Kitlar að skella sér í stjórnmálin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. október 2024 14:45 Ásdís Rán íhugar nú þingframboð en gefur einnig út nýja bók í dag á ensku. Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona, fyrirsæta og fyrrverandi forsetframbjóðandi segir að það kitli hana að bjóða sig fram til þings. Hana gruni að tíminn sé of naumur en hún segir nokkra hafa komið að tal við sig og boðið sér sæti á listum. Ásdís hefur að nógu öðru að snúa og gefur í dag út lífsstílsleiðavísir sinn á ensku. „Ég var bara að koma aftur til landsins um helgina og þetta gerðist svo hratt að ég hafði ekki hugsað mikið út í það að fara inn á þetta svið,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún greindi frá því fyrr í dag á samfélagsmiðlum að hún lægi undir stjórnmálafeldi. Líkt og alþjóð man eftir bauð Ásdís sig fram til forseta fyrr á árinu svo athygli vakti. Nú eru Alþingiskosningar í nánd og margir sem áður voru í sporum Ásdísar nú í framboði líkt og þau Halla Hrund Logadóttir og Viktor Traustason. „Það kitlar mig aðeins að skella mér út í stjórnmál en mig grunar að tíminn sé of naumur fyrir mig til þess að velja mér rétt lið. Það hafa einhverjir komið til tals við mig og boðið mér sæti á listum en það hefur ekki gengið upp að svo stöddu og algjörlega óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Segist telja að hægt sé að gera betur Ásdís tekur fram að hún sé enginn sérfræðingur í íslenskum stjórnmálum. Hún hafi hinsvegar mikla lífsreynslu og búið víðast hvar í heiminum. Segist Ásdís telja að víðar sé hugað betur að hagsmunum almennings en á Íslandi. „Ég hef eignast börn, rekið heimili og stjórnað fyrirtækjum, bæði hér á Íslandi og erlendis. Það er mitt hjartans mál að styðja betur við okkar fólk á flestum sviðum,“ segir Ásdís. Hún bendir á að þrátt fyrir að vera ekki í framboði hafi hún nóg fyrir stafni og nefnir Ásdís að hún hafi einmitt í dag gefið út bók sína Celebrate You: The Art of Self-Love, á ensku. Bókin sé fáanleg á Amazon, bæði í eiginlegu formi og sem rafbók. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þessa bók, ég er búin að vera að dunda mér í að þýða hana í sumar eftir forsetaslaginn. Þetta er falleg vinnubók og lífsstílsleiðarvísir fyrir konur á öllum aldri sem vilja læra að elska sjálfa sig, finna eldmóðinn og takast á við markmið sín á markvissan og skemmtilegan hátt.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
„Ég var bara að koma aftur til landsins um helgina og þetta gerðist svo hratt að ég hafði ekki hugsað mikið út í það að fara inn á þetta svið,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún greindi frá því fyrr í dag á samfélagsmiðlum að hún lægi undir stjórnmálafeldi. Líkt og alþjóð man eftir bauð Ásdís sig fram til forseta fyrr á árinu svo athygli vakti. Nú eru Alþingiskosningar í nánd og margir sem áður voru í sporum Ásdísar nú í framboði líkt og þau Halla Hrund Logadóttir og Viktor Traustason. „Það kitlar mig aðeins að skella mér út í stjórnmál en mig grunar að tíminn sé of naumur fyrir mig til þess að velja mér rétt lið. Það hafa einhverjir komið til tals við mig og boðið mér sæti á listum en það hefur ekki gengið upp að svo stöddu og algjörlega óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Segist telja að hægt sé að gera betur Ásdís tekur fram að hún sé enginn sérfræðingur í íslenskum stjórnmálum. Hún hafi hinsvegar mikla lífsreynslu og búið víðast hvar í heiminum. Segist Ásdís telja að víðar sé hugað betur að hagsmunum almennings en á Íslandi. „Ég hef eignast börn, rekið heimili og stjórnað fyrirtækjum, bæði hér á Íslandi og erlendis. Það er mitt hjartans mál að styðja betur við okkar fólk á flestum sviðum,“ segir Ásdís. Hún bendir á að þrátt fyrir að vera ekki í framboði hafi hún nóg fyrir stafni og nefnir Ásdís að hún hafi einmitt í dag gefið út bók sína Celebrate You: The Art of Self-Love, á ensku. Bókin sé fáanleg á Amazon, bæði í eiginlegu formi og sem rafbók. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þessa bók, ég er búin að vera að dunda mér í að þýða hana í sumar eftir forsetaslaginn. Þetta er falleg vinnubók og lífsstílsleiðarvísir fyrir konur á öllum aldri sem vilja læra að elska sjálfa sig, finna eldmóðinn og takast á við markmið sín á markvissan og skemmtilegan hátt.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein