Leikskólarnir eru fjöregg samfélagsins Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 6. september 2024 17:32 Kópavogsmódelið í leikskólamálum, sem snýst um að hækka kostnað eða stytta dvalartíma, hefur verið þó nokkuð til umræðu að undanförnu. Í grófum dráttum má segja að umræðan hafi tvístrað fólki í tvo hópa. Annars vegar þau sem styðja breytingarnar og telja þær réttu leiðina til að stemma stigu við miklu álagi á leikskólastarfsfólk og börn. Hins vegar þau sem eru sammála um vandann, en hafna þessari leið því hún eykur ójafnrétti kynjanna og mismunar fólki með ólíka efnahagslega og félagslega stöðu. Ég held að þegar upp er staðið séu hagsmunir okkar þeir sömu. Þó virðast einhverjir hafa hag af því að umræðan fari í skotgrafir og draga þannig athyglina frá kjarna málsins. Ábyrgð sveitarfélaga Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla samkvæmt lögum. Leikskólar eru því hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Þau bera einnig lagalega skyldu til að setja sér markmið og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun og stuðla að jafnrétti og jafnri meðferð við ráðstöfun fjármagns, í þjónustu sveitarfélagsins og starfsmannamálum, sbr. 13. gr. laga um stjórnsýslu jafnréttismála. Sveitarfélög þurfa því að tryggja að ákvörðun sem stuðlar að jafnrétti á einu sviði stuðli ekki að ójafnrétti á öðru sviði. Draga verður úr álagi á leikskólum Öll erum við sammála um að óhóflegt álag og slæmar aðstæður hafi ríkt á leikskólum til lengri tíma. Vandinn einskorðast ekki við Kópavog heldur er hann gegnumgangandi á öllum okkar mikilvægustu stofnunum í almannaþjónustunni, svo sem á sviði menntamála, heilbrigðismála og félagsþjónustu. Það er afleiðing aðhaldsaðgerða og niðurskurðarstefnu sem ríkt hefur frá aldamótum. Það er pólitísk ákvörðun að vanfjármagna mikilvægustu kerfin okkar og innviði. Þannig sýna t.d. rannsóknir að rými barna á leikskólum er allt of lítið og hefur uppbygging húsnæðis ekki verið í samræmi við fjölgun leikskólabarna. Við aðstæður sem þessar, þegar vandinn er orðinn yfirþyrmandi, er algengt að stjórnvöld grípi til aðgerða sem eru klæddar í búning umbóta eða hljóma sem eina mögulega lausnin fyrir ákveðna hópa – jafnvel töfralausn - en hafa skaðleg áhrif á aðra hópa. Uppbygging í stað þjónustuskerðingar Með því að innleiða hið svokallaða Kópavogsmódel hafa stjórnvöld komist upp með risastóra stefnubreytingu, sem felur í sér þjónustuskerðingu, án gagnrýnnar umræðu um hvort þetta sé besta leiðin til framtíðar. Stefna Sjálfstæðisflokksins um að lækka skatta og draga úr útgjöldum bitnar á þjónustunni og starfsfólkinu sem hana veitir. Það kemur því ekki á óvart að bæjarstjórnir víða um landið stökkvi á þessa lausn, að skerða þjónustu leikskóla, í stað þess að bæta kjör og starfsumhverfi starfsfólks, stækka og bæta húsnæðið eða bæta aðbúnað barna og leikskólastarfsfólks með öðrum hætti. Með þjónustuskerðingu er vandinn ekki leystur heldur fluttur til annarra hópa og bitnar það verst á þeim sem ná ekki endum saman, hafa lítið bakland, geta ekki minnkað við sig vinnu og þurfa þá að borga hærri leikskólagjöld. Þó sumir foreldrar geta mögulega stytt dvalartíma barna sinna án þess að það hafi áhrif á framfærslumöguleika heimilisins sýnir fjöldi rannsókna að foreldrar upplifa nú þegar mikið álag vegna samræmingar fjölskyldulífs og atvinnu. Skertur stuðningur við fjölskyldur leiðir því óhjákvæmilega til meira álags á foreldra og börn. Of fá njóta styttri vinnuviku Í þessari umræðu ber einnig þó nokkuð á staðhæfingu um að vinnuvikan hafi verið stytt á vinnumarkaðnum og því eigi að stytta leikskóladaginn í 30 stundir á viku. Flest, en þó alls ekki öll, á opinberum vinnumarkaði eiga nú rétt á 36 stunda vinnuviku. Það sama gildir ekki um almenna vinnumarkaðinn en um 70% allra starfa þar. Þá verður að hafa í huga að stytting vinnutíma er skipulögð með ólíkum hætti, fólk getur ekki alltaf valið hvenær það nýtir sína styttingu og því er hún ekki endilega dagleg eða vikuleg. Vert er að taka fram að rannsóknir sýna að foreldrar og jafnvel ömmur og afar eru að nýta styttinguna sína til að sækja börnin fyrr í leikskóla og frístundastarf grunnskóla. Hins vegar er staðreyndin sú að þeir sem njóta styttri vinnuviku eru í miklum minnihluta á vinnumarkaði. Öll erum við sammála um mikilvægi þess að stytta vinnuvikuna og auka gæðastundir fjölskyldna. En fyrsta skrefið í þá átt felst ekki í hækkun kostnaðar umfram sex tíma leikskóladag þegar flestir foreldrar vinna átta tíma vinnudag. Vinnumarkaðurinn þarf að breytast fyrst en það verður ekki á næstunni því að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði gilda að óbreyttu til ársins 2028. Sameiginlegir hagsmunir Gagnrýni BSRB snýr að því að Kópavogsbær ber bæði skyldur sem atvinnurekandi en einnig stjórnvald sem veitir þjónustu. Það er vel hægt að bregðast við álagi og mönnunarskorti og bæta vellíðan og heilsu starfsfólks og barna án þess að það sé á kostnað jafnréttis eða möguleika fólks til að samræma fjölskyldulíf og atvinnu. Kópavogsbær hefur í engu svarað hvort þau hafi metið jafnréttisáhrif þjónustuskerðingarinnar, hvorki fyrir né eftir breytingarnar. Sveitarfélagið hefur heldur ekki svarað gagnrýni um að þær feli í sér bakslag í jafnréttismálum. Í staðinn er reynt að gera því skóna að BSRB sé að tala fyrir sjónarmiðum sem gangi gegn hagsmunum starfsfólks leikskóla, vitandi fullvel að við erum einmitt hagsmunasamtök starfsfólks sveitarfélaga og þar á meðal í Kópavogi. BSRB hefur frá upphafi barist fyrir betri kjörum, vinnutíma, starfsaðstæðum félagsfólks og fjölskylduvænna samfélagi. Leikskólar fyrir öll börn voru bylting Það eru ekki nema um 30 ár síðan að leikskólar stóðu almennt öllum börnum til boða frá um tveggja ára aldri. Það var byltingarkennd breyting. Mikill metnaður var lagður í uppbyggingu þeirra og starfsemi, við vorum stolt af leikskólunum okkar og þeir voru kjölfestan í farsælu fjölskyldusamfélagi. En því miður hafa stjórnvöld til lengri tíma treyst á fórnfýsi kvenna sem hafa í raun bjargað leikskólakerfinu með því að hlaupa hraðar á lágum launum, oft á kostnað eigin heilsu. Það er tímabært að svara ákalli um umbætur á leikskólunum – en ekki með svokallaðri Kópavogsleið - sem fleiri sveitarfélög eru nú að taka upp án gagnrýninnar skoðunar og mats á heildaráhrifum fyrir börn, leikskólastarfsfólk, foreldra, jafnrétti og vinnumarkað. Leyfum ekki pólitíkusum að kasta ryki í augu okkar og beinum umræðunni að kjarna málsins. Hvernig leikskóla viljum við byggja upp til framtíðar sem tryggja hagsmuni barna, starfsfólks, foreldra og samfélagsins alls? Það er gert með því að bæta kjör og fjölga starfsfólki, fækka fjölda barna sem hver stafsmaður ber ábyrgð á og bæta húsnæðið. Þannig verða leikskólar aftur fjöregg samfélagsins. Höfundur er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Leikskólar Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Kópavogsmódelið í leikskólamálum, sem snýst um að hækka kostnað eða stytta dvalartíma, hefur verið þó nokkuð til umræðu að undanförnu. Í grófum dráttum má segja að umræðan hafi tvístrað fólki í tvo hópa. Annars vegar þau sem styðja breytingarnar og telja þær réttu leiðina til að stemma stigu við miklu álagi á leikskólastarfsfólk og börn. Hins vegar þau sem eru sammála um vandann, en hafna þessari leið því hún eykur ójafnrétti kynjanna og mismunar fólki með ólíka efnahagslega og félagslega stöðu. Ég held að þegar upp er staðið séu hagsmunir okkar þeir sömu. Þó virðast einhverjir hafa hag af því að umræðan fari í skotgrafir og draga þannig athyglina frá kjarna málsins. Ábyrgð sveitarfélaga Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla samkvæmt lögum. Leikskólar eru því hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Þau bera einnig lagalega skyldu til að setja sér markmið og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun og stuðla að jafnrétti og jafnri meðferð við ráðstöfun fjármagns, í þjónustu sveitarfélagsins og starfsmannamálum, sbr. 13. gr. laga um stjórnsýslu jafnréttismála. Sveitarfélög þurfa því að tryggja að ákvörðun sem stuðlar að jafnrétti á einu sviði stuðli ekki að ójafnrétti á öðru sviði. Draga verður úr álagi á leikskólum Öll erum við sammála um að óhóflegt álag og slæmar aðstæður hafi ríkt á leikskólum til lengri tíma. Vandinn einskorðast ekki við Kópavog heldur er hann gegnumgangandi á öllum okkar mikilvægustu stofnunum í almannaþjónustunni, svo sem á sviði menntamála, heilbrigðismála og félagsþjónustu. Það er afleiðing aðhaldsaðgerða og niðurskurðarstefnu sem ríkt hefur frá aldamótum. Það er pólitísk ákvörðun að vanfjármagna mikilvægustu kerfin okkar og innviði. Þannig sýna t.d. rannsóknir að rými barna á leikskólum er allt of lítið og hefur uppbygging húsnæðis ekki verið í samræmi við fjölgun leikskólabarna. Við aðstæður sem þessar, þegar vandinn er orðinn yfirþyrmandi, er algengt að stjórnvöld grípi til aðgerða sem eru klæddar í búning umbóta eða hljóma sem eina mögulega lausnin fyrir ákveðna hópa – jafnvel töfralausn - en hafa skaðleg áhrif á aðra hópa. Uppbygging í stað þjónustuskerðingar Með því að innleiða hið svokallaða Kópavogsmódel hafa stjórnvöld komist upp með risastóra stefnubreytingu, sem felur í sér þjónustuskerðingu, án gagnrýnnar umræðu um hvort þetta sé besta leiðin til framtíðar. Stefna Sjálfstæðisflokksins um að lækka skatta og draga úr útgjöldum bitnar á þjónustunni og starfsfólkinu sem hana veitir. Það kemur því ekki á óvart að bæjarstjórnir víða um landið stökkvi á þessa lausn, að skerða þjónustu leikskóla, í stað þess að bæta kjör og starfsumhverfi starfsfólks, stækka og bæta húsnæðið eða bæta aðbúnað barna og leikskólastarfsfólks með öðrum hætti. Með þjónustuskerðingu er vandinn ekki leystur heldur fluttur til annarra hópa og bitnar það verst á þeim sem ná ekki endum saman, hafa lítið bakland, geta ekki minnkað við sig vinnu og þurfa þá að borga hærri leikskólagjöld. Þó sumir foreldrar geta mögulega stytt dvalartíma barna sinna án þess að það hafi áhrif á framfærslumöguleika heimilisins sýnir fjöldi rannsókna að foreldrar upplifa nú þegar mikið álag vegna samræmingar fjölskyldulífs og atvinnu. Skertur stuðningur við fjölskyldur leiðir því óhjákvæmilega til meira álags á foreldra og börn. Of fá njóta styttri vinnuviku Í þessari umræðu ber einnig þó nokkuð á staðhæfingu um að vinnuvikan hafi verið stytt á vinnumarkaðnum og því eigi að stytta leikskóladaginn í 30 stundir á viku. Flest, en þó alls ekki öll, á opinberum vinnumarkaði eiga nú rétt á 36 stunda vinnuviku. Það sama gildir ekki um almenna vinnumarkaðinn en um 70% allra starfa þar. Þá verður að hafa í huga að stytting vinnutíma er skipulögð með ólíkum hætti, fólk getur ekki alltaf valið hvenær það nýtir sína styttingu og því er hún ekki endilega dagleg eða vikuleg. Vert er að taka fram að rannsóknir sýna að foreldrar og jafnvel ömmur og afar eru að nýta styttinguna sína til að sækja börnin fyrr í leikskóla og frístundastarf grunnskóla. Hins vegar er staðreyndin sú að þeir sem njóta styttri vinnuviku eru í miklum minnihluta á vinnumarkaði. Öll erum við sammála um mikilvægi þess að stytta vinnuvikuna og auka gæðastundir fjölskyldna. En fyrsta skrefið í þá átt felst ekki í hækkun kostnaðar umfram sex tíma leikskóladag þegar flestir foreldrar vinna átta tíma vinnudag. Vinnumarkaðurinn þarf að breytast fyrst en það verður ekki á næstunni því að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði gilda að óbreyttu til ársins 2028. Sameiginlegir hagsmunir Gagnrýni BSRB snýr að því að Kópavogsbær ber bæði skyldur sem atvinnurekandi en einnig stjórnvald sem veitir þjónustu. Það er vel hægt að bregðast við álagi og mönnunarskorti og bæta vellíðan og heilsu starfsfólks og barna án þess að það sé á kostnað jafnréttis eða möguleika fólks til að samræma fjölskyldulíf og atvinnu. Kópavogsbær hefur í engu svarað hvort þau hafi metið jafnréttisáhrif þjónustuskerðingarinnar, hvorki fyrir né eftir breytingarnar. Sveitarfélagið hefur heldur ekki svarað gagnrýni um að þær feli í sér bakslag í jafnréttismálum. Í staðinn er reynt að gera því skóna að BSRB sé að tala fyrir sjónarmiðum sem gangi gegn hagsmunum starfsfólks leikskóla, vitandi fullvel að við erum einmitt hagsmunasamtök starfsfólks sveitarfélaga og þar á meðal í Kópavogi. BSRB hefur frá upphafi barist fyrir betri kjörum, vinnutíma, starfsaðstæðum félagsfólks og fjölskylduvænna samfélagi. Leikskólar fyrir öll börn voru bylting Það eru ekki nema um 30 ár síðan að leikskólar stóðu almennt öllum börnum til boða frá um tveggja ára aldri. Það var byltingarkennd breyting. Mikill metnaður var lagður í uppbyggingu þeirra og starfsemi, við vorum stolt af leikskólunum okkar og þeir voru kjölfestan í farsælu fjölskyldusamfélagi. En því miður hafa stjórnvöld til lengri tíma treyst á fórnfýsi kvenna sem hafa í raun bjargað leikskólakerfinu með því að hlaupa hraðar á lágum launum, oft á kostnað eigin heilsu. Það er tímabært að svara ákalli um umbætur á leikskólunum – en ekki með svokallaðri Kópavogsleið - sem fleiri sveitarfélög eru nú að taka upp án gagnrýninnar skoðunar og mats á heildaráhrifum fyrir börn, leikskólastarfsfólk, foreldra, jafnrétti og vinnumarkað. Leyfum ekki pólitíkusum að kasta ryki í augu okkar og beinum umræðunni að kjarna málsins. Hvernig leikskóla viljum við byggja upp til framtíðar sem tryggja hagsmuni barna, starfsfólks, foreldra og samfélagsins alls? Það er gert með því að bæta kjör og fjölga starfsfólki, fækka fjölda barna sem hver stafsmaður ber ábyrgð á og bæta húsnæðið. Þannig verða leikskólar aftur fjöregg samfélagsins. Höfundur er formaður BSRB
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun