Um ferðaþjónustu og ADHD Nanný Arna Guðmundsdóttir skrifar 16. september 2024 14:01 Við lestur fréttamiðla undanfarna daga má ætla að stærsta vandamál þjóðarinnar (fyrir utan ofurvexti) sé íslensk ferðaþjónusta og fólk með ADHD eða aðrar greiningar (aðalega drengir samt) Vandi Íslenskrar ferðaþjónustu virðist aðalega snúast um hver má keyra hvaða farartæki og hver má leiðsegja í söguferðum (með tilliti til menntunar og móðurmáls), eins og það sé eina tegund ferðaþjónustu á Íslandi. ADHD er kostnaðarsamt ofgreint vandamál sem við verðum að leysa, helst lækna. Umræðan um þessi tvö mál umhverfast um vandamál og ásakanir í stað þess að velta upp tækifærum og lausnum. Í mínu litla ferðaþjónustufyrirtæki unnu 33 einstaklingar yfir sumarvertíðina, flest allir með ADHD með eða án ofvirkni, lesblindu eða aðrar greiningar. Allt frábærir starfsmenn sem búa yfir innri styrk, þrautseigju og víðsýni. Þau búa öll yfir hæfuleikum sem henta vel í ferðaþjónustu, þau eru orkumikil, þeim finnst gaman að vera úti að leika, þau eru lausnamiðuð, það sem vekur áhuga þeirra muna þau í smáatriðum og þeim er allveg sama þó að vinnudagurinn þróist í allt aðar átt en excel skjalið sagði til eða að tímalína verkefna líti meira út eins og hjartalínurit en bein lína. Þessi litli hópur starfsmanna í ferðaþjónustu er með alskonar menntun sem þau hafa valið út frá áhugasviði sínu, masterspróf í náttúruvísindum, nám í fjallaleiðsögn, útinám úr lýðskóla, skipstjórnarnám, kennaranám og allskonar iðnám. Og já sumir í hópnum eru með annað móðurmál en íslensku, sem hindar þau ekki í að taka þátt í samfélagslegum verkefnum. Umræða um ferðaþjónustu snýst oftast um skort á fagmennsku, græðgi og útlendingana sem þekkja ekkert til Gísla Súrsonar eða Njálsbrennu. Það á sér sjálfsagt einhverja stoð, en ferðaþjónusta á Íslandi er svo miklu meira en það. Afþreyingarferðamennska er stór á Íslandi, enda eigum við náttúru sem kallar á alskonar útileiki. Þessháttar ferðamennska er samt ekki bara leikur, hún krefst fagmennsku, þekkingar og reynslu. Og þá erum við komin að fléttunni í þessari langloku. Á sama tíma og við skrifum greinar um greiningu, dæsum yfir börnunum sem passa ekki í skólakerfið og verða aldrei skrauthattar við skrifborð, er aðgengi að "öðruvísi" menntun skert. Ákvörðun barna og menntamálaráðherra um að hætta fjármögnun á sérstöku námi í fjallaleiðsögn við FAS er svo lýsandi fyrir skilningsleysi á þörfum samfélagsins fyrir alskonar menntun, fyrir alskonar fólk sem býr til þjóðartekjur sem nýtast í alskonar. Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem þarf að hlúa að með fagmennsku að vopni. Hún snýst ekki um excel skjöl eða fjölbreyttar skrifstofur. Hún er útivera, íslenskt veður, plan a-b-c-og -d, hún er valdeflandi, gefandi og ágætlega launuð. (Allavegana betur launuð en starf í þjónustuveri bankanna) Hún er frábær starfsvettvangur fyrir skapandi, líflegt, orkumikið fólk sem hefur gaman af því að tala, elskar að sökkva sér niður í smáatriði og sér umhverfið sitt í þrívídd, samhverfum myndum og mynstrum. Nám í Fjallamennsku við FAS er sérhæft nám í fjallamennsku sem tekur tvær annir og lýkur á 2. hæfniþrepi. Náminu er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið hefst á 60 eininga grunnnámi með áherslu á jöklaleiðsögn og síðan er boðið upp á 60 eininga framhaldsnám með áherlsu á fjallaleiðsögn og fjallamennsku. Námið samanstendur af verkelegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og hentar því einstaklega vel fyrir nemendur með búsetu um allt land. Nemendur sem ljúka náminu fá réttindi innan fagfélagsins íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG og viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu. Námið er það eina sinna tegundar á Íslandi og styður sannarlega við markmið nýrrar ferðamálastefnu um að upplifun gesta okkar af íslenskri ferðaþjónustu eigi að byggja á fagmennsku, gæðum og öryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Borea Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við lestur fréttamiðla undanfarna daga má ætla að stærsta vandamál þjóðarinnar (fyrir utan ofurvexti) sé íslensk ferðaþjónusta og fólk með ADHD eða aðrar greiningar (aðalega drengir samt) Vandi Íslenskrar ferðaþjónustu virðist aðalega snúast um hver má keyra hvaða farartæki og hver má leiðsegja í söguferðum (með tilliti til menntunar og móðurmáls), eins og það sé eina tegund ferðaþjónustu á Íslandi. ADHD er kostnaðarsamt ofgreint vandamál sem við verðum að leysa, helst lækna. Umræðan um þessi tvö mál umhverfast um vandamál og ásakanir í stað þess að velta upp tækifærum og lausnum. Í mínu litla ferðaþjónustufyrirtæki unnu 33 einstaklingar yfir sumarvertíðina, flest allir með ADHD með eða án ofvirkni, lesblindu eða aðrar greiningar. Allt frábærir starfsmenn sem búa yfir innri styrk, þrautseigju og víðsýni. Þau búa öll yfir hæfuleikum sem henta vel í ferðaþjónustu, þau eru orkumikil, þeim finnst gaman að vera úti að leika, þau eru lausnamiðuð, það sem vekur áhuga þeirra muna þau í smáatriðum og þeim er allveg sama þó að vinnudagurinn þróist í allt aðar átt en excel skjalið sagði til eða að tímalína verkefna líti meira út eins og hjartalínurit en bein lína. Þessi litli hópur starfsmanna í ferðaþjónustu er með alskonar menntun sem þau hafa valið út frá áhugasviði sínu, masterspróf í náttúruvísindum, nám í fjallaleiðsögn, útinám úr lýðskóla, skipstjórnarnám, kennaranám og allskonar iðnám. Og já sumir í hópnum eru með annað móðurmál en íslensku, sem hindar þau ekki í að taka þátt í samfélagslegum verkefnum. Umræða um ferðaþjónustu snýst oftast um skort á fagmennsku, græðgi og útlendingana sem þekkja ekkert til Gísla Súrsonar eða Njálsbrennu. Það á sér sjálfsagt einhverja stoð, en ferðaþjónusta á Íslandi er svo miklu meira en það. Afþreyingarferðamennska er stór á Íslandi, enda eigum við náttúru sem kallar á alskonar útileiki. Þessháttar ferðamennska er samt ekki bara leikur, hún krefst fagmennsku, þekkingar og reynslu. Og þá erum við komin að fléttunni í þessari langloku. Á sama tíma og við skrifum greinar um greiningu, dæsum yfir börnunum sem passa ekki í skólakerfið og verða aldrei skrauthattar við skrifborð, er aðgengi að "öðruvísi" menntun skert. Ákvörðun barna og menntamálaráðherra um að hætta fjármögnun á sérstöku námi í fjallaleiðsögn við FAS er svo lýsandi fyrir skilningsleysi á þörfum samfélagsins fyrir alskonar menntun, fyrir alskonar fólk sem býr til þjóðartekjur sem nýtast í alskonar. Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem þarf að hlúa að með fagmennsku að vopni. Hún snýst ekki um excel skjöl eða fjölbreyttar skrifstofur. Hún er útivera, íslenskt veður, plan a-b-c-og -d, hún er valdeflandi, gefandi og ágætlega launuð. (Allavegana betur launuð en starf í þjónustuveri bankanna) Hún er frábær starfsvettvangur fyrir skapandi, líflegt, orkumikið fólk sem hefur gaman af því að tala, elskar að sökkva sér niður í smáatriði og sér umhverfið sitt í þrívídd, samhverfum myndum og mynstrum. Nám í Fjallamennsku við FAS er sérhæft nám í fjallamennsku sem tekur tvær annir og lýkur á 2. hæfniþrepi. Náminu er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið hefst á 60 eininga grunnnámi með áherslu á jöklaleiðsögn og síðan er boðið upp á 60 eininga framhaldsnám með áherlsu á fjallaleiðsögn og fjallamennsku. Námið samanstendur af verkelegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og hentar því einstaklega vel fyrir nemendur með búsetu um allt land. Nemendur sem ljúka náminu fá réttindi innan fagfélagsins íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG og viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu. Námið er það eina sinna tegundar á Íslandi og styður sannarlega við markmið nýrrar ferðamálastefnu um að upplifun gesta okkar af íslenskri ferðaþjónustu eigi að byggja á fagmennsku, gæðum og öryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Borea Adventures.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun