Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 13:31 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir minnnir á að það þurfi að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV, sérstaklega ef fólk greinist með kynsjúkdóm. Vísir/Sigurjón Sóttvarnarlæknir segir brýnt að heilbrigðisstarfsfólk hafi lágan þröskuld fyrir að skima fyrir HIV-veirunni. Þá eigi alltaf að prófa fyrir henni ef fólk greinist með kynsjúkdóm. Tvær íslenskar konur greindust nýlega með alnæmi eftir margra mánaða samskipti við lækna vegna alvarlegs heilsubrest þar sem ekki var skimað fyrir slíku smiti Þetta kemur fram í nýrri grein eftir lækna á Landspítalanum í Læknablaðinu sem benda á að skýra þurfi verklagsreglur um HIV-próf. Fram kemur fram að önnur kvennanna sem greindist með alnæmi hafði farið reglulega í kynsjúkdómapróf, verið greind með kynsjúkdóm en samt hafi ekki verið skimað fyrir veirunni. Konurnar voru svo loks skimaðar fyrir veirunni eftir innlögn á bráðadagdeild Landspítalans þar sem þær lögðust inn vegna mikilla veikinda og greindust þá með alnæmi. Læknarnir benda á í greininni að allir geti smitast af HIV en engin ætti að fá alnæmi. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afar mikilvægt að greina HIV sem fyrst. „Það er hægt að meðhöndla HIV á lyfjum þannig að það þurfi ekki að leiða til alnæmis eins og fyrst þegar sjúkdómurinn kom fram. Nú er hægt að beita lyfjum og koma í veg fyrir alnæmi en þá þarf fólk að fá meðferð,“ segir Guðrún. „Allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf“ Hún segir að almennt hafi dregið úr meðvitund um HIV-veiruna. „Sjúkdómurinn fékk auðvitað mikla athygli fyrstu árin sem hann kom fram og áður en HIV-lyfin komu á markað. Nú stafar ekki sama ógn af veirunni en á sama tíma megum við ekki gleyma því að þessi sjúkdómur er enn til staðar. Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV. Sérstaklega ef það greinist með annan kynsjúkdóm. Þá mætti alveg segja að allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf,“ segir Guðrún. Samkvæmt farsóttaskýrslum sóttvarnalæknis greindust 39 einstaklingar með HIV hér á landi árið 2022 og 44 í fyrra. Alls greindust fjórir með alnæmi á tímabilinu. „Þetta er áfram að greinast þannig að það er full ástæða til að slaka ekki á í vörnum. Fólk ætti líka nota smokkinn og huga að því með hverjum það er og fara sjálft í próf ef það grunar að það gæti verið smitað,“ segir Guðrún að lokum. Hægt er að fara í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma og húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala eða á heilsugæslustöðvum. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri grein eftir lækna á Landspítalanum í Læknablaðinu sem benda á að skýra þurfi verklagsreglur um HIV-próf. Fram kemur fram að önnur kvennanna sem greindist með alnæmi hafði farið reglulega í kynsjúkdómapróf, verið greind með kynsjúkdóm en samt hafi ekki verið skimað fyrir veirunni. Konurnar voru svo loks skimaðar fyrir veirunni eftir innlögn á bráðadagdeild Landspítalans þar sem þær lögðust inn vegna mikilla veikinda og greindust þá með alnæmi. Læknarnir benda á í greininni að allir geti smitast af HIV en engin ætti að fá alnæmi. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afar mikilvægt að greina HIV sem fyrst. „Það er hægt að meðhöndla HIV á lyfjum þannig að það þurfi ekki að leiða til alnæmis eins og fyrst þegar sjúkdómurinn kom fram. Nú er hægt að beita lyfjum og koma í veg fyrir alnæmi en þá þarf fólk að fá meðferð,“ segir Guðrún. „Allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf“ Hún segir að almennt hafi dregið úr meðvitund um HIV-veiruna. „Sjúkdómurinn fékk auðvitað mikla athygli fyrstu árin sem hann kom fram og áður en HIV-lyfin komu á markað. Nú stafar ekki sama ógn af veirunni en á sama tíma megum við ekki gleyma því að þessi sjúkdómur er enn til staðar. Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV. Sérstaklega ef það greinist með annan kynsjúkdóm. Þá mætti alveg segja að allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf,“ segir Guðrún. Samkvæmt farsóttaskýrslum sóttvarnalæknis greindust 39 einstaklingar með HIV hér á landi árið 2022 og 44 í fyrra. Alls greindust fjórir með alnæmi á tímabilinu. „Þetta er áfram að greinast þannig að það er full ástæða til að slaka ekki á í vörnum. Fólk ætti líka nota smokkinn og huga að því með hverjum það er og fara sjálft í próf ef það grunar að það gæti verið smitað,“ segir Guðrún að lokum. Hægt er að fara í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma og húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala eða á heilsugæslustöðvum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira