Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 08:01 Matilde Lorenzi hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt eftir rúmar tvær vikur. @mati.lorenzi Faðir hinnar nítján ára gömlu Matilde Lorenzi hefur tjáð sig um fráfall dóttur sinnar en ítalska skíðakonan lést eftir fall á æfingu eins og kom fram á Vísi í gær. Faðir hennar heitir Adolfo Lorenzi og hann ræddi við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport. Adolfo segir fjölskyldu hennar ætla að berjast fyrir betra öryggi skíðafólks í framtíðinni. Þau vilja passa upp á að dauði hennar sé ekki til einskis og að hann kalli fram nauðsynlegar breytingar fyrir ungt skíðafólk. Það fer ekkert á milli mála að hann kennir skorti á öryggisatriðum um dauða dóttur sinnar. „Við viljum ekki sjá blóm í jarðarförinni hennar. Blóm endast bara í viku en verkefni eins og þetta lifir lengi,“ sagði Adolfo Lorenzi við La Gazzetta dello Sport. Hann ætlar að safna peningum í nafni dóttur sinnar en í þessu verkefni vill hann virkja háskóla og fyrirtæki með það að augum að auka öryggi fyrir ungt skíðafólk. Stefnan er meðal annars að bæta búnað skíðafólksins þannig að það sé ekki eins berskjaldað þegar það dettur í brekkunni. „Þetta var slys sem enginn átti að lenda í. Við erum samt sannfærð um það að hún hafi fengið bestu umönnun í boði í sjúkraþyrlunni og höfum yfir engu að kvarta þar. Við þurfum samt að gera betur til að verja skíðafólkið okkar,“ sagði Adolfo. Adolfo lýsir dóttur sinni sem algjörum demanti sem var forvitin um heiminn og sólgin í að læra. Auk þess að vera skíðakona þá stundaði hún einnig nám í sálfræði og var þegar komin með próf í bæði ensku og frönsku. «Questo è un momento terribile, pieno di emozioni. C’è una cosa, però, che terrei a dire. Per il funerale di Matilde non vogliamo nessun tipo di fiore. In queste ore stiamo cercando di organizzare una raccolta di fondi da destinare al miglioramento della sicurezza degli atleti… pic.twitter.com/z7EYMpgyTa— La Stampa (@LaStampa) October 29, 2024 Skíðaíþróttir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Faðir hennar heitir Adolfo Lorenzi og hann ræddi við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport. Adolfo segir fjölskyldu hennar ætla að berjast fyrir betra öryggi skíðafólks í framtíðinni. Þau vilja passa upp á að dauði hennar sé ekki til einskis og að hann kalli fram nauðsynlegar breytingar fyrir ungt skíðafólk. Það fer ekkert á milli mála að hann kennir skorti á öryggisatriðum um dauða dóttur sinnar. „Við viljum ekki sjá blóm í jarðarförinni hennar. Blóm endast bara í viku en verkefni eins og þetta lifir lengi,“ sagði Adolfo Lorenzi við La Gazzetta dello Sport. Hann ætlar að safna peningum í nafni dóttur sinnar en í þessu verkefni vill hann virkja háskóla og fyrirtæki með það að augum að auka öryggi fyrir ungt skíðafólk. Stefnan er meðal annars að bæta búnað skíðafólksins þannig að það sé ekki eins berskjaldað þegar það dettur í brekkunni. „Þetta var slys sem enginn átti að lenda í. Við erum samt sannfærð um það að hún hafi fengið bestu umönnun í boði í sjúkraþyrlunni og höfum yfir engu að kvarta þar. Við þurfum samt að gera betur til að verja skíðafólkið okkar,“ sagði Adolfo. Adolfo lýsir dóttur sinni sem algjörum demanti sem var forvitin um heiminn og sólgin í að læra. Auk þess að vera skíðakona þá stundaði hún einnig nám í sálfræði og var þegar komin með próf í bæði ensku og frönsku. «Questo è un momento terribile, pieno di emozioni. C’è una cosa, però, che terrei a dire. Per il funerale di Matilde non vogliamo nessun tipo di fiore. In queste ore stiamo cercando di organizzare una raccolta di fondi da destinare al miglioramento della sicurezza degli atleti… pic.twitter.com/z7EYMpgyTa— La Stampa (@LaStampa) October 29, 2024
Skíðaíþróttir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira