Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar 15. nóvember 2024 17:33 Mörg hjónabönd enda með skilnaði sem leiðir til margra úrlausnarefna. Oft er sátt um hvernig leysa eigi úr þeim. Sum málanna, ekki síst forsjá barna, fara hins vegar fyrir dómstóla. Þar telja feður sem í þessu lenda að þeir eigi mjög undir högg að sækja. Það orð fer af að mæðurnar vinni einfaldlega öll forræðismál. Mér er tjáð að fyrir allnokkrum árum hafi komið fram í umræðum á Alþingi að eitt ár hafi mæðurnar haft vinninginn í 53 af 54 málum. Ekki fylgdi fréttinni í hve mörgum málum hefði verið fallist á sameiginlegt forræði eða hvort þetta hefði átt sér stað áður en þau lög tóku gildi. Skýringin er væntanlega sú að lög um meðferð dómsmála eru miðuð við þjóðfélagið eins og það var á árunum 1950-1970. Dómskerfið álítur það ennþá vera þannig. Á þessum árum var það næstum algild regla að móðirin sá um heimilið og þar með börnin en faðirinn um tekjuöflunina. Hann þekkti þess vegna almennt séð miklu minna til barnauppeldis, þarfa barna og heimilisstörf heldur en móðirin. Hugsunarhátturinn var allt annar. Allt var í fastari skorðum, fjölskyldan miðlægari, hraði breytinga lítill miðað við nútímann, gamla fólkið kunni á allt eins vel og þeir sem yngri voru, tækifærin færri, útvarpið aðal fréttamiðillinn, sendibréf aðal samskiptamiðillinn, gagnfræðapróf markmið flestra annarra en þá helst yfirstéttarbarna sem mörg fóru í menntaskóla, háskólanám var bara draumur flestra, osfrv. Nú er þjóðfélagið orðið allt annað og flóknara. Yfirleitt eru bæði hjónin í að afla tekna fyrir heimilið sem hefur orðið til þess að faðirinn hefur tekið miklu meiri þátt í heimilisstörfum og uppeldi barnanna. Hraði breytinga er orðinn það mikill að mörgu eldra fólki finnst það ekki geta fylgt þróuninni eftir og þarf aðstoð þeirra sem yngri eru til þess að geta tekið fullan þátt í þjóðfélaginu. Þjóðfélagið sem var við lýði árin1950 – 1970 er ekki lengur til í huga almennings en virðist eftir sem áður megin viðmið dómskerfisins. Ennþá virðist vera dæmt eins og þjóðfélagið sé eins og það var um það leyti. Ástæðan gæti verið sú að í dómsúrskurðum er mikið farið eftir þeim dómum sem áður hafa fallið sem höfðu farið eftir þeim dómum sem þá höfðu fallið og svo framvegis. Ekkert er í lögum um að dómar eigi að fylgja þjóðfélagsþróuninni og mér vitandi ekkert afl sem í raun stuðlar að því. Ekkert er heldur í lögum um að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi eigi að vera til staðar í dómum. Af ofangreindum ástæðum er dómskerfið í raun læst inni í eigin gildru vegna þess að það „situr bara og horfir í eigin barm og forðast að horfa í kringum sig“ og þegir alla gagnrýni í hel. Það lætur, eftir minni bestu vitneskju, hvorki Alþingi né ráðherra vita um vaxandi veikleika í dómskerfinu á mörgum sviðum sem sýnir mikið andvaraleysi. Bókstaflega verður að vera einhver aðili í dómskerfinu sem hefur eftirlit með og yfirsýn yfir þróunina í þjóðfélaginu og hvernig svokallaðar sannanir eru að breytast eða hafa breyst með tímanum. Um gæti verið að ræða nefnd eða stofnun sem gæti verið í tengslum við dómara á landinu og umboðsmann Alþingis eða einhvers aðila sem ætti að gæta hagsmuna almennings. Þurfi að breyta lögum ætti hún einnig að vera í tengslum við nefnd á Alþingi sem myndi leggja mat á málið og undirbúa framsetningu þess þar.Hvað sem líður ofangreindu þá er niðurstaðan að miklu skárra væri að kasta upp um hana að teknu tilliti til réttlætis, sanngirnis og heilbrigðar skynsemi en að dómararnir dæmi. Athuga þarf að þetta er fimmta greinin sem ég hef ritað og birst hefur hér á Vísi á rúmum tveimur vikum sem allar hafa fjallað um tegundir dómsmála þar sem nánast alger einstefna er í dómum. Hinn sterki hefur vinninginn.Svindlari hefur vinninginn.Nauðgari hefur vinninginn.Móðirin hefur vinninginn í forsjármáli. Það sem að er að fyrir einstefnunni eru ekki minnstu rök sé litið til réttlætis sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Í öllum greinunum hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að miklu skárra hefði verið að kasta upp um niðurstöðuna en dómarar dæmi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Rangfærslur um Ísrael og Arabaríkin Hannes H. Gissurarson Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Aðventustjórnin Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar Skoðun ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar Skoðun Hvernig líður fólkinu í landinu? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Aðild Íslands þýðir orð við ákvarðanir í Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Hvað viltu? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Útgáfa hvalveiðileyfa er samfélagslegt mein Micah Garen skrifar Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun I Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason skrifar Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mörg hjónabönd enda með skilnaði sem leiðir til margra úrlausnarefna. Oft er sátt um hvernig leysa eigi úr þeim. Sum málanna, ekki síst forsjá barna, fara hins vegar fyrir dómstóla. Þar telja feður sem í þessu lenda að þeir eigi mjög undir högg að sækja. Það orð fer af að mæðurnar vinni einfaldlega öll forræðismál. Mér er tjáð að fyrir allnokkrum árum hafi komið fram í umræðum á Alþingi að eitt ár hafi mæðurnar haft vinninginn í 53 af 54 málum. Ekki fylgdi fréttinni í hve mörgum málum hefði verið fallist á sameiginlegt forræði eða hvort þetta hefði átt sér stað áður en þau lög tóku gildi. Skýringin er væntanlega sú að lög um meðferð dómsmála eru miðuð við þjóðfélagið eins og það var á árunum 1950-1970. Dómskerfið álítur það ennþá vera þannig. Á þessum árum var það næstum algild regla að móðirin sá um heimilið og þar með börnin en faðirinn um tekjuöflunina. Hann þekkti þess vegna almennt séð miklu minna til barnauppeldis, þarfa barna og heimilisstörf heldur en móðirin. Hugsunarhátturinn var allt annar. Allt var í fastari skorðum, fjölskyldan miðlægari, hraði breytinga lítill miðað við nútímann, gamla fólkið kunni á allt eins vel og þeir sem yngri voru, tækifærin færri, útvarpið aðal fréttamiðillinn, sendibréf aðal samskiptamiðillinn, gagnfræðapróf markmið flestra annarra en þá helst yfirstéttarbarna sem mörg fóru í menntaskóla, háskólanám var bara draumur flestra, osfrv. Nú er þjóðfélagið orðið allt annað og flóknara. Yfirleitt eru bæði hjónin í að afla tekna fyrir heimilið sem hefur orðið til þess að faðirinn hefur tekið miklu meiri þátt í heimilisstörfum og uppeldi barnanna. Hraði breytinga er orðinn það mikill að mörgu eldra fólki finnst það ekki geta fylgt þróuninni eftir og þarf aðstoð þeirra sem yngri eru til þess að geta tekið fullan þátt í þjóðfélaginu. Þjóðfélagið sem var við lýði árin1950 – 1970 er ekki lengur til í huga almennings en virðist eftir sem áður megin viðmið dómskerfisins. Ennþá virðist vera dæmt eins og þjóðfélagið sé eins og það var um það leyti. Ástæðan gæti verið sú að í dómsúrskurðum er mikið farið eftir þeim dómum sem áður hafa fallið sem höfðu farið eftir þeim dómum sem þá höfðu fallið og svo framvegis. Ekkert er í lögum um að dómar eigi að fylgja þjóðfélagsþróuninni og mér vitandi ekkert afl sem í raun stuðlar að því. Ekkert er heldur í lögum um að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi eigi að vera til staðar í dómum. Af ofangreindum ástæðum er dómskerfið í raun læst inni í eigin gildru vegna þess að það „situr bara og horfir í eigin barm og forðast að horfa í kringum sig“ og þegir alla gagnrýni í hel. Það lætur, eftir minni bestu vitneskju, hvorki Alþingi né ráðherra vita um vaxandi veikleika í dómskerfinu á mörgum sviðum sem sýnir mikið andvaraleysi. Bókstaflega verður að vera einhver aðili í dómskerfinu sem hefur eftirlit með og yfirsýn yfir þróunina í þjóðfélaginu og hvernig svokallaðar sannanir eru að breytast eða hafa breyst með tímanum. Um gæti verið að ræða nefnd eða stofnun sem gæti verið í tengslum við dómara á landinu og umboðsmann Alþingis eða einhvers aðila sem ætti að gæta hagsmuna almennings. Þurfi að breyta lögum ætti hún einnig að vera í tengslum við nefnd á Alþingi sem myndi leggja mat á málið og undirbúa framsetningu þess þar.Hvað sem líður ofangreindu þá er niðurstaðan að miklu skárra væri að kasta upp um hana að teknu tilliti til réttlætis, sanngirnis og heilbrigðar skynsemi en að dómararnir dæmi. Athuga þarf að þetta er fimmta greinin sem ég hef ritað og birst hefur hér á Vísi á rúmum tveimur vikum sem allar hafa fjallað um tegundir dómsmála þar sem nánast alger einstefna er í dómum. Hinn sterki hefur vinninginn.Svindlari hefur vinninginn.Nauðgari hefur vinninginn.Móðirin hefur vinninginn í forsjármáli. Það sem að er að fyrir einstefnunni eru ekki minnstu rök sé litið til réttlætis sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Í öllum greinunum hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að miklu skárra hefði verið að kasta upp um niðurstöðuna en dómarar dæmi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson Skoðun
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar
Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson Skoðun