„Þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. ágúst 2024 06:31 KR hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum síðan að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók einn við stjórnartaumunum. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var afar svekktur eftir 3-2 tap gegn HK í Kórnum en með því dróst KR fyrir fulla alvöru niður í fallbaráttu Bestu deildarinnar. „Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar svo náðu HK-ingar yfirhöndinni og augnablikið var með þeim síðan skoruðum við annað mark undir lok fyrri hálfleiks. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og við fengum kjaftshögg og mér fannst við aldrei standa upp eftir það. Við urðum litlir í okkur og hættum,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Mér leið ágætlega í hálfleik en við vorum meðvitaðir um að HK myndi stíga upp á okkur. En svo er það þannig að þegar að þú ert í þessari stöðu að það er ekki búið að ganga vel þá þarf ekki mikið til að slá þig út af laginu og það var raunin í kvöld.“ Aðspurður út í hvort þetta væri saga sumarsins hjá KR að vera tveimur mörkum yfir og tapa leiknum var Óskar ekki viss. „Þetta hefur komið fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að vinna í því að vera sterkari þegar það blæs á móti það er alveg ljóst. Auðvitað er liðið í þeirri stöðu að þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki. Það er það sem telur að láta ekki berja sig niður og verða lítill. “ Þriðja mark KR-inga var dæmt af og Óskar var ekki viss hvort markið hefði átt að standa eða ekki. „Ég veit það ekki, ég sá það ekki. Einhverjir segja að það hafi ekki verið brot en ég hef ekki lagt það í vana minn að hnýta í dómarann og kvarta yfir þeim. Ég treysti á að Sigurður Hjörtur hafi dæmt þetta rétt og bekkurinn hjá HK virtist vera með það á hreinu að þetta hefði verið brot en ég sá það ekki nógu vel.“ KR hefur tapað gegn Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum. Er þetta meira krefjandi verkefni en Óskar Hrafn átti von á? „Ég vissi að þetta yrði krefjandi verkefni og það eru öll verkefni krefjandi. Við þurfum að vera duglegri og við þurfum að bretta upp ermarnar og nálgast þetta að mikilli alvöru það er alveg ljóst,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deild karla KR HK Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ “Það er spurning fyrir stjórnina“ Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sjá meira
„Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar svo náðu HK-ingar yfirhöndinni og augnablikið var með þeim síðan skoruðum við annað mark undir lok fyrri hálfleiks. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og við fengum kjaftshögg og mér fannst við aldrei standa upp eftir það. Við urðum litlir í okkur og hættum,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Mér leið ágætlega í hálfleik en við vorum meðvitaðir um að HK myndi stíga upp á okkur. En svo er það þannig að þegar að þú ert í þessari stöðu að það er ekki búið að ganga vel þá þarf ekki mikið til að slá þig út af laginu og það var raunin í kvöld.“ Aðspurður út í hvort þetta væri saga sumarsins hjá KR að vera tveimur mörkum yfir og tapa leiknum var Óskar ekki viss. „Þetta hefur komið fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að vinna í því að vera sterkari þegar það blæs á móti það er alveg ljóst. Auðvitað er liðið í þeirri stöðu að þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki. Það er það sem telur að láta ekki berja sig niður og verða lítill. “ Þriðja mark KR-inga var dæmt af og Óskar var ekki viss hvort markið hefði átt að standa eða ekki. „Ég veit það ekki, ég sá það ekki. Einhverjir segja að það hafi ekki verið brot en ég hef ekki lagt það í vana minn að hnýta í dómarann og kvarta yfir þeim. Ég treysti á að Sigurður Hjörtur hafi dæmt þetta rétt og bekkurinn hjá HK virtist vera með það á hreinu að þetta hefði verið brot en ég sá það ekki nógu vel.“ KR hefur tapað gegn Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum. Er þetta meira krefjandi verkefni en Óskar Hrafn átti von á? „Ég vissi að þetta yrði krefjandi verkefni og það eru öll verkefni krefjandi. Við þurfum að vera duglegri og við þurfum að bretta upp ermarnar og nálgast þetta að mikilli alvöru það er alveg ljóst,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Besta deild karla KR HK Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ “Það er spurning fyrir stjórnina“ Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sjá meira