Komum í veg fyrir menningarslys í fjárlögum Snæbjörn Brynjarsson skrifar 28. október 2024 11:32 Að rækta garð er þolinmæðisverk. Plöntur þarf að vökva reglulega og ef við vökvum ekki nóg þá er hætta á því að blóm sem við höfum hlúð að í langan tíma deyi. Jafnvel þótt það hafi bara verið þessi eina helgi. Íslenska sviðslistasenan er fjölskrúðugur garður. Hér má finna allar tegundir, farsa, einleiki, samtímadans, sirkús, uppistand, spuna, söngleiki og óperur svo eitthvað sé nefnt. Það er mismunandi hvernig er hlúð að sumum formum. Einhver þeirra eru í nokkuð öruggu skjóli hjá ríkisstofnunum, en þó með töluverða aðhaldskröfu. Aðrar berjast fyrir lífi sínu á hinum frjálsa markaði í samkeppni við sömu stofnanir. Samkeppnin er oft hörð, en niðurskurðurinn sem er framundan í Sviðslistasjóði umbreytir hollri samkeppni í dauðastríð. Ungir og efnilegir listamenn munu snúa sér annað, og margir af þeim reynslumestu í geiranum munu neyðast til þess líka. Auk þess er fyrirséð að þetta mun valda rekstrarvanda hjá ýmsum sýningarstöðum sem ríki og sveitarfélög munu annað hvort „bjarga,‟ með fé sem annars hefði getað nýst betur í frumsköpun, eða hreinlega leggja upp laupana. Slíkur skaði er keðjuverkandi og felur í sér að ómælanleg reynsla og margra ára uppbyggingarstarf tapast. Hvergi í Evrópu geta sviðslistir vaxið og dafnað án opinbers stuðnings, hvað þá hjá fámennri þjóðri þjóð með lítinn markað. Á Íslandi er gríðarlega frjósamur jarðvegur sem hefur fært okkur dásamleg leikrit, kröftuga leikhópa og listamenn sem standast alþjóðlegan samanburð. Þess má geta að samkvæmt nýlegri skýrslu, sem unnin var fyrir Menningarmálaráðuneytið, var menningargeirinn um 3,5% af landsframleiðslu árið 2022 og skatttekjurnar af honum mun hærri en framlag ríkisins. Talað var um að hver króna verði að þremur í þessu samhengi. Ef maður ætlar sér að rækta tómataplöntur þarf meira en bara frjóan jarðveg. Á Íslandi þarf rafmagnslýsingu inni í gróðurhúsi og síðan að vökva reglulega. Enginn skynsamur bóndi myndi ætlast til að þær dafni án þessara skilyrða og hann áttar sig líka á því að uppskeran kemur ekki samstundis. Í stað þess að skera svona heiftarlega niður ættu stjórnvöld að skoða hvernig mætti veita styrki til lengri tíma. Búið er að vinna að metnaðarfullri sviðslistastefnu í menningarmálaráðuneytinu sem tímabært er að setja í umræður á þingi um leið og ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Í henni er reynt að tryggja starfsöryggi þeirra hópa sem hafa sannað sig svo þeir geti leitað út fyrir landsteinana, byggt upp erlend tengslanet og borið hróður íslenskra sviðslista víðar. Einnig efla nýliðun með því að veita spennandi og efnilegu sviðslistafólki möguleikann á því að koma okkur á óvart með nýjum meistaraverkum. En þessi niðurskurður er því miður meira en bara tímabundið högg, hann mun valda langvarandi skaða sem ómögulegt er að segja til um hvenær eða hvort leiklistarsenan jafnar sig á, óháð fögrum framtíðarloforðum. Hann er álíka gáfulegur og að taka gróðurhúsið úr sambandi mánuði áður en tómatarnir ná að þroskast. Ég vil hvetja Alþingi til að endurskoða niðurskurð í öllum menningarsjóðum þessara fjárlaga. En sérstaklega vil ég vekja athygli á að í raunvirði upphæðarinnar í Sviðslistasjóði hefur aldrei verið jafn lág. Þessi fjárlög gætu orðið stærsta afturför í þróun sviðslista á Íslandi á þessari öld. Látum það ekki gerast! Komum í veg fyrir menningarslys í þessum fjárlögum og byrjum framtíðina strax. Höfundur er leikhússtjóri Tjarnarbíós Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Fjárlagafrumvarp 2025 Leikhús Uppistand Tónleikar á Íslandi Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Að rækta garð er þolinmæðisverk. Plöntur þarf að vökva reglulega og ef við vökvum ekki nóg þá er hætta á því að blóm sem við höfum hlúð að í langan tíma deyi. Jafnvel þótt það hafi bara verið þessi eina helgi. Íslenska sviðslistasenan er fjölskrúðugur garður. Hér má finna allar tegundir, farsa, einleiki, samtímadans, sirkús, uppistand, spuna, söngleiki og óperur svo eitthvað sé nefnt. Það er mismunandi hvernig er hlúð að sumum formum. Einhver þeirra eru í nokkuð öruggu skjóli hjá ríkisstofnunum, en þó með töluverða aðhaldskröfu. Aðrar berjast fyrir lífi sínu á hinum frjálsa markaði í samkeppni við sömu stofnanir. Samkeppnin er oft hörð, en niðurskurðurinn sem er framundan í Sviðslistasjóði umbreytir hollri samkeppni í dauðastríð. Ungir og efnilegir listamenn munu snúa sér annað, og margir af þeim reynslumestu í geiranum munu neyðast til þess líka. Auk þess er fyrirséð að þetta mun valda rekstrarvanda hjá ýmsum sýningarstöðum sem ríki og sveitarfélög munu annað hvort „bjarga,‟ með fé sem annars hefði getað nýst betur í frumsköpun, eða hreinlega leggja upp laupana. Slíkur skaði er keðjuverkandi og felur í sér að ómælanleg reynsla og margra ára uppbyggingarstarf tapast. Hvergi í Evrópu geta sviðslistir vaxið og dafnað án opinbers stuðnings, hvað þá hjá fámennri þjóðri þjóð með lítinn markað. Á Íslandi er gríðarlega frjósamur jarðvegur sem hefur fært okkur dásamleg leikrit, kröftuga leikhópa og listamenn sem standast alþjóðlegan samanburð. Þess má geta að samkvæmt nýlegri skýrslu, sem unnin var fyrir Menningarmálaráðuneytið, var menningargeirinn um 3,5% af landsframleiðslu árið 2022 og skatttekjurnar af honum mun hærri en framlag ríkisins. Talað var um að hver króna verði að þremur í þessu samhengi. Ef maður ætlar sér að rækta tómataplöntur þarf meira en bara frjóan jarðveg. Á Íslandi þarf rafmagnslýsingu inni í gróðurhúsi og síðan að vökva reglulega. Enginn skynsamur bóndi myndi ætlast til að þær dafni án þessara skilyrða og hann áttar sig líka á því að uppskeran kemur ekki samstundis. Í stað þess að skera svona heiftarlega niður ættu stjórnvöld að skoða hvernig mætti veita styrki til lengri tíma. Búið er að vinna að metnaðarfullri sviðslistastefnu í menningarmálaráðuneytinu sem tímabært er að setja í umræður á þingi um leið og ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Í henni er reynt að tryggja starfsöryggi þeirra hópa sem hafa sannað sig svo þeir geti leitað út fyrir landsteinana, byggt upp erlend tengslanet og borið hróður íslenskra sviðslista víðar. Einnig efla nýliðun með því að veita spennandi og efnilegu sviðslistafólki möguleikann á því að koma okkur á óvart með nýjum meistaraverkum. En þessi niðurskurður er því miður meira en bara tímabundið högg, hann mun valda langvarandi skaða sem ómögulegt er að segja til um hvenær eða hvort leiklistarsenan jafnar sig á, óháð fögrum framtíðarloforðum. Hann er álíka gáfulegur og að taka gróðurhúsið úr sambandi mánuði áður en tómatarnir ná að þroskast. Ég vil hvetja Alþingi til að endurskoða niðurskurð í öllum menningarsjóðum þessara fjárlaga. En sérstaklega vil ég vekja athygli á að í raunvirði upphæðarinnar í Sviðslistasjóði hefur aldrei verið jafn lág. Þessi fjárlög gætu orðið stærsta afturför í þróun sviðslista á Íslandi á þessari öld. Látum það ekki gerast! Komum í veg fyrir menningarslys í þessum fjárlögum og byrjum framtíðina strax. Höfundur er leikhússtjóri Tjarnarbíós
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun