Réttum konunni gjallarhornið Yngvi Sighvatsson skrifar 9. september 2024 07:31 Nýverið birti RÚV viðtal við Sigríði Andersen, fyrrum ráðherra, þó ekki bara fyrrum ráðherra, heldur einn af fáum slíkum sem hefur þurft að svara fyrir misgjörðir í starf og misst stöðu sína í kjölfarið. Fréttastofa RÚV vildi grípa gæsina og hamra á dægurfréttum þessarar viku um stofnun DD-lista og ákvað að fá þennanfyrrum ráðherra til þess að kvabba eitthvað út í loftið, um eitthvað – skipti ekki máli um hvað svo sem, bara eitthvað, ef það tengdist DD. Sigríður ákveður að ráðast á nýju húsaleigulögin. Hún vissi að almenn óánægja ríkti með þau og taldi sig hafa þarna tækifæri; aðrir væru nú búnir að gagnrýna þessi lög. En svo hefur hún upp raust sína og út kemur einhver óráðsía sem ekki bara sýnir algjöra – og þá meina ég algjöra – vanþekkingu á málefninu heldur tækifærismennsku í bland við skort á vitsmunum. Hún byrjar á að kjamma um að í þessum lögum sé nú leigubremsa eða þak, sem er fjarri sannleikanum, og í raun átti sér stað hið gagnstæða. Allt tal um sanngjarna leigu var tekið út og þess í stað leigusölum gert kleift að hækka leiguna á einfaldan máta, í raun dregið enn meira úr veikum réttindum leigjenda. Og áfram heldur hún með möntruna um frelsi til að eiga og græða, alveg eins og við mátti búast, lítið nýtt og nákvæmlega ekkert innsæi í það sem í raun hefur gerst á húsnæðismarkaðnum síðustu tvo áratugi. Húsnæðisverð hefur hækkað þrefalt á við launaþróun á rúmum tveimur áratugum, og við höfum brugðist heilli kynslóð sem kemst ekki að heiman og nær ekki að hefja sína eðlilegu leið í lífinu, að eignast fjölskyldu og byggja framtíð fyrir sig og sína. Það er nefnilega svo að þetta „frelsi“ hennar Sigríðar virðist vera tengt efnahag fólks; ef þú átt pening, þá átt þú skilið frelsi. Ef ekki, þá þarftu bara að borga uppsett verð fyrir að fá að lifa hér á landi. Frelsið hennar Siggu felst líka í því að fyrirtækjaeigendur, áður einn stærsti burðarstólpi Sjálfstæðisflokksins, yfirgefa flokkinn í hrönnum út af þeirri einföldu ástæðu að þeir þurfa að borga laun, sífellt hærri laun, til þess að standa undir sífellt hækkandi húsnæðiskostnaði. Við erum samt bara búin að ná upp í 1/3 af hækkun húsnæðis. Eftir hrun hefur æ stærri hluti húsnæðis farið til fjárfesta, eða í brask. Fyrir 15 árum fóru um 60% af íbúðum sem bættust við markaðinn til fjárfesta; það sem af er þessu ári er talan um 90%. Um aldamót bjó um 90% þjóðarinnar í eigin húsnæði. Í dag er þessi tala komin í 61%, sem er bein afleiðing af „frelsi“ sjálfstæðismanna. Að lokum þá langar mig til að spyrja spurninga. Þegar vara er keypt og kaupandinn þarf ekki að borga hana sjálfur, hefur það áhrif á verðmat þess sem kaupir?“ Og í framhaldinu: „Þegar sú vara er húsnæði og er keypt í beinni verðsamkeppni við fjölda annarra fjárfesta, hvaða áhrif hefur það á verðmyndun húsnæðis í landinu?“ Þessi umræða um frelsi er í raun bara hugmyndafræði sem gengur út á að tryggja frelsi þeirra sem eiga fyrir því. Þeir sem sitja eftir, almenningur, eru látnir borga í gegnum hækkandi leigu og húsnæðiskostnað, á meðan fjárfestar og fyrirtæki stinga upp undir sig arðinum. Það er ekki frelsi fyrir alla – það er frelsi fyrir fámenna yfirstétt sem notar markaðinn til að tryggja eigin gróða. Svo má spyrja: Hvernig á unga fólkið að byggja upp framtíð sína í samfélagi þar sem „frelsið“ þeirra felst í því að borga æ hærri leigu og aldrei eignast sitt eigið heimili? Er það þetta samfélag sem Sjálfstæðismenn hafa í huga þegar þeir tala um frelsi? Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið birti RÚV viðtal við Sigríði Andersen, fyrrum ráðherra, þó ekki bara fyrrum ráðherra, heldur einn af fáum slíkum sem hefur þurft að svara fyrir misgjörðir í starf og misst stöðu sína í kjölfarið. Fréttastofa RÚV vildi grípa gæsina og hamra á dægurfréttum þessarar viku um stofnun DD-lista og ákvað að fá þennanfyrrum ráðherra til þess að kvabba eitthvað út í loftið, um eitthvað – skipti ekki máli um hvað svo sem, bara eitthvað, ef það tengdist DD. Sigríður ákveður að ráðast á nýju húsaleigulögin. Hún vissi að almenn óánægja ríkti með þau og taldi sig hafa þarna tækifæri; aðrir væru nú búnir að gagnrýna þessi lög. En svo hefur hún upp raust sína og út kemur einhver óráðsía sem ekki bara sýnir algjöra – og þá meina ég algjöra – vanþekkingu á málefninu heldur tækifærismennsku í bland við skort á vitsmunum. Hún byrjar á að kjamma um að í þessum lögum sé nú leigubremsa eða þak, sem er fjarri sannleikanum, og í raun átti sér stað hið gagnstæða. Allt tal um sanngjarna leigu var tekið út og þess í stað leigusölum gert kleift að hækka leiguna á einfaldan máta, í raun dregið enn meira úr veikum réttindum leigjenda. Og áfram heldur hún með möntruna um frelsi til að eiga og græða, alveg eins og við mátti búast, lítið nýtt og nákvæmlega ekkert innsæi í það sem í raun hefur gerst á húsnæðismarkaðnum síðustu tvo áratugi. Húsnæðisverð hefur hækkað þrefalt á við launaþróun á rúmum tveimur áratugum, og við höfum brugðist heilli kynslóð sem kemst ekki að heiman og nær ekki að hefja sína eðlilegu leið í lífinu, að eignast fjölskyldu og byggja framtíð fyrir sig og sína. Það er nefnilega svo að þetta „frelsi“ hennar Sigríðar virðist vera tengt efnahag fólks; ef þú átt pening, þá átt þú skilið frelsi. Ef ekki, þá þarftu bara að borga uppsett verð fyrir að fá að lifa hér á landi. Frelsið hennar Siggu felst líka í því að fyrirtækjaeigendur, áður einn stærsti burðarstólpi Sjálfstæðisflokksins, yfirgefa flokkinn í hrönnum út af þeirri einföldu ástæðu að þeir þurfa að borga laun, sífellt hærri laun, til þess að standa undir sífellt hækkandi húsnæðiskostnaði. Við erum samt bara búin að ná upp í 1/3 af hækkun húsnæðis. Eftir hrun hefur æ stærri hluti húsnæðis farið til fjárfesta, eða í brask. Fyrir 15 árum fóru um 60% af íbúðum sem bættust við markaðinn til fjárfesta; það sem af er þessu ári er talan um 90%. Um aldamót bjó um 90% þjóðarinnar í eigin húsnæði. Í dag er þessi tala komin í 61%, sem er bein afleiðing af „frelsi“ sjálfstæðismanna. Að lokum þá langar mig til að spyrja spurninga. Þegar vara er keypt og kaupandinn þarf ekki að borga hana sjálfur, hefur það áhrif á verðmat þess sem kaupir?“ Og í framhaldinu: „Þegar sú vara er húsnæði og er keypt í beinni verðsamkeppni við fjölda annarra fjárfesta, hvaða áhrif hefur það á verðmyndun húsnæðis í landinu?“ Þessi umræða um frelsi er í raun bara hugmyndafræði sem gengur út á að tryggja frelsi þeirra sem eiga fyrir því. Þeir sem sitja eftir, almenningur, eru látnir borga í gegnum hækkandi leigu og húsnæðiskostnað, á meðan fjárfestar og fyrirtæki stinga upp undir sig arðinum. Það er ekki frelsi fyrir alla – það er frelsi fyrir fámenna yfirstétt sem notar markaðinn til að tryggja eigin gróða. Svo má spyrja: Hvernig á unga fólkið að byggja upp framtíð sína í samfélagi þar sem „frelsið“ þeirra felst í því að borga æ hærri leigu og aldrei eignast sitt eigið heimili? Er það þetta samfélag sem Sjálfstæðismenn hafa í huga þegar þeir tala um frelsi? Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun