„Ég er ótrúlega óþolinmóður maður“ Siggeir Ævarsson skrifar 12. október 2024 21:51 Maté áhyggjurfullur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Viktor Freyr Haukar máttu sætta sig við sitt annað tap í jafnmörgum leikjum í Bónus-deild karla þegar liðið tapaði heima gegn Grindavík í kvöld, 80-92. Tapið öllu minna en gegn Hetti en Maté Dalmay, þjálfari liðsins, sá fá batamerki á leik liðsins. „Þetta var svipað bara. Batamerki á stóra kallinum okkar [Steeve Ho You Fat, sem skoraði 19 stig í kvöld]. Mér fannst hann góður gegnum allan leikinn og var að skila okkur einhverjum stigum. Mér fannst Hilmar Arnars kom með kannski það sem Birkir kom með í síðasta leik. 18-19 ára gæi sem skorar 14-16 stig.“ „En svona heilt yfir bara því miður ekki batamerki. Kannski í seinni hálfleik batamerki í vörn. Þegar vörnin okkar var allt í lagi þá setti Gigliotti fjóra eða fimm þrista í röð. Það er bara því miður mér að kenna því hann setti þá ekki í fyrra og það var í mínu leikplani að falla djúpt af honum. Ég þarf að taka það á mig. Mér fannst vörnin betri í seinni hálfleik en ef ég á að vera ótrúlega neikvæður að þegar þú ert að spila lélegustu vörn í heimi þá er ótrúlega auðvelt að sýna batamerki.“ Það eru ansi margir ungir leikmenn í liði Hauka þetta tímabilið og sýndi þeir margir hverjir ágæta spretti í kvöld. Maté vildi þó ekki meina að lykillinn að velgegni liðsins lægi í þeirra frammistöðu, heldur væru það atvinnumennirnir sem þyrftu að vinna fyrir kaupinu sínu. „Ég er ekkert ósáttur við þá. Birkir var ekki smeykur í dag, mistækari en í síðasta leik en hann þorir allavegana. Sama með Hilmi Arnars í dag. En án þess að gera lítið úr þeirra framlagi þá vinnum við ekki Grindavík nema erlendu atvinnumennirnir okkar, sem að koma hinga til að spila bara körfubolta meðan hinir tveir eru upp í FSU og Borgarholtsskóla. Þeir þurfa að bera liðið okkar. Við erum ekki með þrítuga íslenska landsliðsmenn sem lykilmenn. Við erum með stráka sem eiga sjö til tíu ár í að verða sá gæi. Þangað til horfi ég á Everage og þessa þrjá atvinnumenn til þess að vera grunnurinn í okkar sóknar- og varnarleik. Þeir voru það alls ekki í dag og alls ekki á móti Hetti. Steeve var það meira í dag.“ Maté var spurður fyrir leik hvort hann væri búinn að hugsa það lengra fram í tímann hvort hann vildi bæta fleiri leikmönnum í hópinn. Þá sagði hann að það væri ekki í kortunum en hann virðist mögulega vera búinn að skipta um skoðun, eða í það minnsta að skoða það alvarlega að skipta mönnum út. „Ég sagði hérna fyrir leik að við ætlum að vera þolinmóðir. Ég er ótrúlega óþolinmóður maður samt. Tala nú ekki um Kidda Jónasar formenn og fólkið sem er að fara að tjá sig um þennan leik. Jú jú. Við ætlum að vera þolinmóðir en þessir menn þurfa að sýna meiri gæði og í fyrri hálfleik bara áhuga líka.“ Grindavík byrjaði annan leikhluta á 13-0 áhlaupi sem virtist nánast gera út um leikinn og Maté tók undir að hans menn hefðu ekki höndlað mótlætið vel. „Við brotnum mjög auðvelda bara strax í byrjun. Hópur sem hefur aldrei gert neitt saman. Við höfum aldrei farið í gegnum neina erfiðleika saman sem hópur. Við erum glænýr hópur. Ungir gaurar sem hafa fæstir spilað eitthvað í úrvalsdeild blandað við erlenda menn sem hafa aldrei spilað á Íslandi. Við höfum aldrei farið í gegnum neitt mótlæti saman nema þessa tvo leiki. Vonandi, þegar við lendum ellefu stigum undir næst, þá drullum við ekki á okkur.“ Bónus-deild karla Körfubolti Haukar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Sjá meira
„Þetta var svipað bara. Batamerki á stóra kallinum okkar [Steeve Ho You Fat, sem skoraði 19 stig í kvöld]. Mér fannst hann góður gegnum allan leikinn og var að skila okkur einhverjum stigum. Mér fannst Hilmar Arnars kom með kannski það sem Birkir kom með í síðasta leik. 18-19 ára gæi sem skorar 14-16 stig.“ „En svona heilt yfir bara því miður ekki batamerki. Kannski í seinni hálfleik batamerki í vörn. Þegar vörnin okkar var allt í lagi þá setti Gigliotti fjóra eða fimm þrista í röð. Það er bara því miður mér að kenna því hann setti þá ekki í fyrra og það var í mínu leikplani að falla djúpt af honum. Ég þarf að taka það á mig. Mér fannst vörnin betri í seinni hálfleik en ef ég á að vera ótrúlega neikvæður að þegar þú ert að spila lélegustu vörn í heimi þá er ótrúlega auðvelt að sýna batamerki.“ Það eru ansi margir ungir leikmenn í liði Hauka þetta tímabilið og sýndi þeir margir hverjir ágæta spretti í kvöld. Maté vildi þó ekki meina að lykillinn að velgegni liðsins lægi í þeirra frammistöðu, heldur væru það atvinnumennirnir sem þyrftu að vinna fyrir kaupinu sínu. „Ég er ekkert ósáttur við þá. Birkir var ekki smeykur í dag, mistækari en í síðasta leik en hann þorir allavegana. Sama með Hilmi Arnars í dag. En án þess að gera lítið úr þeirra framlagi þá vinnum við ekki Grindavík nema erlendu atvinnumennirnir okkar, sem að koma hinga til að spila bara körfubolta meðan hinir tveir eru upp í FSU og Borgarholtsskóla. Þeir þurfa að bera liðið okkar. Við erum ekki með þrítuga íslenska landsliðsmenn sem lykilmenn. Við erum með stráka sem eiga sjö til tíu ár í að verða sá gæi. Þangað til horfi ég á Everage og þessa þrjá atvinnumenn til þess að vera grunnurinn í okkar sóknar- og varnarleik. Þeir voru það alls ekki í dag og alls ekki á móti Hetti. Steeve var það meira í dag.“ Maté var spurður fyrir leik hvort hann væri búinn að hugsa það lengra fram í tímann hvort hann vildi bæta fleiri leikmönnum í hópinn. Þá sagði hann að það væri ekki í kortunum en hann virðist mögulega vera búinn að skipta um skoðun, eða í það minnsta að skoða það alvarlega að skipta mönnum út. „Ég sagði hérna fyrir leik að við ætlum að vera þolinmóðir. Ég er ótrúlega óþolinmóður maður samt. Tala nú ekki um Kidda Jónasar formenn og fólkið sem er að fara að tjá sig um þennan leik. Jú jú. Við ætlum að vera þolinmóðir en þessir menn þurfa að sýna meiri gæði og í fyrri hálfleik bara áhuga líka.“ Grindavík byrjaði annan leikhluta á 13-0 áhlaupi sem virtist nánast gera út um leikinn og Maté tók undir að hans menn hefðu ekki höndlað mótlætið vel. „Við brotnum mjög auðvelda bara strax í byrjun. Hópur sem hefur aldrei gert neitt saman. Við höfum aldrei farið í gegnum neina erfiðleika saman sem hópur. Við erum glænýr hópur. Ungir gaurar sem hafa fæstir spilað eitthvað í úrvalsdeild blandað við erlenda menn sem hafa aldrei spilað á Íslandi. Við höfum aldrei farið í gegnum neitt mótlæti saman nema þessa tvo leiki. Vonandi, þegar við lendum ellefu stigum undir næst, þá drullum við ekki á okkur.“
Bónus-deild karla Körfubolti Haukar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Sjá meira