„Ég er ótrúlega óþolinmóður maður“ Siggeir Ævarsson skrifar 12. október 2024 21:51 Maté áhyggjurfullur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Viktor Freyr Haukar máttu sætta sig við sitt annað tap í jafnmörgum leikjum í Bónus-deild karla þegar liðið tapaði heima gegn Grindavík í kvöld, 80-92. Tapið öllu minna en gegn Hetti en Maté Dalmay, þjálfari liðsins, sá fá batamerki á leik liðsins. „Þetta var svipað bara. Batamerki á stóra kallinum okkar [Steeve Ho You Fat, sem skoraði 19 stig í kvöld]. Mér fannst hann góður gegnum allan leikinn og var að skila okkur einhverjum stigum. Mér fannst Hilmar Arnars kom með kannski það sem Birkir kom með í síðasta leik. 18-19 ára gæi sem skorar 14-16 stig.“ „En svona heilt yfir bara því miður ekki batamerki. Kannski í seinni hálfleik batamerki í vörn. Þegar vörnin okkar var allt í lagi þá setti Gigliotti fjóra eða fimm þrista í röð. Það er bara því miður mér að kenna því hann setti þá ekki í fyrra og það var í mínu leikplani að falla djúpt af honum. Ég þarf að taka það á mig. Mér fannst vörnin betri í seinni hálfleik en ef ég á að vera ótrúlega neikvæður að þegar þú ert að spila lélegustu vörn í heimi þá er ótrúlega auðvelt að sýna batamerki.“ Það eru ansi margir ungir leikmenn í liði Hauka þetta tímabilið og sýndi þeir margir hverjir ágæta spretti í kvöld. Maté vildi þó ekki meina að lykillinn að velgegni liðsins lægi í þeirra frammistöðu, heldur væru það atvinnumennirnir sem þyrftu að vinna fyrir kaupinu sínu. „Ég er ekkert ósáttur við þá. Birkir var ekki smeykur í dag, mistækari en í síðasta leik en hann þorir allavegana. Sama með Hilmi Arnars í dag. En án þess að gera lítið úr þeirra framlagi þá vinnum við ekki Grindavík nema erlendu atvinnumennirnir okkar, sem að koma hinga til að spila bara körfubolta meðan hinir tveir eru upp í FSU og Borgarholtsskóla. Þeir þurfa að bera liðið okkar. Við erum ekki með þrítuga íslenska landsliðsmenn sem lykilmenn. Við erum með stráka sem eiga sjö til tíu ár í að verða sá gæi. Þangað til horfi ég á Everage og þessa þrjá atvinnumenn til þess að vera grunnurinn í okkar sóknar- og varnarleik. Þeir voru það alls ekki í dag og alls ekki á móti Hetti. Steeve var það meira í dag.“ Maté var spurður fyrir leik hvort hann væri búinn að hugsa það lengra fram í tímann hvort hann vildi bæta fleiri leikmönnum í hópinn. Þá sagði hann að það væri ekki í kortunum en hann virðist mögulega vera búinn að skipta um skoðun, eða í það minnsta að skoða það alvarlega að skipta mönnum út. „Ég sagði hérna fyrir leik að við ætlum að vera þolinmóðir. Ég er ótrúlega óþolinmóður maður samt. Tala nú ekki um Kidda Jónasar formenn og fólkið sem er að fara að tjá sig um þennan leik. Jú jú. Við ætlum að vera þolinmóðir en þessir menn þurfa að sýna meiri gæði og í fyrri hálfleik bara áhuga líka.“ Grindavík byrjaði annan leikhluta á 13-0 áhlaupi sem virtist nánast gera út um leikinn og Maté tók undir að hans menn hefðu ekki höndlað mótlætið vel. „Við brotnum mjög auðvelda bara strax í byrjun. Hópur sem hefur aldrei gert neitt saman. Við höfum aldrei farið í gegnum neina erfiðleika saman sem hópur. Við erum glænýr hópur. Ungir gaurar sem hafa fæstir spilað eitthvað í úrvalsdeild blandað við erlenda menn sem hafa aldrei spilað á Íslandi. Við höfum aldrei farið í gegnum neitt mótlæti saman nema þessa tvo leiki. Vonandi, þegar við lendum ellefu stigum undir næst, þá drullum við ekki á okkur.“ Bónus-deild karla Körfubolti Haukar Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira
„Þetta var svipað bara. Batamerki á stóra kallinum okkar [Steeve Ho You Fat, sem skoraði 19 stig í kvöld]. Mér fannst hann góður gegnum allan leikinn og var að skila okkur einhverjum stigum. Mér fannst Hilmar Arnars kom með kannski það sem Birkir kom með í síðasta leik. 18-19 ára gæi sem skorar 14-16 stig.“ „En svona heilt yfir bara því miður ekki batamerki. Kannski í seinni hálfleik batamerki í vörn. Þegar vörnin okkar var allt í lagi þá setti Gigliotti fjóra eða fimm þrista í röð. Það er bara því miður mér að kenna því hann setti þá ekki í fyrra og það var í mínu leikplani að falla djúpt af honum. Ég þarf að taka það á mig. Mér fannst vörnin betri í seinni hálfleik en ef ég á að vera ótrúlega neikvæður að þegar þú ert að spila lélegustu vörn í heimi þá er ótrúlega auðvelt að sýna batamerki.“ Það eru ansi margir ungir leikmenn í liði Hauka þetta tímabilið og sýndi þeir margir hverjir ágæta spretti í kvöld. Maté vildi þó ekki meina að lykillinn að velgegni liðsins lægi í þeirra frammistöðu, heldur væru það atvinnumennirnir sem þyrftu að vinna fyrir kaupinu sínu. „Ég er ekkert ósáttur við þá. Birkir var ekki smeykur í dag, mistækari en í síðasta leik en hann þorir allavegana. Sama með Hilmi Arnars í dag. En án þess að gera lítið úr þeirra framlagi þá vinnum við ekki Grindavík nema erlendu atvinnumennirnir okkar, sem að koma hinga til að spila bara körfubolta meðan hinir tveir eru upp í FSU og Borgarholtsskóla. Þeir þurfa að bera liðið okkar. Við erum ekki með þrítuga íslenska landsliðsmenn sem lykilmenn. Við erum með stráka sem eiga sjö til tíu ár í að verða sá gæi. Þangað til horfi ég á Everage og þessa þrjá atvinnumenn til þess að vera grunnurinn í okkar sóknar- og varnarleik. Þeir voru það alls ekki í dag og alls ekki á móti Hetti. Steeve var það meira í dag.“ Maté var spurður fyrir leik hvort hann væri búinn að hugsa það lengra fram í tímann hvort hann vildi bæta fleiri leikmönnum í hópinn. Þá sagði hann að það væri ekki í kortunum en hann virðist mögulega vera búinn að skipta um skoðun, eða í það minnsta að skoða það alvarlega að skipta mönnum út. „Ég sagði hérna fyrir leik að við ætlum að vera þolinmóðir. Ég er ótrúlega óþolinmóður maður samt. Tala nú ekki um Kidda Jónasar formenn og fólkið sem er að fara að tjá sig um þennan leik. Jú jú. Við ætlum að vera þolinmóðir en þessir menn þurfa að sýna meiri gæði og í fyrri hálfleik bara áhuga líka.“ Grindavík byrjaði annan leikhluta á 13-0 áhlaupi sem virtist nánast gera út um leikinn og Maté tók undir að hans menn hefðu ekki höndlað mótlætið vel. „Við brotnum mjög auðvelda bara strax í byrjun. Hópur sem hefur aldrei gert neitt saman. Við höfum aldrei farið í gegnum neina erfiðleika saman sem hópur. Við erum glænýr hópur. Ungir gaurar sem hafa fæstir spilað eitthvað í úrvalsdeild blandað við erlenda menn sem hafa aldrei spilað á Íslandi. Við höfum aldrei farið í gegnum neitt mótlæti saman nema þessa tvo leiki. Vonandi, þegar við lendum ellefu stigum undir næst, þá drullum við ekki á okkur.“
Bónus-deild karla Körfubolti Haukar Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira