Komum í veg fyrir menningarslys í fjárlögum Snæbjörn Brynjarsson skrifar 28. október 2024 11:32 Að rækta garð er þolinmæðisverk. Plöntur þarf að vökva reglulega og ef við vökvum ekki nóg þá er hætta á því að blóm sem við höfum hlúð að í langan tíma deyi. Jafnvel þótt það hafi bara verið þessi eina helgi. Íslenska sviðslistasenan er fjölskrúðugur garður. Hér má finna allar tegundir, farsa, einleiki, samtímadans, sirkús, uppistand, spuna, söngleiki og óperur svo eitthvað sé nefnt. Það er mismunandi hvernig er hlúð að sumum formum. Einhver þeirra eru í nokkuð öruggu skjóli hjá ríkisstofnunum, en þó með töluverða aðhaldskröfu. Aðrar berjast fyrir lífi sínu á hinum frjálsa markaði í samkeppni við sömu stofnanir. Samkeppnin er oft hörð, en niðurskurðurinn sem er framundan í Sviðslistasjóði umbreytir hollri samkeppni í dauðastríð. Ungir og efnilegir listamenn munu snúa sér annað, og margir af þeim reynslumestu í geiranum munu neyðast til þess líka. Auk þess er fyrirséð að þetta mun valda rekstrarvanda hjá ýmsum sýningarstöðum sem ríki og sveitarfélög munu annað hvort „bjarga,‟ með fé sem annars hefði getað nýst betur í frumsköpun, eða hreinlega leggja upp laupana. Slíkur skaði er keðjuverkandi og felur í sér að ómælanleg reynsla og margra ára uppbyggingarstarf tapast. Hvergi í Evrópu geta sviðslistir vaxið og dafnað án opinbers stuðnings, hvað þá hjá fámennri þjóðri þjóð með lítinn markað. Á Íslandi er gríðarlega frjósamur jarðvegur sem hefur fært okkur dásamleg leikrit, kröftuga leikhópa og listamenn sem standast alþjóðlegan samanburð. Þess má geta að samkvæmt nýlegri skýrslu, sem unnin var fyrir Menningarmálaráðuneytið, var menningargeirinn um 3,5% af landsframleiðslu árið 2022 og skatttekjurnar af honum mun hærri en framlag ríkisins. Talað var um að hver króna verði að þremur í þessu samhengi. Ef maður ætlar sér að rækta tómataplöntur þarf meira en bara frjóan jarðveg. Á Íslandi þarf rafmagnslýsingu inni í gróðurhúsi og síðan að vökva reglulega. Enginn skynsamur bóndi myndi ætlast til að þær dafni án þessara skilyrða og hann áttar sig líka á því að uppskeran kemur ekki samstundis. Í stað þess að skera svona heiftarlega niður ættu stjórnvöld að skoða hvernig mætti veita styrki til lengri tíma. Búið er að vinna að metnaðarfullri sviðslistastefnu í menningarmálaráðuneytinu sem tímabært er að setja í umræður á þingi um leið og ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Í henni er reynt að tryggja starfsöryggi þeirra hópa sem hafa sannað sig svo þeir geti leitað út fyrir landsteinana, byggt upp erlend tengslanet og borið hróður íslenskra sviðslista víðar. Einnig efla nýliðun með því að veita spennandi og efnilegu sviðslistafólki möguleikann á því að koma okkur á óvart með nýjum meistaraverkum. En þessi niðurskurður er því miður meira en bara tímabundið högg, hann mun valda langvarandi skaða sem ómögulegt er að segja til um hvenær eða hvort leiklistarsenan jafnar sig á, óháð fögrum framtíðarloforðum. Hann er álíka gáfulegur og að taka gróðurhúsið úr sambandi mánuði áður en tómatarnir ná að þroskast. Ég vil hvetja Alþingi til að endurskoða niðurskurð í öllum menningarsjóðum þessara fjárlaga. En sérstaklega vil ég vekja athygli á að í raunvirði upphæðarinnar í Sviðslistasjóði hefur aldrei verið jafn lág. Þessi fjárlög gætu orðið stærsta afturför í þróun sviðslista á Íslandi á þessari öld. Látum það ekki gerast! Komum í veg fyrir menningarslys í þessum fjárlögum og byrjum framtíðina strax. Höfundur er leikhússtjóri Tjarnarbíós Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Fjárlagafrumvarp 2025 Leikhús Uppistand