hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum eru svo miklir að eigendur þeirra hafa átt í erfiðleikum með að koma þeim fyrir og því hafa þau keypt fjölda íbúða í Reykjavík, Eimskip og blaðaútgáfu svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Við skoðun á stefnumiðum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum og reynslunni af veru flokkanna í ríkisstjórn þá varð eftirfarandi samantekt til: Framsóknarflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Viðreisn Fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli Sjálfstæðisflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Flokkur fólksins Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi Sósíalistaflokkur Eðlilegt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Lýðræðisflokkur Allur afli seldur á fiskmarkaði; segir ekkert um veiðileyfagjald. Miðflokkur Gegnsæ og einföld veiðileyfagjöld. Píratar Sanngjarnt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Samfylking Sjávarútvegsfyrirtækin greiði fullt og sanngjarnt gjald sem verði hærra en nú er Vinstri græn Nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma gegn eðlilegu gjaldi Þessi samantekt sýnir að fráfarandi stjórnarflokkar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur auk Miðflokks eru afar ólíklegir til að sjá til þess að þjóðin fái sinn réttláta skerf af umframarðinum sem sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú af sjávarútvegsauðlindinni. Þar nægir einnig að minna á að ofarlega á framboðslistum þessara flokka eru einstaklingar sem beinlínis mætti kalla fulltrúa útgerðanna sem hafa aldrei sýnt mikinn vilja til að greiða meira til þjóðarinnar fyrir afnotarétt af þessari auðlind sem þó er í eigu hennar. Vinstri græn verða einnig að teljast ólíkleg í ljósi nýlokinni sjö ára veru þeirra í ríkisstjórn. Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins gera ráð fyrir að greitt sé „fullt gjald“ sem er sama orðalag og notað er þegar greiddar eru eignarnámsbætur, orðalag sem á að tryggja að gjaldið ákvarðist með hlutlausum og sanngjörnum hætti. Segja má að sama gildi um Pírata og Sósíalista sem vilja að greitt sé „sanngjarnt“ og „eðlilegt“ gjald sem gera má ráð fyrir að þeir túlki sem „fullt gjald“ m.v. annað sem fram kemur í stefnuskrám þeirra. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Veiðileyfagjald er gjald sem útgerðir greiða fyrir að fá leyfi til að veiða á miðunum við Ísland. Útgerðinni er mikið í mun að tala um veiðileyfagjald sem „skatt“ þó það sé ekki skattur heldur aðeins eitt af því sem þarf að vera til staðar áður en haldið er til veiða, sambærilegt við veiðarfæri, olíu á skipið, kost fyrir áhöfnina o.sv.frv. Undanfarin ár hefur gjaldið verið reiknað eins og skattur og numið að jafnaði um 10 milljörðum á ári. Gjaldið hefur runnið í ríkissjóð sem afnotagjald útgerðarinnar af fiskimiðum í eigu þjóðarinnar. Sjávarútvegsfyrirtækin selja mörg hver dótturfyrirtækjum sínum eigin afurðir á verði sem þau ákveða sjálf. Því hafa kunnáttumenn á sviði bókhalds talið að með réttri verðlagningu sé veiðileyfagjaldið sem sjávarútvegsfyrirtækin greiða í ríkissjóð allt of lágt, fjárhæðin ætti að vera fjórfalt hærri eða a.m.k. 40 milljarðar. Enda hefur sýnt sig að þeir fjármunir sem eftir verða hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum eru svo miklir að eigendur þeirra hafa átt í erfiðleikum með að koma þeim fyrir og því hafa þau keypt fjölda íbúða í Reykjavík, Eimskip og blaðaútgáfu svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Við skoðun á stefnumiðum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum og reynslunni af veru flokkanna í ríkisstjórn þá varð eftirfarandi samantekt til: Framsóknarflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Viðreisn Fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli Sjálfstæðisflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Flokkur fólksins Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi Sósíalistaflokkur Eðlilegt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Lýðræðisflokkur Allur afli seldur á fiskmarkaði; segir ekkert um veiðileyfagjald. Miðflokkur Gegnsæ og einföld veiðileyfagjöld. Píratar Sanngjarnt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Samfylking Sjávarútvegsfyrirtækin greiði fullt og sanngjarnt gjald sem verði hærra en nú er Vinstri græn Nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma gegn eðlilegu gjaldi Þessi samantekt sýnir að fráfarandi stjórnarflokkar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur auk Miðflokks eru afar ólíklegir til að sjá til þess að þjóðin fái sinn réttláta skerf af umframarðinum sem sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú af sjávarútvegsauðlindinni. Þar nægir einnig að minna á að ofarlega á framboðslistum þessara flokka eru einstaklingar sem beinlínis mætti kalla fulltrúa útgerðanna sem hafa aldrei sýnt mikinn vilja til að greiða meira til þjóðarinnar fyrir afnotarétt af þessari auðlind sem þó er í eigu hennar. Vinstri græn verða einnig að teljast ólíkleg í ljósi nýlokinni sjö ára veru þeirra í ríkisstjórn. Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins gera ráð fyrir að greitt sé „fullt gjald“ sem er sama orðalag og notað er þegar greiddar eru eignarnámsbætur, orðalag sem á að tryggja að gjaldið ákvarðist með hlutlausum og sanngjörnum hætti. Segja má að sama gildi um Pírata og Sósíalista sem vilja að greitt sé „sanngjarnt“ og „eðlilegt“ gjald sem gera má ráð fyrir að þeir túlki sem „fullt gjald“ m.v. annað sem fram kemur í stefnuskrám þeirra. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar