Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 16. nóvember 2024 23:00 Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Ekki kaupa ESB viðreisnarköttinn í sekknum né miðflokks-miðjumoðsjálkana - sem hafa helst lagt það til málanna á Alþingi Íslendinga að koma upp ríkisrekinni áburðarverksmiðju. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá því hann var stofnaður árið 1929 staðið vörð um einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Flokkurinn hefur sýnt þá stefnu skýrt í verkum sínum og mun gera það áfram. Séreignastefnan: Séreignastefnan er hornsteinn í húsnæðisstefnu flokksins og við höfum ávallt lagt áherslu á það skýra markmið að gera fólki kleift að eignast sitt eigið húsnæði. Við hvetjum fólk jafnframt til sparnaðar og eigum skuldlaust heiðurinn af því að hafa komið á séreignasparnaðarkerfi lífeyris sem og því að einstaklingar geti ráðstafað hluta þess sparnaðar inn á húsnæðislán sitt. Það er aðgerð sem hefur komið íbúðareigendum landsins mjög vel og gagnast báðum markmiðum; að styðja við séreignastefnuna og að hvetja til sparnaðar. Lágir skattar Við sjálfstæðismenn höfum trú á að framtak einstaklingsins sé auðlind og viljum að fólk fái að njóta ávaxta eigin verka í sem mestum mæli. Með þeirri leið er auðvelt að sjá tilgang þess að leggja sig allt fram við að koma nýjum hugmyndum í framkvæmd með það að markmiði að sjá sér og sínum farborða og auka lífsgæði. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn ávallt barist fyrir lækkun skatta, einföldu og skýru skattkerfi og einföldun regluverks. ESB? Okkar stefna er skýr varðandi Evrópumálin. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að Ísland gangi í ESB en vill sterkan EES-samning enda hefur hann nýst þjóðinni mjög vel. Árið 2009 sótti vinstri stjórnin sem þá stýrði málum um aðild að ESB án þess að hugur fylgdi máli. Orðræðan þá var að kíkt skyldi í pakkann, sjá hvað væri í boði og tíma fjölda fólks og gríðarlegu fjármagni eytt í aðildarviðræður við ESB. En stefna Sjálfstæðisflokksins, þá sem nú, er skýr: Ef maður sækir um aðild að ESB þá er ljóst hvað er í boði, það er ESB. Núna virðist þetta mál vaknað að nýju þar sem Viðreisn, sem nú rís hátt í skoðanakönnunum, hefur þá stefnu að ganga í ESB og hefur lýst yfir að fram skuli fara atkvæðagreiðsla um hvort „kíkja skuli í pakkann“. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki slíka skógarferð enda er það kalt hagsmunamat að hagsmunum lands og þjóðar er betur borgið utan ESB en innan þess. Þeir sem velta fyrir sér að kjósa flokka sem eru yfirlýstir stuðningsmenn þess að þröngva Íslandi inn í ESB þurfa að velta fyrir sér afleiðingum inngöngu. Bera þarf saman lífskjör, atvinnuleysistölur, hagvöxt á Íslandi og í Evrópu. Einnig þarf að ræða áhrif þess ef orkuauðlindir þjóðarinnar verða hluti af evrópskum markaði. Í hnotskurn Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Vörumst eftirlíkingar og kjósum alvöru hægri flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Skattar og tollar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Ekki kaupa ESB viðreisnarköttinn í sekknum né miðflokks-miðjumoðsjálkana - sem hafa helst lagt það til málanna á Alþingi Íslendinga að koma upp ríkisrekinni áburðarverksmiðju. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá því hann var stofnaður árið 1929 staðið vörð um einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Flokkurinn hefur sýnt þá stefnu skýrt í verkum sínum og mun gera það áfram. Séreignastefnan: Séreignastefnan er hornsteinn í húsnæðisstefnu flokksins og við höfum ávallt lagt áherslu á það skýra markmið að gera fólki kleift að eignast sitt eigið húsnæði. Við hvetjum fólk jafnframt til sparnaðar og eigum skuldlaust heiðurinn af því að hafa komið á séreignasparnaðarkerfi lífeyris sem og því að einstaklingar geti ráðstafað hluta þess sparnaðar inn á húsnæðislán sitt. Það er aðgerð sem hefur komið íbúðareigendum landsins mjög vel og gagnast báðum markmiðum; að styðja við séreignastefnuna og að hvetja til sparnaðar. Lágir skattar Við sjálfstæðismenn höfum trú á að framtak einstaklingsins sé auðlind og viljum að fólk fái að njóta ávaxta eigin verka í sem mestum mæli. Með þeirri leið er auðvelt að sjá tilgang þess að leggja sig allt fram við að koma nýjum hugmyndum í framkvæmd með það að markmiði að sjá sér og sínum farborða og auka lífsgæði. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn ávallt barist fyrir lækkun skatta, einföldu og skýru skattkerfi og einföldun regluverks. ESB? Okkar stefna er skýr varðandi Evrópumálin. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að Ísland gangi í ESB en vill sterkan EES-samning enda hefur hann nýst þjóðinni mjög vel. Árið 2009 sótti vinstri stjórnin sem þá stýrði málum um aðild að ESB án þess að hugur fylgdi máli. Orðræðan þá var að kíkt skyldi í pakkann, sjá hvað væri í boði og tíma fjölda fólks og gríðarlegu fjármagni eytt í aðildarviðræður við ESB. En stefna Sjálfstæðisflokksins, þá sem nú, er skýr: Ef maður sækir um aðild að ESB þá er ljóst hvað er í boði, það er ESB. Núna virðist þetta mál vaknað að nýju þar sem Viðreisn, sem nú rís hátt í skoðanakönnunum, hefur þá stefnu að ganga í ESB og hefur lýst yfir að fram skuli fara atkvæðagreiðsla um hvort „kíkja skuli í pakkann“. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki slíka skógarferð enda er það kalt hagsmunamat að hagsmunum lands og þjóðar er betur borgið utan ESB en innan þess. Þeir sem velta fyrir sér að kjósa flokka sem eru yfirlýstir stuðningsmenn þess að þröngva Íslandi inn í ESB þurfa að velta fyrir sér afleiðingum inngöngu. Bera þarf saman lífskjör, atvinnuleysistölur, hagvöxt á Íslandi og í Evrópu. Einnig þarf að ræða áhrif þess ef orkuauðlindir þjóðarinnar verða hluti af evrópskum markaði. Í hnotskurn Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Vörumst eftirlíkingar og kjósum alvöru hægri flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun