Fyrirliðinn Popp leggur landsliðsskóna á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2024 18:16 Alexandra Popp og Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni. Getty Images/Gerrit van Cologne Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins í fótbolta og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg, hefur tilkynnt að hún muni leggja landsliðsskóna á hilluna síðar í þessum mánuði. Frá þessu greindi hin 33 ára gamla Popp í dag, mánudag. Fyrirliðinn heitir fullu nafni Alexandra Popp-Höppe og hefur spilað fyrir A-landslið Þýskalands frá árinu 2010. Alls hefur hún spilað 144 leiki og skorað 67 mörk. Þá spilaði hún á sínum tíma 47 leiki fyrir yngri landslið Þýskalands og skoraði í þeim 37 mörk. An incredible chapter closes as Alexandra Popp retires from international football! With 128 caps, 61 goals, and an Olympic gold in 2016, her passion has been inspiring 😍#DFB #GermanFootball #GermanWNT📸 DFB/Yuliia Perekopaiko & DFB/Sofieke van Bilsen pic.twitter.com/CjPNYkbGkn— German Football (@DFB_Team_EN) September 30, 2024 A-landsleikirnir verða þá að öllum líkindum 145 eða jafnvel 146 þar sem Þýskaland mætir Ástralíu þann 25. október næstkomandi og Ástralíu þremur dögum síðar. Eftir það fara landsliðsskór Popp upp í hillu. Popp hefur tekið þátt í fjórum heimsmeistaramótum með Þýskalandi. Þá var hún í liðinu sem vann Ólympíuleikana 2016 sem og því sem tapaði fyrir Englandi í úrslitum EM 2022. Uns bleibt nur eins: DANKE zu sagen, an eine der besten Fußballerinnen weltweit. 🙏 Es war uns eine Freude, dich über all die Jahre zu begleiten. Als Kapitänin der Nationalmannschaft bist du auf und neben dem Platz vorangegangen. [1/2] pic.twitter.com/Dtt5lBi73W— DFB-Frauen (@DFB_Frauen) September 30, 2024 Þessi magnaði leikmaður er samningsbundin Wolfsburg út þetta tímabil. Hún hefur spilað fyrir liðið síðan 2012 og tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu, sjö sinnum orðið þýskur meistari og tíu sinnum bikarmeistari. Einnig vann Popp Meistaradeild Evrópu sem og bikarkeppnina í tvígang með fyrsta félagi sínu, FCR 2001 Duisburg. Fótbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Sjá meira
Fyrirliðinn heitir fullu nafni Alexandra Popp-Höppe og hefur spilað fyrir A-landslið Þýskalands frá árinu 2010. Alls hefur hún spilað 144 leiki og skorað 67 mörk. Þá spilaði hún á sínum tíma 47 leiki fyrir yngri landslið Þýskalands og skoraði í þeim 37 mörk. An incredible chapter closes as Alexandra Popp retires from international football! With 128 caps, 61 goals, and an Olympic gold in 2016, her passion has been inspiring 😍#DFB #GermanFootball #GermanWNT📸 DFB/Yuliia Perekopaiko & DFB/Sofieke van Bilsen pic.twitter.com/CjPNYkbGkn— German Football (@DFB_Team_EN) September 30, 2024 A-landsleikirnir verða þá að öllum líkindum 145 eða jafnvel 146 þar sem Þýskaland mætir Ástralíu þann 25. október næstkomandi og Ástralíu þremur dögum síðar. Eftir það fara landsliðsskór Popp upp í hillu. Popp hefur tekið þátt í fjórum heimsmeistaramótum með Þýskalandi. Þá var hún í liðinu sem vann Ólympíuleikana 2016 sem og því sem tapaði fyrir Englandi í úrslitum EM 2022. Uns bleibt nur eins: DANKE zu sagen, an eine der besten Fußballerinnen weltweit. 🙏 Es war uns eine Freude, dich über all die Jahre zu begleiten. Als Kapitänin der Nationalmannschaft bist du auf und neben dem Platz vorangegangen. [1/2] pic.twitter.com/Dtt5lBi73W— DFB-Frauen (@DFB_Frauen) September 30, 2024 Þessi magnaði leikmaður er samningsbundin Wolfsburg út þetta tímabil. Hún hefur spilað fyrir liðið síðan 2012 og tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu, sjö sinnum orðið þýskur meistari og tíu sinnum bikarmeistari. Einnig vann Popp Meistaradeild Evrópu sem og bikarkeppnina í tvígang með fyrsta félagi sínu, FCR 2001 Duisburg.
Fótbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Sjá meira