Tónleikar á Íslandi Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Skoðun Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að rækta garð er þolinmæðisverk. Plöntur þarf að vökva reglulega og ef við vökvum ekki nóg þá er hætta á því að blóm sem við höfum hlúð að í langan tíma deyi. Jafnvel þótt það hafi bara verið þessi eina helgi. Íslenska sviðslistasenan er fjölskrúðugur garður. Hér má finna allar tegundir, farsa, einleiki, samtímadans, sirkús, uppistand, spuna, söngleiki og óperur svo eitthvað sé nefnt. Það er mismunandi hvernig er hlúð að sumum formum. Einhver þeirra eru í nokkuð öruggu skjóli hjá ríkisstofnunum, en þó með töluverða aðhaldskröfu. Aðrar berjast fyrir lífi sínu á hinum frjálsa markaði í samkeppni við sömu stofnanir. Samkeppnin er oft hörð, en niðurskurðurinn sem er framundan í Sviðslistasjóði umbreytir hollri samkeppni í dauðastríð. Ungir og efnilegir listamenn munu snúa sér annað, og margir af þeim reynslumestu í geiranum munu neyðast til þess líka. Auk þess er fyrirséð að þetta mun valda rekstrarvanda hjá ýmsum sýningarstöðum sem ríki og sveitarfélög munu annað hvort „bjarga,‟ með fé sem annars hefði getað nýst betur í frumsköpun, eða hreinlega leggja upp laupana. Slíkur skaði er keðjuverkandi og felur í sér að ómælanleg reynsla og margra ára uppbyggingarstarf tapast. Hvergi í Evrópu geta sviðslistir vaxið og dafnað án opinbers stuðnings, hvað þá hjá fámennri þjóðri þjóð með lítinn markað. Á Íslandi er gríðarlega frjósamur jarðvegur sem hefur fært okkur dásamleg leikrit, kröftuga leikhópa og listamenn sem standast alþjóðlegan samanburð. Þess má geta að samkvæmt nýlegri skýrslu, sem unnin var fyrir Menningarmálaráðuneytið, var menningargeirinn um 3,5% af landsframleiðslu árið 2022 og skatttekjurnar af honum mun hærri en framlag ríkisins. Talað var um að hver króna verði að þremur í þessu samhengi. Ef maður ætlar sér að rækta tómataplöntur þarf meira en bara frjóan jarðveg. Á Íslandi þarf rafmagnslýsingu inni í gróðurhúsi og síðan að vökva reglulega. Enginn skynsamur bóndi myndi ætlast til að þær dafni án þessara skilyrða og hann áttar sig líka á því að uppskeran kemur ekki samstundis. Í stað þess að skera svona heiftarlega niður ættu stjórnvöld að skoða hvernig mætti veita styrki til lengri tíma. Búið er að vinna að metnaðarfullri sviðslistastefnu í menningarmálaráðuneytinu sem tímabært er að setja í umræður á þingi um leið og ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Í henni er reynt að tryggja starfsöryggi þeirra hópa sem hafa sannað sig svo þeir geti leitað út fyrir landsteinana, byggt upp erlend tengslanet og borið hróður íslenskra sviðslista víðar. Einnig efla nýliðun með því að veita spennandi og efnilegu sviðslistafólki möguleikann á því að koma okkur á óvart með nýjum meistaraverkum. En þessi niðurskurður er því miður meira en bara tímabundið högg, hann mun valda langvarandi skaða sem ómögulegt er að segja til um hvenær eða hvort leiklistarsenan jafnar sig á, óháð fögrum framtíðarloforðum. Hann er álíka gáfulegur og að taka gróðurhúsið úr sambandi mánuði áður en tómatarnir ná að þroskast. Ég vil hvetja Alþingi til að endurskoða niðurskurð í öllum menningarsjóðum þessara fjárlaga. En sérstaklega vil ég vekja athygli á að í raunvirði upphæðarinnar í Sviðslistasjóði hefur aldrei verið jafn lág. Þessi fjárlög gætu orðið stærsta afturför í þróun sviðslista á Íslandi á þessari öld. Látum það ekki gerast! Komum í veg fyrir menningarslys í þessum fjárlögum og byrjum framtíðina strax. Höfundur er leikhússtjóri Tjarnarbíós
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar