Ferðaþjónustan og fyrirsjáanleikinn Pétur Óskarsson skrifar 21. október 2024 14:32 Tíminn leikur stórt hlutverk þegar kemur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein. Gestirnir okkar taka sér tíma í að láta sig dreyma, taka tíma í ákvörðun, tíma í að bóka og síðast en ekki síst tíma til að láta sig hlakka til. Þessi tími er hluti af upplifun gesta okkar og það þarf að umgangast hann af sömu virðingu og þann tíma sem gestirnir eru hér á landi. Fátt kemur verr við gesti okkar og erlenda samstarfsaðila en hringlandaháttur um verð á umsamdri þjónustu fram á síðustu stundu. Þetta vitum við sem erum að reka ferðaþjónustufyrirtækin en sú þekking þarf að dreifast víðar. Ferðaþjónusta er í dag orðin ein af grunnstoðum efnahags- og atvinnulífs á Íslandi og stærsta útflutningsgreinin. Hún hefur bætt lífskjör á Íslandi og stuðlar að efnahagslegum stöðugleika og viðheldur kaupmætti með stöðugu innstreymi gjaldeyris. Fjárfestinga- og atvinnutækifæri hafa skapast víða um land og einkaframtakið hefur blómstrað. Draumurinn um að skjóta fleiri öflugum stoðum undir áður einfalt og hráefnisdrifið hagkerf okkar hefur orðið að veruleika og íslensk tæknifyrirtæki, sprottin úr ferðaþjónustunni, náð flugi langt út fyrir landsteinana. Ferðaþjónustan skilar meira en 600 milljörðum í gjaldeyristekjur og yfir 200 milljörðum í skatta árlega, sem styðja við mikilvægustu kerfin okkar eins og mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni Þessi árangur er ekki sjálfsagður og ekki er á vísan að róa til framtíðar nema við höldum vel á þessu nýja öfluga fjöreggi okkar. Það er auðvelt og til eru dæmi um að áfangastaðir hafa misst flugið og hreinlega orðið undir í samkeppni þjóðanna vegna slæmar ákvarðana og skammsýni. Ferðaþjónustan er alþjóðleg og samkeppnin er hörð og ferðalangar refsa áfangastöðum miskunarlaust ef þeir standa ekki undir væntingum og slæmt orðsport berst mun hraðar en góðar sögur. Skilningur í orði en ekki á borði Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa tekist á við ýmsar áskoranir síðustu ár og hafa sýnt útsjónarsemi og seiglu þegar á móti hefur blásið í ytra umhverfinu. Hægt er að skipta þessum áskorunum í tvennt, annarsvegar náttúruhamfarir eins og eldgos og heimsfaraldur og hinsvegar misgóðar ákvarðanir stjórnmálanna sem teknar hafa verið og innleiddar með alltof stuttum fyrirvara. Við í ferðaþjónustunni höfum í gegnum tíðina átt ótal samtöl við stjórnmálamenn um mikilvægi þess að greinin fái góðan fyrirvara þegar gera á stórar breytingar. Við vinnum 12-24 mánuði fram í tímann og að auki njóta gestir okkar sem neytendur verndar gegn verðhækkunum eftir að ferð hefur verið keypt. Allir sýna þessari staðreynd skilning en þegar á hólminn er komið eru samt teknar ákvarðanir og innleiddar nánast samstundis. Má þar nefna nærtækt dæmi eins og ákvörðunin um tvöföldun gistináttaskatts um síðustu áramót sem innleidd var með nær engum fyrirvara og olli þannig tilfinnanlegu tjóni hjá fyrirtækjum í greininni. Stórar breytingar liggja fyrir Alþingi Nú eru aftur yfirvofandi stórar breytingar á rekstrarumhverfi bílaleiga með innleiðingu kílómetragjalds á alla bílaleigubíla, hækka á álögur á hópferðabíla, hækka á gistináttaskattinn og leggja innviðagjöld á gesti skemmtiferðaskipa. Í frumvörpum sem lögð hafa verið fram um þessi mál er gert ráð fyrir að nýjar reglur taki gildi 1. janúar 2025. Það er þó ekki ljóst hvað nákvæmlega mun þá taka gildi eftir meðfarir þingsins og því ekki hægt að bregðast við fyrr en Alþingi klárar þessi mál. Fyrirvaralaus áhættuatriði stjórnmálanna Það er okkur ljóst sem vinnum í ferðaþjónustunni að verðlag á ferðum til Íslands er í hæstu hæðum um þessar mundir. Sterkt raungengi og miklar kostnaðarhækkanir undanfarinna ára hafa dregið úr samkeppnishæfni greinarinnar. Það er áhættuatriði að hækka álögur á greinina við þessar aðstæður og algjörlega óverjandi að sturta þeim yfir okkur fyrirvaralaust. Við erum eins og áður sagði í harðri alþjóðlegri samkeppni og það er raunverulega á brattan að sækja. Alþingi er nú í dauðafæri til að stíga varlega niður þegar kemur að auknum álögum á ferðaþjónustuna og verður að gefa greininni lengri tíma til að aðlaga sig að breytingum í rekstrarumhverfinu. Það á að vera regla að innleiðing slíkra breytinga komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir a.m.k. 18 mánuði, helst tvö ár. Þá geta fyrirtæki í greininni og samstarfsaðilar þeirra á erlendum mörkuðum stillt sig inná fyrirhugaðar breytingar og þeim sem ætlað er að bera hækkaðar álögur sé raunverulega að bera þær. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Tíminn leikur stórt hlutverk þegar kemur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein. Gestirnir okkar taka sér tíma í að láta sig dreyma, taka tíma í ákvörðun, tíma í að bóka og síðast en ekki síst tíma til að láta sig hlakka til. Þessi tími er hluti af upplifun gesta okkar og það þarf að umgangast hann af sömu virðingu og þann tíma sem gestirnir eru hér á landi. Fátt kemur verr við gesti okkar og erlenda samstarfsaðila en hringlandaháttur um verð á umsamdri þjónustu fram á síðustu stundu. Þetta vitum við sem erum að reka ferðaþjónustufyrirtækin en sú þekking þarf að dreifast víðar. Ferðaþjónusta er í dag orðin ein af grunnstoðum efnahags- og atvinnulífs á Íslandi og stærsta útflutningsgreinin. Hún hefur bætt lífskjör á Íslandi og stuðlar að efnahagslegum stöðugleika og viðheldur kaupmætti með stöðugu innstreymi gjaldeyris. Fjárfestinga- og atvinnutækifæri hafa skapast víða um land og einkaframtakið hefur blómstrað. Draumurinn um að skjóta fleiri öflugum stoðum undir áður einfalt og hráefnisdrifið hagkerf okkar hefur orðið að veruleika og íslensk tæknifyrirtæki, sprottin úr ferðaþjónustunni, náð flugi langt út fyrir landsteinana. Ferðaþjónustan skilar meira en 600 milljörðum í gjaldeyristekjur og yfir 200 milljörðum í skatta árlega, sem styðja við mikilvægustu kerfin okkar eins og mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni Þessi árangur er ekki sjálfsagður og ekki er á vísan að róa til framtíðar nema við höldum vel á þessu nýja öfluga fjöreggi okkar. Það er auðvelt og til eru dæmi um að áfangastaðir hafa misst flugið og hreinlega orðið undir í samkeppni þjóðanna vegna slæmar ákvarðana og skammsýni. Ferðaþjónustan er alþjóðleg og samkeppnin er hörð og ferðalangar refsa áfangastöðum miskunarlaust ef þeir standa ekki undir væntingum og slæmt orðsport berst mun hraðar en góðar sögur. Skilningur í orði en ekki á borði Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa tekist á við ýmsar áskoranir síðustu ár og hafa sýnt útsjónarsemi og seiglu þegar á móti hefur blásið í ytra umhverfinu. Hægt er að skipta þessum áskorunum í tvennt, annarsvegar náttúruhamfarir eins og eldgos og heimsfaraldur og hinsvegar misgóðar ákvarðanir stjórnmálanna sem teknar hafa verið og innleiddar með alltof stuttum fyrirvara. Við í ferðaþjónustunni höfum í gegnum tíðina átt ótal samtöl við stjórnmálamenn um mikilvægi þess að greinin fái góðan fyrirvara þegar gera á stórar breytingar. Við vinnum 12-24 mánuði fram í tímann og að auki njóta gestir okkar sem neytendur verndar gegn verðhækkunum eftir að ferð hefur verið keypt. Allir sýna þessari staðreynd skilning en þegar á hólminn er komið eru samt teknar ákvarðanir og innleiddar nánast samstundis. Má þar nefna nærtækt dæmi eins og ákvörðunin um tvöföldun gistináttaskatts um síðustu áramót sem innleidd var með nær engum fyrirvara og olli þannig tilfinnanlegu tjóni hjá fyrirtækjum í greininni. Stórar breytingar liggja fyrir Alþingi Nú eru aftur yfirvofandi stórar breytingar á rekstrarumhverfi bílaleiga með innleiðingu kílómetragjalds á alla bílaleigubíla, hækka á álögur á hópferðabíla, hækka á gistináttaskattinn og leggja innviðagjöld á gesti skemmtiferðaskipa. Í frumvörpum sem lögð hafa verið fram um þessi mál er gert ráð fyrir að nýjar reglur taki gildi 1. janúar 2025. Það er þó ekki ljóst hvað nákvæmlega mun þá taka gildi eftir meðfarir þingsins og því ekki hægt að bregðast við fyrr en Alþingi klárar þessi mál. Fyrirvaralaus áhættuatriði stjórnmálanna Það er okkur ljóst sem vinnum í ferðaþjónustunni að verðlag á ferðum til Íslands er í hæstu hæðum um þessar mundir. Sterkt raungengi og miklar kostnaðarhækkanir undanfarinna ára hafa dregið úr samkeppnishæfni greinarinnar. Það er áhættuatriði að hækka álögur á greinina við þessar aðstæður og algjörlega óverjandi að sturta þeim yfir okkur fyrirvaralaust. Við erum eins og áður sagði í harðri alþjóðlegri samkeppni og það er raunverulega á brattan að sækja. Alþingi er nú í dauðafæri til að stíga varlega niður þegar kemur að auknum álögum á ferðaþjónustuna og verður að gefa greininni lengri tíma til að aðlaga sig að breytingum í rekstrarumhverfinu. Það á að vera regla að innleiðing slíkra breytinga komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir a.m.k. 18 mánuði, helst tvö ár. Þá geta fyrirtæki í greininni og samstarfsaðilar þeirra á erlendum mörkuðum stillt sig inná fyrirhugaðar breytingar og þeim sem ætlað er að bera hækkaðar álögur sé raunverulega að bera þær. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun