1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. september 2024 00:02 Diddy, sem réttu nafni heitir Sean Combs, er 54 ára. Jordan Strauss/Invision/AP Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan. Sú er niðurstaða dómstóls í Michigan-ríki í Bandaríkjunum þar sem að Diddy mætti ekki fyrir réttinn. Í yfirlýsingu frá lögmanni hans segir að Diddy kannist ekki við manninn Derrick Lee Cardello-Smith sem hefur sakað hann um að brjóta á sér í teiti í Detroit árið 1997. Diddy „hlakki til að sjá málinu vísað frá dómi í snatri“ á áfrýjunarstigi. Cardello-Smith afplánar dóm í fangelsi í Michigan og í yfirlýsingu lögmanns er ýmislegt tínt til að varpa rýrð á hann og hans ásakanir. Cardello-Smith heldur því fram að Diddy hafi þegar boðið honum um tvær milljónir bandaríkjadala til að hætta við lögsóknina. Samkvæmt lögum Michigan-ríkis eru kröfur sækjanda teknar til greina ef verjandi sækir ekki þingfestingu máls. Í umfjöllun Detroit Metro Times kemur fram að Cardello-Smith haldi því fram að þeir Diddy hafi kynnst þegar sá fyrrnefndi vann á veitingastað í nágrenni Detroit. Diddy hafi boðið honum fyrrgreint sáttarboð en Cardello-Smith hafnað því. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diddy kemst í kast við lögin vegna kynferðisbrota eða gruns um slíkt. Fyrr á þessu ári birti CNN upptökur þar sem Diddy sést veitast að þáverandi kærustu sinni. Diddy hafði alla tíð neitað öllum ásökunum en greiddi kærustunni fyrrverandi ótilgreinda summu á fyrsta degi réttarhalda gegn honum. Myndbandið varpaði nýju ljósi á yfirlýsingar hans um sakleysi og í kjölfarið birti Diddy myndband þar sem hann biðst afsökunar á gjörðum sínum. Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. 23. maí 2024 23:26 Gerðu húsleit hjá Diddy í Los Angeles og Miami Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna. 25. mars 2024 22:32 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Sjá meira
Sú er niðurstaða dómstóls í Michigan-ríki í Bandaríkjunum þar sem að Diddy mætti ekki fyrir réttinn. Í yfirlýsingu frá lögmanni hans segir að Diddy kannist ekki við manninn Derrick Lee Cardello-Smith sem hefur sakað hann um að brjóta á sér í teiti í Detroit árið 1997. Diddy „hlakki til að sjá málinu vísað frá dómi í snatri“ á áfrýjunarstigi. Cardello-Smith afplánar dóm í fangelsi í Michigan og í yfirlýsingu lögmanns er ýmislegt tínt til að varpa rýrð á hann og hans ásakanir. Cardello-Smith heldur því fram að Diddy hafi þegar boðið honum um tvær milljónir bandaríkjadala til að hætta við lögsóknina. Samkvæmt lögum Michigan-ríkis eru kröfur sækjanda teknar til greina ef verjandi sækir ekki þingfestingu máls. Í umfjöllun Detroit Metro Times kemur fram að Cardello-Smith haldi því fram að þeir Diddy hafi kynnst þegar sá fyrrnefndi vann á veitingastað í nágrenni Detroit. Diddy hafi boðið honum fyrrgreint sáttarboð en Cardello-Smith hafnað því. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diddy kemst í kast við lögin vegna kynferðisbrota eða gruns um slíkt. Fyrr á þessu ári birti CNN upptökur þar sem Diddy sést veitast að þáverandi kærustu sinni. Diddy hafði alla tíð neitað öllum ásökunum en greiddi kærustunni fyrrverandi ótilgreinda summu á fyrsta degi réttarhalda gegn honum. Myndbandið varpaði nýju ljósi á yfirlýsingar hans um sakleysi og í kjölfarið birti Diddy myndband þar sem hann biðst afsökunar á gjörðum sínum.
Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. 23. maí 2024 23:26 Gerðu húsleit hjá Diddy í Los Angeles og Miami Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna. 25. mars 2024 22:32 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Sjá meira
Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09
Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. 23. maí 2024 23:26
Gerðu húsleit hjá Diddy í Los Angeles og Miami Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna. 25. mars 2024 22:32