Kalt er það, Einar! Arnór Heiðar Benónýsson skrifar 14. október 2024 07:02 Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem fram fór síðustu helgi, sagði borgarstjóri Reykjavíkur meðal annars að; „að kennararnir séu að biðja um að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr, kenna minna og einhvern veginn fleiri undirbúningstímar“. Sem starfandi kennari í Reykjavík finn ég mig knúinn til að tjá mikla óánægju með þessi ummæli, sem endurspegla ekki einungis vanvirðingu í garð kennarastéttarinnar heldur taka ekki með í reikninginn það mikla álag og þær erfiðu starfsaðstæður sem kennarar standa frammi fyrir á hverjum degi . Á síðustu árum hafa bekkjarstærðir stækkað til muna, nemendahóparnir eru fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og stuðningur í bekkjum er oft ekki nægilegur. Kennarar eru að takast á við nemendur með mjög ólíkar þarfir, hvort sem það snýr að námsörðugleikum, hegðunarvanda eða félagslegum aðstæðum, án þess að fá viðeigandi aðstoð til að sinna þessu hlutverki. Þetta eykur álagið á kennara gríðarlega og tekur sinn toll af bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Það er óásættanlegt að borgarstjóri líti framhjá mikilvægi þessa þátta þegar hann tjáir sig opinberlega. Í stað þess að gagnrýna kennara fyrir veikindi og aukinn undirbúning ætti að beina athyglinni að því að bæta starfsumhverfi þeirra. Fyrrnefndur skortur á stuðningsúrræðum, aukin ábyrgð í starfi og gamlar og illa farnar skólabyggingar, svo einhverjir þættir séu nefndir, skapa álag sem hefur óhjákvæmilega áhrif á heilsu og starfsgetu kennara. Það er nauðsynleg að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna starfinu með viðunandi hætti. Því þeir vilja sinna því af heilindum, en án nægilegs stuðnings og heilbrigðra vinnuaðstæðna verður það sífellt erfiðara. Það er æðsta yfirmanni reykvískra kennara ekki við hæfi að skella ábyrgðinni á kennarana sjálfa, þegar álagið í starfinu er orðið svo mikið að það hefur bein áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra. Það er löngu tímabært að yfirvöld axli ábyrgð og bæti aðstæður í skólum landsins, bæði hvað varðar gæði bygginga og þann stuðning sem kennarar þurfa til að mæta kröfum starfsins. Samfélagið þarf menntakerfi þar sem nemendur fá þann stuðning sem þeir eiga skilið, en það krefst þess að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna sínu mikilvæga starfi. Með þingkosningar á næsta leyti þá kalla ég eftir kjarki frá þeim sem sækjast eftir að leiða landið okkar. Kjarki til að tjá sig með afgerandi hætti um stöðu menntamála í landinu og til að taka afstöðu með börnunum okkar, sem þurfa svo sannarlega á kennurunum sínum að halda. Höfundur starfar sem grunnskólakennari í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem fram fór síðustu helgi, sagði borgarstjóri Reykjavíkur meðal annars að; „að kennararnir séu að biðja um að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr, kenna minna og einhvern veginn fleiri undirbúningstímar“. Sem starfandi kennari í Reykjavík finn ég mig knúinn til að tjá mikla óánægju með þessi ummæli, sem endurspegla ekki einungis vanvirðingu í garð kennarastéttarinnar heldur taka ekki með í reikninginn það mikla álag og þær erfiðu starfsaðstæður sem kennarar standa frammi fyrir á hverjum degi . Á síðustu árum hafa bekkjarstærðir stækkað til muna, nemendahóparnir eru fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og stuðningur í bekkjum er oft ekki nægilegur. Kennarar eru að takast á við nemendur með mjög ólíkar þarfir, hvort sem það snýr að námsörðugleikum, hegðunarvanda eða félagslegum aðstæðum, án þess að fá viðeigandi aðstoð til að sinna þessu hlutverki. Þetta eykur álagið á kennara gríðarlega og tekur sinn toll af bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Það er óásættanlegt að borgarstjóri líti framhjá mikilvægi þessa þátta þegar hann tjáir sig opinberlega. Í stað þess að gagnrýna kennara fyrir veikindi og aukinn undirbúning ætti að beina athyglinni að því að bæta starfsumhverfi þeirra. Fyrrnefndur skortur á stuðningsúrræðum, aukin ábyrgð í starfi og gamlar og illa farnar skólabyggingar, svo einhverjir þættir séu nefndir, skapa álag sem hefur óhjákvæmilega áhrif á heilsu og starfsgetu kennara. Það er nauðsynleg að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna starfinu með viðunandi hætti. Því þeir vilja sinna því af heilindum, en án nægilegs stuðnings og heilbrigðra vinnuaðstæðna verður það sífellt erfiðara. Það er æðsta yfirmanni reykvískra kennara ekki við hæfi að skella ábyrgðinni á kennarana sjálfa, þegar álagið í starfinu er orðið svo mikið að það hefur bein áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra. Það er löngu tímabært að yfirvöld axli ábyrgð og bæti aðstæður í skólum landsins, bæði hvað varðar gæði bygginga og þann stuðning sem kennarar þurfa til að mæta kröfum starfsins. Samfélagið þarf menntakerfi þar sem nemendur fá þann stuðning sem þeir eiga skilið, en það krefst þess að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna sínu mikilvæga starfi. Með þingkosningar á næsta leyti þá kalla ég eftir kjarki frá þeim sem sækjast eftir að leiða landið okkar. Kjarki til að tjá sig með afgerandi hætti um stöðu menntamála í landinu og til að taka afstöðu með börnunum okkar, sem þurfa svo sannarlega á kennurunum sínum að halda. Höfundur starfar sem grunnskólakennari í Reykjavík.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun