Ferðaþjónustan og fyrirsjáanleikinn Pétur Óskarsson skrifar 21. október 2024 14:32 Tíminn leikur stórt hlutverk þegar kemur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein. Gestirnir okkar taka sér tíma í að láta sig dreyma, taka tíma í ákvörðun, tíma í að bóka og síðast en ekki síst tíma til að láta sig hlakka til. Þessi tími er hluti af upplifun gesta okkar og það þarf að umgangast hann af sömu virðingu og þann tíma sem gestirnir eru hér á landi. Fátt kemur verr við gesti okkar og erlenda samstarfsaðila en hringlandaháttur um verð á umsamdri þjónustu fram á síðustu stundu. Þetta vitum við sem erum að reka ferðaþjónustufyrirtækin en sú þekking þarf að dreifast víðar. Ferðaþjónusta er í dag orðin ein af grunnstoðum efnahags- og atvinnulífs á Íslandi og stærsta útflutningsgreinin. Hún hefur bætt lífskjör á Íslandi og stuðlar að efnahagslegum stöðugleika og viðheldur kaupmætti með stöðugu innstreymi gjaldeyris. Fjárfestinga- og atvinnutækifæri hafa skapast víða um land og einkaframtakið hefur blómstrað. Draumurinn um að skjóta fleiri öflugum stoðum undir áður einfalt og hráefnisdrifið hagkerf okkar hefur orðið að veruleika og íslensk tæknifyrirtæki, sprottin úr ferðaþjónustunni, náð flugi langt út fyrir landsteinana. Ferðaþjónustan skilar meira en 600 milljörðum í gjaldeyristekjur og yfir 200 milljörðum í skatta árlega, sem styðja við mikilvægustu kerfin okkar eins og mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni Þessi árangur er ekki sjálfsagður og ekki er á vísan að róa til framtíðar nema við höldum vel á þessu nýja öfluga fjöreggi okkar. Það er auðvelt og til eru dæmi um að áfangastaðir hafa misst flugið og hreinlega orðið undir í samkeppni þjóðanna vegna slæmar ákvarðana og skammsýni. Ferðaþjónustan er alþjóðleg og samkeppnin er hörð og ferðalangar refsa áfangastöðum miskunarlaust ef þeir standa ekki undir væntingum og slæmt orðsport berst mun hraðar en góðar sögur. Skilningur í orði en ekki á borði Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa tekist á við ýmsar áskoranir síðustu ár og hafa sýnt útsjónarsemi og seiglu þegar á móti hefur blásið í ytra umhverfinu. Hægt er að skipta þessum áskorunum í tvennt, annarsvegar náttúruhamfarir eins og eldgos og heimsfaraldur og hinsvegar misgóðar ákvarðanir stjórnmálanna sem teknar hafa verið og innleiddar með alltof stuttum fyrirvara. Við í ferðaþjónustunni höfum í gegnum tíðina átt ótal samtöl við stjórnmálamenn um mikilvægi þess að greinin fái góðan fyrirvara þegar gera á stórar breytingar. Við vinnum 12-24 mánuði fram í tímann og að auki njóta gestir okkar sem neytendur verndar gegn verðhækkunum eftir að ferð hefur verið keypt. Allir sýna þessari staðreynd skilning en þegar á hólminn er komið eru samt teknar ákvarðanir og innleiddar nánast samstundis. Má þar nefna nærtækt dæmi eins og ákvörðunin um tvöföldun gistináttaskatts um síðustu áramót sem innleidd var með nær engum fyrirvara og olli þannig tilfinnanlegu tjóni hjá fyrirtækjum í greininni. Stórar breytingar liggja fyrir Alþingi Nú eru aftur yfirvofandi stórar breytingar á rekstrarumhverfi bílaleiga með innleiðingu kílómetragjalds á alla bílaleigubíla, hækka á álögur á hópferðabíla, hækka á gistináttaskattinn og leggja innviðagjöld á gesti skemmtiferðaskipa. Í frumvörpum sem lögð hafa verið fram um þessi mál er gert ráð fyrir að nýjar reglur taki gildi 1. janúar 2025. Það er þó ekki ljóst hvað nákvæmlega mun þá taka gildi eftir meðfarir þingsins og því ekki hægt að bregðast við fyrr en Alþingi klárar þessi mál. Fyrirvaralaus áhættuatriði stjórnmálanna Það er okkur ljóst sem vinnum í ferðaþjónustunni að verðlag á ferðum til Íslands er í hæstu hæðum um þessar mundir. Sterkt raungengi og miklar kostnaðarhækkanir undanfarinna ára hafa dregið úr samkeppnishæfni greinarinnar. Það er áhættuatriði að hækka álögur á greinina við þessar aðstæður og algjörlega óverjandi að sturta þeim yfir okkur fyrirvaralaust. Við erum eins og áður sagði í harðri alþjóðlegri samkeppni og það er raunverulega á brattan að sækja. Alþingi er nú í dauðafæri til að stíga varlega niður þegar kemur að auknum álögum á ferðaþjónustuna og verður að gefa greininni lengri tíma til að aðlaga sig að breytingum í rekstrarumhverfinu. Það á að vera regla að innleiðing slíkra breytinga komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir a.m.k. 18 mánuði, helst tvö ár. Þá geta fyrirtæki í greininni og samstarfsaðilar þeirra á erlendum mörkuðum stillt sig inná fyrirhugaðar breytingar og þeim sem ætlað er að bera hækkaðar álögur sé raunverulega að bera þær. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Tíminn leikur stórt hlutverk þegar kemur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein. Gestirnir okkar taka sér tíma í að láta sig dreyma, taka tíma í ákvörðun, tíma í að bóka og síðast en ekki síst tíma til að láta sig hlakka til. Þessi tími er hluti af upplifun gesta okkar og það þarf að umgangast hann af sömu virðingu og þann tíma sem gestirnir eru hér á landi. Fátt kemur verr við gesti okkar og erlenda samstarfsaðila en hringlandaháttur um verð á umsamdri þjónustu fram á síðustu stundu. Þetta vitum við sem erum að reka ferðaþjónustufyrirtækin en sú þekking þarf að dreifast víðar. Ferðaþjónusta er í dag orðin ein af grunnstoðum efnahags- og atvinnulífs á Íslandi og stærsta útflutningsgreinin. Hún hefur bætt lífskjör á Íslandi og stuðlar að efnahagslegum stöðugleika og viðheldur kaupmætti með stöðugu innstreymi gjaldeyris. Fjárfestinga- og atvinnutækifæri hafa skapast víða um land og einkaframtakið hefur blómstrað. Draumurinn um að skjóta fleiri öflugum stoðum undir áður einfalt og hráefnisdrifið hagkerf okkar hefur orðið að veruleika og íslensk tæknifyrirtæki, sprottin úr ferðaþjónustunni, náð flugi langt út fyrir landsteinana. Ferðaþjónustan skilar meira en 600 milljörðum í gjaldeyristekjur og yfir 200 milljörðum í skatta árlega, sem styðja við mikilvægustu kerfin okkar eins og mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni Þessi árangur er ekki sjálfsagður og ekki er á vísan að róa til framtíðar nema við höldum vel á þessu nýja öfluga fjöreggi okkar. Það er auðvelt og til eru dæmi um að áfangastaðir hafa misst flugið og hreinlega orðið undir í samkeppni þjóðanna vegna slæmar ákvarðana og skammsýni. Ferðaþjónustan er alþjóðleg og samkeppnin er hörð og ferðalangar refsa áfangastöðum miskunarlaust ef þeir standa ekki undir væntingum og slæmt orðsport berst mun hraðar en góðar sögur. Skilningur í orði en ekki á borði Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa tekist á við ýmsar áskoranir síðustu ár og hafa sýnt útsjónarsemi og seiglu þegar á móti hefur blásið í ytra umhverfinu. Hægt er að skipta þessum áskorunum í tvennt, annarsvegar náttúruhamfarir eins og eldgos og heimsfaraldur og hinsvegar misgóðar ákvarðanir stjórnmálanna sem teknar hafa verið og innleiddar með alltof stuttum fyrirvara. Við í ferðaþjónustunni höfum í gegnum tíðina átt ótal samtöl við stjórnmálamenn um mikilvægi þess að greinin fái góðan fyrirvara þegar gera á stórar breytingar. Við vinnum 12-24 mánuði fram í tímann og að auki njóta gestir okkar sem neytendur verndar gegn verðhækkunum eftir að ferð hefur verið keypt. Allir sýna þessari staðreynd skilning en þegar á hólminn er komið eru samt teknar ákvarðanir og innleiddar nánast samstundis. Má þar nefna nærtækt dæmi eins og ákvörðunin um tvöföldun gistináttaskatts um síðustu áramót sem innleidd var með nær engum fyrirvara og olli þannig tilfinnanlegu tjóni hjá fyrirtækjum í greininni. Stórar breytingar liggja fyrir Alþingi Nú eru aftur yfirvofandi stórar breytingar á rekstrarumhverfi bílaleiga með innleiðingu kílómetragjalds á alla bílaleigubíla, hækka á álögur á hópferðabíla, hækka á gistináttaskattinn og leggja innviðagjöld á gesti skemmtiferðaskipa. Í frumvörpum sem lögð hafa verið fram um þessi mál er gert ráð fyrir að nýjar reglur taki gildi 1. janúar 2025. Það er þó ekki ljóst hvað nákvæmlega mun þá taka gildi eftir meðfarir þingsins og því ekki hægt að bregðast við fyrr en Alþingi klárar þessi mál. Fyrirvaralaus áhættuatriði stjórnmálanna Það er okkur ljóst sem vinnum í ferðaþjónustunni að verðlag á ferðum til Íslands er í hæstu hæðum um þessar mundir. Sterkt raungengi og miklar kostnaðarhækkanir undanfarinna ára hafa dregið úr samkeppnishæfni greinarinnar. Það er áhættuatriði að hækka álögur á greinina við þessar aðstæður og algjörlega óverjandi að sturta þeim yfir okkur fyrirvaralaust. Við erum eins og áður sagði í harðri alþjóðlegri samkeppni og það er raunverulega á brattan að sækja. Alþingi er nú í dauðafæri til að stíga varlega niður þegar kemur að auknum álögum á ferðaþjónustuna og verður að gefa greininni lengri tíma til að aðlaga sig að breytingum í rekstrarumhverfinu. Það á að vera regla að innleiðing slíkra breytinga komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir a.m.k. 18 mánuði, helst tvö ár. Þá geta fyrirtæki í greininni og samstarfsaðilar þeirra á erlendum mörkuðum stillt sig inná fyrirhugaðar breytingar og þeim sem ætlað er að bera hækkaðar álögur sé raunverulega að bera þær. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun