Réttum konunni gjallarhornið Yngvi Sighvatsson skrifar 9. september 2024 07:31 Nýverið birti RÚV viðtal við Sigríði Andersen, fyrrum ráðherra, þó ekki bara fyrrum ráðherra, heldur einn af fáum slíkum sem hefur þurft að svara fyrir misgjörðir í starf og misst stöðu sína í kjölfarið. Fréttastofa RÚV vildi grípa gæsina og hamra á dægurfréttum þessarar viku um stofnun DD-lista og ákvað að fá þennanfyrrum ráðherra til þess að kvabba eitthvað út í loftið, um eitthvað – skipti ekki máli um hvað svo sem, bara eitthvað, ef það tengdist DD. Sigríður ákveður að ráðast á nýju húsaleigulögin. Hún vissi að almenn óánægja ríkti með þau og taldi sig hafa þarna tækifæri; aðrir væru nú búnir að gagnrýna þessi lög. En svo hefur hún upp raust sína og út kemur einhver óráðsía sem ekki bara sýnir algjöra – og þá meina ég algjöra – vanþekkingu á málefninu heldur tækifærismennsku í bland við skort á vitsmunum. Hún byrjar á að kjamma um að í þessum lögum sé nú leigubremsa eða þak, sem er fjarri sannleikanum, og í raun átti sér stað hið gagnstæða. Allt tal um sanngjarna leigu var tekið út og þess í stað leigusölum gert kleift að hækka leiguna á einfaldan máta, í raun dregið enn meira úr veikum réttindum leigjenda. Og áfram heldur hún með möntruna um frelsi til að eiga og græða, alveg eins og við mátti búast, lítið nýtt og nákvæmlega ekkert innsæi í það sem í raun hefur gerst á húsnæðismarkaðnum síðustu tvo áratugi. Húsnæðisverð hefur hækkað þrefalt á við launaþróun á rúmum tveimur áratugum, og við höfum brugðist heilli kynslóð sem kemst ekki að heiman og nær ekki að hefja sína eðlilegu leið í lífinu, að eignast fjölskyldu og byggja framtíð fyrir sig og sína. Það er nefnilega svo að þetta „frelsi“ hennar Sigríðar virðist vera tengt efnahag fólks; ef þú átt pening, þá átt þú skilið frelsi. Ef ekki, þá þarftu bara að borga uppsett verð fyrir að fá að lifa hér á landi. Frelsið hennar Siggu felst líka í því að fyrirtækjaeigendur, áður einn stærsti burðarstólpi Sjálfstæðisflokksins, yfirgefa flokkinn í hrönnum út af þeirri einföldu ástæðu að þeir þurfa að borga laun, sífellt hærri laun, til þess að standa undir sífellt hækkandi húsnæðiskostnaði. Við erum samt bara búin að ná upp í 1/3 af hækkun húsnæðis. Eftir hrun hefur æ stærri hluti húsnæðis farið til fjárfesta, eða í brask. Fyrir 15 árum fóru um 60% af íbúðum sem bættust við markaðinn til fjárfesta; það sem af er þessu ári er talan um 90%. Um aldamót bjó um 90% þjóðarinnar í eigin húsnæði. Í dag er þessi tala komin í 61%, sem er bein afleiðing af „frelsi“ sjálfstæðismanna. Að lokum þá langar mig til að spyrja spurninga. Þegar vara er keypt og kaupandinn þarf ekki að borga hana sjálfur, hefur það áhrif á verðmat þess sem kaupir?“ Og í framhaldinu: „Þegar sú vara er húsnæði og er keypt í beinni verðsamkeppni við fjölda annarra fjárfesta, hvaða áhrif hefur það á verðmyndun húsnæðis í landinu?“ Þessi umræða um frelsi er í raun bara hugmyndafræði sem gengur út á að tryggja frelsi þeirra sem eiga fyrir því. Þeir sem sitja eftir, almenningur, eru látnir borga í gegnum hækkandi leigu og húsnæðiskostnað, á meðan fjárfestar og fyrirtæki stinga upp undir sig arðinum. Það er ekki frelsi fyrir alla – það er frelsi fyrir fámenna yfirstétt sem notar markaðinn til að tryggja eigin gróða. Svo má spyrja: Hvernig á unga fólkið að byggja upp framtíð sína í samfélagi þar sem „frelsið“ þeirra felst í því að borga æ hærri leigu og aldrei eignast sitt eigið heimili? Er það þetta samfélag sem Sjálfstæðismenn hafa í huga þegar þeir tala um frelsi? Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nýverið birti RÚV viðtal við Sigríði Andersen, fyrrum ráðherra, þó ekki bara fyrrum ráðherra, heldur einn af fáum slíkum sem hefur þurft að svara fyrir misgjörðir í starf og misst stöðu sína í kjölfarið. Fréttastofa RÚV vildi grípa gæsina og hamra á dægurfréttum þessarar viku um stofnun DD-lista og ákvað að fá þennanfyrrum ráðherra til þess að kvabba eitthvað út í loftið, um eitthvað – skipti ekki máli um hvað svo sem, bara eitthvað, ef það tengdist DD. Sigríður ákveður að ráðast á nýju húsaleigulögin. Hún vissi að almenn óánægja ríkti með þau og taldi sig hafa þarna tækifæri; aðrir væru nú búnir að gagnrýna þessi lög. En svo hefur hún upp raust sína og út kemur einhver óráðsía sem ekki bara sýnir algjöra – og þá meina ég algjöra – vanþekkingu á málefninu heldur tækifærismennsku í bland við skort á vitsmunum. Hún byrjar á að kjamma um að í þessum lögum sé nú leigubremsa eða þak, sem er fjarri sannleikanum, og í raun átti sér stað hið gagnstæða. Allt tal um sanngjarna leigu var tekið út og þess í stað leigusölum gert kleift að hækka leiguna á einfaldan máta, í raun dregið enn meira úr veikum réttindum leigjenda. Og áfram heldur hún með möntruna um frelsi til að eiga og græða, alveg eins og við mátti búast, lítið nýtt og nákvæmlega ekkert innsæi í það sem í raun hefur gerst á húsnæðismarkaðnum síðustu tvo áratugi. Húsnæðisverð hefur hækkað þrefalt á við launaþróun á rúmum tveimur áratugum, og við höfum brugðist heilli kynslóð sem kemst ekki að heiman og nær ekki að hefja sína eðlilegu leið í lífinu, að eignast fjölskyldu og byggja framtíð fyrir sig og sína. Það er nefnilega svo að þetta „frelsi“ hennar Sigríðar virðist vera tengt efnahag fólks; ef þú átt pening, þá átt þú skilið frelsi. Ef ekki, þá þarftu bara að borga uppsett verð fyrir að fá að lifa hér á landi. Frelsið hennar Siggu felst líka í því að fyrirtækjaeigendur, áður einn stærsti burðarstólpi Sjálfstæðisflokksins, yfirgefa flokkinn í hrönnum út af þeirri einföldu ástæðu að þeir þurfa að borga laun, sífellt hærri laun, til þess að standa undir sífellt hækkandi húsnæðiskostnaði. Við erum samt bara búin að ná upp í 1/3 af hækkun húsnæðis. Eftir hrun hefur æ stærri hluti húsnæðis farið til fjárfesta, eða í brask. Fyrir 15 árum fóru um 60% af íbúðum sem bættust við markaðinn til fjárfesta; það sem af er þessu ári er talan um 90%. Um aldamót bjó um 90% þjóðarinnar í eigin húsnæði. Í dag er þessi tala komin í 61%, sem er bein afleiðing af „frelsi“ sjálfstæðismanna. Að lokum þá langar mig til að spyrja spurninga. Þegar vara er keypt og kaupandinn þarf ekki að borga hana sjálfur, hefur það áhrif á verðmat þess sem kaupir?“ Og í framhaldinu: „Þegar sú vara er húsnæði og er keypt í beinni verðsamkeppni við fjölda annarra fjárfesta, hvaða áhrif hefur það á verðmyndun húsnæðis í landinu?“ Þessi umræða um frelsi er í raun bara hugmyndafræði sem gengur út á að tryggja frelsi þeirra sem eiga fyrir því. Þeir sem sitja eftir, almenningur, eru látnir borga í gegnum hækkandi leigu og húsnæðiskostnað, á meðan fjárfestar og fyrirtæki stinga upp undir sig arðinum. Það er ekki frelsi fyrir alla – það er frelsi fyrir fámenna yfirstétt sem notar markaðinn til að tryggja eigin gróða. Svo má spyrja: Hvernig á unga fólkið að byggja upp framtíð sína í samfélagi þar sem „frelsið“ þeirra felst í því að borga æ hærri leigu og aldrei eignast sitt eigið heimili? Er það þetta samfélag sem Sjálfstæðismenn hafa í huga þegar þeir tala um frelsi? Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun