Frumkvöðlar framtíðarinnar: Að breyta brestum og nýta neikvætt til nýsköpunar Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 11:30 Réttindi barna og stafrænt umhverfi Í íslenskri stjórnarskrá er ákvæði semsérstaklega fjallar um börn. Þannig segir í ákvæði 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar að börnum skuli í lögum tryggð sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Þetta ákvæði er merkilegt fyrir þær sakir að það er eina ákvæðið í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar sem verndar einnsamfélagshóp umfram annan og er eina ákvæðið sem veitir efnislegan grundvöll til að takmarka mannréttindi annarra í þágu barna. Börn sem tilheyra viðkvæmum samfélagshópum eru ólíklegri til að beita réttindum sínum með markvissum hætti í stafrænu umhverfi. Með viðkvæmum samfélagshópum er hér skírskotað til barna, sem eru berskjaldaðri fyrir neikvæðum áhrifum stafræns umhverfis og eru tiltekin persónueinkenni ráðandi fyrir þennan hóp barna, svo sem, hvatvísi, slök félagsfærni, árásargirni, tilfinningavandi, þunglyndi, kvíði og vímefnavandi, sem gerir það að verkum, að þau eru líklegri en önnur börn, til að verða þolendur eða gerendur ofbeldis í stafrænu umhverfi. Nýsköpun, takmarkanir og tækifæri Nýsköpun og hugvit eru grundvallarþættir í því að skapa betri framtíð fyrir börn og ungmenni, sérstaklega þau sem standa höllum fæti. Persónueinkenni eins og sköpunargleði, forvitni, þrautseigja, frumkvæði, gagnrýnin hugsun, félagsfærni, sveigjanleiki, áhættusækni og framsýni eru mikilvægir eiginleikar í nýsköpunarferlinu, enda geri þess einkenni einstaklingum kleift að þróa nýjar hugmyndir og framkvæma þær. Neikvæðir persónueiginleikar, eins og hvatvísi, slök félagsfærni, árásargirni, tilfinningavandi, þunglyndi, kvíði og vímefnavandi, geta hins vegar hindrað nýsköpun. Á hinn bóginn er með réttri leiðsögn og þjálfun hægt að umbreyta þessum neikvæðu eiginleikum í jákvæða eiginleika. Að umbreyta brestum í styrkleika Þegar hvatvísi er stjórnað getur hún breyst í sköpunargleði og hraða ákvarðanatöku. Slök félagsfærni getur umbreyst í djúpa einbeitingu á ákveðnum sviðum og getaeinstaklingar með réttri þjálfun í félagsfærni orðið framúrskarandi sérfræðingar. Þegar árásargirni er stjórnað, getur hún umbreyst í drifkraft og ákveðni, sem er nauðsynleg í samkeppnisumhverfi. Þá getur tilfinningavandi, þunglyndi og kvíði umbreyst í tilfinningagreind og samkennd, sem getur nýtist í nýsköpun og þróun. Loks sýna einstaklingar sem sigrast á vímefnavanda oft mikla þrautseigju og geta orðið sterkar fyrirmyndir fyrir aðra. Græðgi getur verið metnaður og eins og mont getir talist neikvætt viðhorf til sjálfstrausts, getur afskiptasemi verið neikvæð skilgreining á forvitni. Á sama hátt væri hægt að tala um hroka í stað sjàlfsálits, yfirlæti í stað ástríðu eða krafts og áráttu í stað ákefðar. Jafnframt gæti ákveðin eða staðföst manneskja verið skilin ósvífin og svo kann sjàlfsörugg manneskja að vera talin sjálfhverf. Þá hafa leiðtogahæfileikar stundum verið skilgreindir neikvætt, sem stjórnsemi og aðdáun sem öfund ásamt því sem frumkvæði getur verið rangnefnt óþolinmæði eða bjartsýni. Það er hægt að halda áfram og gengisfella sjálfsvirðingu í stolt, arðsemi í gróða og tala um eigingirni í stað sjálfsþekkingar. Það er meira segja hægt að túlka öruggan einstakling með framkomu sem ber þess merki að hvíla í trausti, sem hrokafullan og jafnvel siðblindan einstakling. Loks getur greiningarhæfni verið álitin gagnrýni, frásögn þolanda verið merkt hatursorðræða og þögn þótt vera dyggð. Uppbygging stafrænnar æsku Til þess að byggja upp stafræna hæfni hjá börnum og ungmennum, þarf að veita þeim þjálfun, fræðslu og stuðning, með að markmiði að umbreyta neikvæðum eiginleikum í jákvæða eiginleika. Meðhæfniþjálfun í stafrænu umhverfi er þannig hægt að beina orku og hvatvísi ungmenna í uppbyggilegar áttir. Til marks um þetta væri að fræða börn og ungmenni í því skyni að efla samskiptahæfni þeirra á stafrænum vettvangi og bæta félagsfærni þeirra. Samfara auknu sjálfstrausti og ríkari sköpunargleði í stafrænu umhverfi hjálpum við börnum og ungmennum að tjá tilfinningar sínar og byggja upp sjálfsþekkingu, sjàlfsmynd og sjàlfsímynd. Með snemmtækri fræðslu um netöryggi, áhættustjórn og einstaklingsábyrgð hlúum við jafnhliða að verndarandlaginu, sem er að efla áhættumeðvitundina og auka líkur á skynsamlegum ákvarðanatökum, sem svo aftur stuðlar að vaxandi líkum á markvissri nýsköpun og þróun nýrra tækja og forrita sem gagnast öðrum. Á sama hátt getir aðgangur barna að stafrænu umhverfi verið til þess fallinn að styrkja félagsleg tengsl, efla hugvit og skerpa á samstarfshæfni. Frumkvöðlastarf: Grunnstoð nútímans Það er staðreynd að eiginleikar sem stuðla að nýsköpun og hugviti eru oft tengdir jákvæðri hegðun og tilfinningum, enda stuðlar það fremur að virkri þátttöku, samvinnu, úthaldi og getu til að nýta tækifæri í síbreytilegum heimi. Á barnsaldri eru brestir samt ómótaðir og geta í fortíðinni falist verðmæti, sem hægt er að nýta með tilstyrk stafrænnar tækni og fræðslu. Stafræn hæfni, félagsfærni, sköpunargleði og ábyrgð eru mikilvægir persónueiginleikar í sífellt stafrænna samfélagi. Í ákvörðun um að efla stafræna hæfni ungmenna felst ákvörðun um að umbreyta neikvæðum þáttum í jákvæða þætti. Með því að breyta brestum og nýta neikvætt í nýsköpun getum við skapað sterkan grunn fyrir uppsprettu nýsköpunar - sem er ómissandi auðlind í nútímasamfélagi. Verkefni okkar er að stuðla að þróun jákvæðra persónueiginleika ungmenna ogþað samofið því verkefni sem felst í að stuðla að kraftmeiri nýsköpun, örari framþróun og skýrari samkeppnisforskoti. Þess vegna ætti megináhersla okkar að vera á því að efla hæfni barna og ungmenna til að nýta stafrænt umhverfi á uppbyggilegan hátt, þannig að þau geti þróað hæfileika sína og orðið frumkvöðlar framtíðarinnar. Með því að gera þetta sköpum við ekki aðeins betri framtíð fyrir börn og ungmenni heldur fyrir samfélagið í heild. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Mannréttindi Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Réttindi barna og stafrænt umhverfi Í íslenskri stjórnarskrá er ákvæði semsérstaklega fjallar um börn. Þannig segir í ákvæði 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar að börnum skuli í lögum tryggð sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Þetta ákvæði er merkilegt fyrir þær sakir að það er eina ákvæðið í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar sem verndar einnsamfélagshóp umfram annan og er eina ákvæðið sem veitir efnislegan grundvöll til að takmarka mannréttindi annarra í þágu barna. Börn sem tilheyra viðkvæmum samfélagshópum eru ólíklegri til að beita réttindum sínum með markvissum hætti í stafrænu umhverfi. Með viðkvæmum samfélagshópum er hér skírskotað til barna, sem eru berskjaldaðri fyrir neikvæðum áhrifum stafræns umhverfis og eru tiltekin persónueinkenni ráðandi fyrir þennan hóp barna, svo sem, hvatvísi, slök félagsfærni, árásargirni, tilfinningavandi, þunglyndi, kvíði og vímefnavandi, sem gerir það að verkum, að þau eru líklegri en önnur börn, til að verða þolendur eða gerendur ofbeldis í stafrænu umhverfi. Nýsköpun, takmarkanir og tækifæri Nýsköpun og hugvit eru grundvallarþættir í því að skapa betri framtíð fyrir börn og ungmenni, sérstaklega þau sem standa höllum fæti. Persónueinkenni eins og sköpunargleði, forvitni, þrautseigja, frumkvæði, gagnrýnin hugsun, félagsfærni, sveigjanleiki, áhættusækni og framsýni eru mikilvægir eiginleikar í nýsköpunarferlinu, enda geri þess einkenni einstaklingum kleift að þróa nýjar hugmyndir og framkvæma þær. Neikvæðir persónueiginleikar, eins og hvatvísi, slök félagsfærni, árásargirni, tilfinningavandi, þunglyndi, kvíði og vímefnavandi, geta hins vegar hindrað nýsköpun. Á hinn bóginn er með réttri leiðsögn og þjálfun hægt að umbreyta þessum neikvæðu eiginleikum í jákvæða eiginleika. Að umbreyta brestum í styrkleika Þegar hvatvísi er stjórnað getur hún breyst í sköpunargleði og hraða ákvarðanatöku. Slök félagsfærni getur umbreyst í djúpa einbeitingu á ákveðnum sviðum og getaeinstaklingar með réttri þjálfun í félagsfærni orðið framúrskarandi sérfræðingar. Þegar árásargirni er stjórnað, getur hún umbreyst í drifkraft og ákveðni, sem er nauðsynleg í samkeppnisumhverfi. Þá getur tilfinningavandi, þunglyndi og kvíði umbreyst í tilfinningagreind og samkennd, sem getur nýtist í nýsköpun og þróun. Loks sýna einstaklingar sem sigrast á vímefnavanda oft mikla þrautseigju og geta orðið sterkar fyrirmyndir fyrir aðra. Græðgi getur verið metnaður og eins og mont getir talist neikvætt viðhorf til sjálfstrausts, getur afskiptasemi verið neikvæð skilgreining á forvitni. Á sama hátt væri hægt að tala um hroka í stað sjàlfsálits, yfirlæti í stað ástríðu eða krafts og áráttu í stað ákefðar. Jafnframt gæti ákveðin eða staðföst manneskja verið skilin ósvífin og svo kann sjàlfsörugg manneskja að vera talin sjálfhverf. Þá hafa leiðtogahæfileikar stundum verið skilgreindir neikvætt, sem stjórnsemi og aðdáun sem öfund ásamt því sem frumkvæði getur verið rangnefnt óþolinmæði eða bjartsýni. Það er hægt að halda áfram og gengisfella sjálfsvirðingu í stolt, arðsemi í gróða og tala um eigingirni í stað sjálfsþekkingar. Það er meira segja hægt að túlka öruggan einstakling með framkomu sem ber þess merki að hvíla í trausti, sem hrokafullan og jafnvel siðblindan einstakling. Loks getur greiningarhæfni verið álitin gagnrýni, frásögn þolanda verið merkt hatursorðræða og þögn þótt vera dyggð. Uppbygging stafrænnar æsku Til þess að byggja upp stafræna hæfni hjá börnum og ungmennum, þarf að veita þeim þjálfun, fræðslu og stuðning, með að markmiði að umbreyta neikvæðum eiginleikum í jákvæða eiginleika. Meðhæfniþjálfun í stafrænu umhverfi er þannig hægt að beina orku og hvatvísi ungmenna í uppbyggilegar áttir. Til marks um þetta væri að fræða börn og ungmenni í því skyni að efla samskiptahæfni þeirra á stafrænum vettvangi og bæta félagsfærni þeirra. Samfara auknu sjálfstrausti og ríkari sköpunargleði í stafrænu umhverfi hjálpum við börnum og ungmennum að tjá tilfinningar sínar og byggja upp sjálfsþekkingu, sjàlfsmynd og sjàlfsímynd. Með snemmtækri fræðslu um netöryggi, áhættustjórn og einstaklingsábyrgð hlúum við jafnhliða að verndarandlaginu, sem er að efla áhættumeðvitundina og auka líkur á skynsamlegum ákvarðanatökum, sem svo aftur stuðlar að vaxandi líkum á markvissri nýsköpun og þróun nýrra tækja og forrita sem gagnast öðrum. Á sama hátt getir aðgangur barna að stafrænu umhverfi verið til þess fallinn að styrkja félagsleg tengsl, efla hugvit og skerpa á samstarfshæfni. Frumkvöðlastarf: Grunnstoð nútímans Það er staðreynd að eiginleikar sem stuðla að nýsköpun og hugviti eru oft tengdir jákvæðri hegðun og tilfinningum, enda stuðlar það fremur að virkri þátttöku, samvinnu, úthaldi og getu til að nýta tækifæri í síbreytilegum heimi. Á barnsaldri eru brestir samt ómótaðir og geta í fortíðinni falist verðmæti, sem hægt er að nýta með tilstyrk stafrænnar tækni og fræðslu. Stafræn hæfni, félagsfærni, sköpunargleði og ábyrgð eru mikilvægir persónueiginleikar í sífellt stafrænna samfélagi. Í ákvörðun um að efla stafræna hæfni ungmenna felst ákvörðun um að umbreyta neikvæðum þáttum í jákvæða þætti. Með því að breyta brestum og nýta neikvætt í nýsköpun getum við skapað sterkan grunn fyrir uppsprettu nýsköpunar - sem er ómissandi auðlind í nútímasamfélagi. Verkefni okkar er að stuðla að þróun jákvæðra persónueiginleika ungmenna ogþað samofið því verkefni sem felst í að stuðla að kraftmeiri nýsköpun, örari framþróun og skýrari samkeppnisforskoti. Þess vegna ætti megináhersla okkar að vera á því að efla hæfni barna og ungmenna til að nýta stafrænt umhverfi á uppbyggilegan hátt, þannig að þau geti þróað hæfileika sína og orðið frumkvöðlar framtíðarinnar. Með því að gera þetta sköpum við ekki aðeins betri framtíð fyrir börn og ungmenni heldur fyrir samfélagið í heild. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar