Endursala stórnotenda er engin töfralausn Tinna Traustadóttir skrifar 11. október 2024 10:02 Full ástæða er til að hafa áhyggjur af raforkuöryggi almennings og nauðsynlegt er að auka virkni heildsölumarkaðar. Hvorugt verður þó tryggt með því að heimila stórnotendum að endurselja raforku inn á kerfið, orku sem þeir ella myndu nota í eigin rekstur. Raforkukerfið okkar er í þröngri stöðu og eðlilegt að allar leiðir til úrbóta séu ræddar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og fyrirtæki önnur en stórnotendur, notar um 20% af allri raforku sem unnin er, en stórnotendur um 80%. Við fyrstu sýn kann endursala stórnotenda inn á kerfið því að hljóma sem einfalt mál og hugsanleg töfralausn í þröngri stöðu. Hafa verður í huga að raforkukerfið okkar er einstakt á heimsvísu. Það er eingöngu knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum og gengið þannig frá samningum við stórnotendur raforku að ekki er þörf á að vera með plan B í formi jarðefnaeldsneytis, líkt og í öðrum löndum. Ætla mætti að slíkt kerfi væri ekki hægt að reka svo vel færi. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli: nýting auðlinda og fjárfestingar í orkuframleiðslu eru með því allra besta sem þekkist í heiminum. Iðnaður hefur verið samkeppnishæfur og raforkuverð til almennings lágt og stöðugt. Þá hefur raforkuöryggi til þessa verið tryggt. Skerðingar og sveigjanleiki Raforkusölusamningar við stórnotendur eru öðruvísi á Íslandi en í öðrum löndum og eru grundvöllur vel heppnaðrar uppbyggingar raforkukerfisins. Til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar, en á sama tíma tryggja öruggan rekstur kerfisins, höfum við samið sérstaklega um að geta skert afhendingu orku til stórnotenda í slæmum vatnsárum. En það er ekki bara Landsvirkjun sem hefur sveigjanleika í orkuafhendingu þegar svo ber undir, heldur hafa viðskiptavinir einnig sveigjanleika í raforkunotkun. Þegar eitthvað kemur upp í rekstri þeirra eru þeir ekki skuldbundnir til að taka alla raforku sem samningar kveða á um. Raforkuverð í samningum tekur auðvitað mið af öllum þessum þáttum, er lægra fyrir vikið og endurspeglar þessar mismunandi forsendur afhendingar. Í raforkusamningum á meginlandi Evrópu er það yfirleitt reglan að stórnotendur geta endurselt raforkuna á markað, en í þeim felast líka skuldbindingar um að kaupa alla umsamda orku. Ef endursala stórnotenda inn á kerfið hér á landi yrði að veruleika þyrfti að taka upp alla raforkusamninga og breyta þeim í veigamiklum atriðum. Ein óhjákvæmileg afleiðing þess væri hærra raforkuverð sem kæmi niður á samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem hér starfa. Stoðunum yrði kippt undan farsælum rekstri í kerfi með eingöngu endurnýjanlega orku og hámarksnýtingu, sem hefur verið til hagsbóta fyrir bæði iðnað og almenning í landinu. Jafnvægi ógnað Viðsemjendur Landsvirkjunar eru öflug fyrirtæki sem starfa um allan heim og keppa á alþjóðlegum mörkuðum. Hart er tekist á um viðskiptaskilmála og þar skiptir raforkuverðið mestu máli. Við samningaborðið er ekki verið að takast á um heimildir viðskiptavina til endursölu, enda kjósa þeir að nota raforkuna í eigin starfsemi. Raforkumarkaðurinn á Íslandi er örmarkaður þar sem stórnotendur eru fyrirferðarmiklir og endursala án takmarkana gæti raskað jafnvæginu með ófyrirséðum afleiðingum, þar sem álverð á heimsmarkaði yrði jafnvel ráðandi þáttur í raforkuverði til almennings hérlendis. Þá vill oft gleymast, að flutningskerfi Landsnets takmarkar hversu mikla raforku er hægt að flytja milli landsvæða. Um helmingur af raforkunotkun stórnotenda er á norður- og austurlandi og ekki hægt að flytja raforkuna suður, þar sem staðan er þröng. Í raun gætu því aðeins fáein fyrirtæki hugsanlega endurselt raforku inn á kerfið. Tífalt verð Í vor stóð miðlunarforðinn í Þórisvatni mjög tæpt. Landsvirkjun biðlaði þá til viðskiptavina sinna að hafa samband ef áhugi væri á endursölu, með það að markmiði að verja lónstöðuna. Viðbrögðin voru mjög takmörkuð og í þeim tilvikum sem raforkuverð kom til umræðu var það allt að tíu sinnum hærra en kaupverð í samningum. Það er skiljanlegt að fyrirtækin vilji hátt verð við hugsanlega endursölu, enda myndi hún auðvitað draga úr framleiðslu þeirra og valda tekjuskerðingu sem vega þarf upp á móti. Endursala stórnotenda er því ekki sú töfralausn sem margir halda fram þegar kemur að því að tryggja raforkuöryggi almennings. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Full ástæða er til að hafa áhyggjur af raforkuöryggi almennings og nauðsynlegt er að auka virkni heildsölumarkaðar. Hvorugt verður þó tryggt með því að heimila stórnotendum að endurselja raforku inn á kerfið, orku sem þeir ella myndu nota í eigin rekstur. Raforkukerfið okkar er í þröngri stöðu og eðlilegt að allar leiðir til úrbóta séu ræddar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og fyrirtæki önnur en stórnotendur, notar um 20% af allri raforku sem unnin er, en stórnotendur um 80%. Við fyrstu sýn kann endursala stórnotenda inn á kerfið því að hljóma sem einfalt mál og hugsanleg töfralausn í þröngri stöðu. Hafa verður í huga að raforkukerfið okkar er einstakt á heimsvísu. Það er eingöngu knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum og gengið þannig frá samningum við stórnotendur raforku að ekki er þörf á að vera með plan B í formi jarðefnaeldsneytis, líkt og í öðrum löndum. Ætla mætti að slíkt kerfi væri ekki hægt að reka svo vel færi. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli: nýting auðlinda og fjárfestingar í orkuframleiðslu eru með því allra besta sem þekkist í heiminum. Iðnaður hefur verið samkeppnishæfur og raforkuverð til almennings lágt og stöðugt. Þá hefur raforkuöryggi til þessa verið tryggt. Skerðingar og sveigjanleiki Raforkusölusamningar við stórnotendur eru öðruvísi á Íslandi en í öðrum löndum og eru grundvöllur vel heppnaðrar uppbyggingar raforkukerfisins. Til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar, en á sama tíma tryggja öruggan rekstur kerfisins, höfum við samið sérstaklega um að geta skert afhendingu orku til stórnotenda í slæmum vatnsárum. En það er ekki bara Landsvirkjun sem hefur sveigjanleika í orkuafhendingu þegar svo ber undir, heldur hafa viðskiptavinir einnig sveigjanleika í raforkunotkun. Þegar eitthvað kemur upp í rekstri þeirra eru þeir ekki skuldbundnir til að taka alla raforku sem samningar kveða á um. Raforkuverð í samningum tekur auðvitað mið af öllum þessum þáttum, er lægra fyrir vikið og endurspeglar þessar mismunandi forsendur afhendingar. Í raforkusamningum á meginlandi Evrópu er það yfirleitt reglan að stórnotendur geta endurselt raforkuna á markað, en í þeim felast líka skuldbindingar um að kaupa alla umsamda orku. Ef endursala stórnotenda inn á kerfið hér á landi yrði að veruleika þyrfti að taka upp alla raforkusamninga og breyta þeim í veigamiklum atriðum. Ein óhjákvæmileg afleiðing þess væri hærra raforkuverð sem kæmi niður á samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem hér starfa. Stoðunum yrði kippt undan farsælum rekstri í kerfi með eingöngu endurnýjanlega orku og hámarksnýtingu, sem hefur verið til hagsbóta fyrir bæði iðnað og almenning í landinu. Jafnvægi ógnað Viðsemjendur Landsvirkjunar eru öflug fyrirtæki sem starfa um allan heim og keppa á alþjóðlegum mörkuðum. Hart er tekist á um viðskiptaskilmála og þar skiptir raforkuverðið mestu máli. Við samningaborðið er ekki verið að takast á um heimildir viðskiptavina til endursölu, enda kjósa þeir að nota raforkuna í eigin starfsemi. Raforkumarkaðurinn á Íslandi er örmarkaður þar sem stórnotendur eru fyrirferðarmiklir og endursala án takmarkana gæti raskað jafnvæginu með ófyrirséðum afleiðingum, þar sem álverð á heimsmarkaði yrði jafnvel ráðandi þáttur í raforkuverði til almennings hérlendis. Þá vill oft gleymast, að flutningskerfi Landsnets takmarkar hversu mikla raforku er hægt að flytja milli landsvæða. Um helmingur af raforkunotkun stórnotenda er á norður- og austurlandi og ekki hægt að flytja raforkuna suður, þar sem staðan er þröng. Í raun gætu því aðeins fáein fyrirtæki hugsanlega endurselt raforku inn á kerfið. Tífalt verð Í vor stóð miðlunarforðinn í Þórisvatni mjög tæpt. Landsvirkjun biðlaði þá til viðskiptavina sinna að hafa samband ef áhugi væri á endursölu, með það að markmiði að verja lónstöðuna. Viðbrögðin voru mjög takmörkuð og í þeim tilvikum sem raforkuverð kom til umræðu var það allt að tíu sinnum hærra en kaupverð í samningum. Það er skiljanlegt að fyrirtækin vilji hátt verð við hugsanlega endursölu, enda myndi hún auðvitað draga úr framleiðslu þeirra og valda tekjuskerðingu sem vega þarf upp á móti. Endursala stórnotenda er því ekki sú töfralausn sem margir halda fram þegar kemur að því að tryggja raforkuöryggi almennings. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar